Grand Hotel Excelsior

Grand Hotel Excelsior býður þér að upplifa einstök þægindi, frábæra þjónustu og stórkostlegt útsýni yfir Marsamxett höfnina og virkið Fort Manoel sem var

Grand Hotel Excelsior 5 *

Grand Hotel Excelsior býður þér að upplifa einstök þægindi, frábæra þjónustu og stórkostlegt útsýni yfir Marsamxett höfnina og virkið Fort Manoel sem var byggt af Mölturiddurum milli 1723 og 1755.

Virkisveggir frá 16. öld umvefja ytri hliðarnar á hótelinu ásamt ólífugarðinum sem gerir hótelið að eina sinnar tegundar á Möltu sem er byggt inn í sögulegan arkitektúr. Hótelið sameinar því einnig tækifærið til þess að upplifa hina ríku sögu Möltu á sama tíma og þú nýtur þess að slaka á og njóta hvíldar í þessu rólynda Miðjarahafs umhverfi. 

Í höfninni er að finna mikið af snekkjum og hefur hótelið sína eigin höfn fyrir sína gesti. 
Stutt er í næstu stoppustöð fyrir þá sem vilja skella sér í styttri ferðir en að auki býður hótelið upp á ókeypis akstur inn í miðbæinn milli 10:00 og 18:00 alla daga.

Grand Hotel Excelsior býður upp á mjög fallegar og íburðarmiklar svítur auk úrvals af deluxe herbergjum sem öll bjóða upp á áðurnefnda hafnarsýn. Í boði á hverju herbergi eru bæði beintenging við internet sem og þráðlaust kerfi sem einnig er í öllum almennum rýmum hótelsins.  Á hótelinu eru bæði inni- og úti sundlaugar, Spa, líkamsrækt, einkaströnd hótelsins, 24 klst herbergjaþjónusta, þvotta- og efnalaug, læknisþjónusta, gjaldeyrisskipti, töskugeymsla, akstursþjónusta, gjafavörubúð, hárgreiðsluþjónusta, Business Centre og margt flr.

Á hverju herbergi er að finna loftkælingu, svalir eða verönd með húgsögnum, flatskjár með opnum gervihnattarrásum eða Pay TV, kaffi og te setti, bómullar baðsloppar, inniskór, hárþurrka, öryggishólf, mini-bar, skrifborð, sími, sér baðherbergi (bæði sturta og bað), herbergisþjónusta og flr. Öll herbergi eru reyklaus en leyft að reykja á svölum og verönd. Hægt er að fá samliggjandi herbergi með aðgangi innangengt sem og sérstakan rúmfatnað sem er ofnæmisprófaður.


headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya