Flýtilyklar
Malta - Brú milli austurs og vesturs
Lýðveldið Malta er eitt suðlægra landa við Miðjarahafið og í cirka 80 km fjarlægð frá Sikiley en 333 km norður af Libíu
í Afríku. Flatarmál Möltu nær yfir 316 km2 sem gerir landið eitt af minnstu löndum heims en að sama skapi með mesta mannfjölda per hvern ferkílómetra. Höfuðborg Möltu er Valetta og
opinbert tungumál landsins er bæði Enska og Maltneska.
Malta á sér ríka sögu enda staðsetning landsins með þeim hætti að það hefur ærið oft verið bitbein hinna stóru í gegnum aldirnar allt frá Fönikíumönnum til Rómverja, Araba, Normanna, Arongesa, Habsborgara frá Spáni, Jóhannesarriddaranna, Frakka og Breta. Malta varð sjálfstæð og laus undan Bretum 1964 og formlega stofnað sem lýðveldi 1974. Landið gékk inn í Sameinuðu Þjóðirnar 1964, Evrópusambandið 2004 og varð formlega hluti af myntsamstarfi Eurozone 2008.
Malta býr yfir mikilli sögu sem kristin þjóð og er í dag hluti af hinum Heilaga Sæ (Apostolic Sea) í gegnum Vatikanið í Róm sem á rætur sínar að rekja til þess að Sankti Páll varð forðum skipsreika á Möltu og kaþólska er hin opinbera trú landsins.
Malta er einn af mest spennandi áfangastöðum sem hægt er að heimsækja við Miðjarahafið með fjöldan allann af sögulegum menjum og minnismerkjum eins og t.d Megalithich Hofið sem er eitt elsta standandi mannvirki sögunnar í dag, miklum og þróuðum aðbúnaði og svæðum fyrir ferðamenn og þar er að finna 9 kennileiti á lista UNESCO (UNESCO World Heritage Sites).
Malta er nýr áfangastaður hjá okkur og svo sannarlega þess virði að sækja heim. Sólarstundirnar á Möltu eru yfir 3.000 talsins á ári sem gerir að jafnaði yfir 8 klst á dag, en fjöldi sólarstunda er einn sá mesti í Evrópu. Þá skemmir hitinn ekki fyrir sólarþyrstum íslendingum sem þangað vilja fara en meðalhitinn í Maí eru 25 °C, í Júní 27 °C, 29 °C í Júlí og hæstur í Ágúst eða 31 °C. Í September er hitinn um 27 °C og loks í kringum 24 - 25 °C í Október.
Gististaður okkar er í höfuðborginni Valetta sjálfri, sem var stofnuð 1565 af riddurum Jóhannesarreglunnar sem komu til eyjunnar þegar þeir þurftu að yfirgefa landið heilaga eftir ósigur og ófarir hinna kristnu riddara fyrir múslimum. Borgin státar af óbiðjafnanlegu úrvali arkitekturs barrokk tímans, rammgerðum virkisveggjum með ótrúlegu útsýni yfir Miðjarahafið og auðvitað hina einstöku dómkirkju heilags Jóhannesar með sínum fínmeitluðu skreytingum í steinhleðslur og hvolfboga auk hinnar frægur myndar eftir Caravaggio sem útskýrir af hverju þessi smæsta höfuðborg innan Evrópu tilheyrir völdum stöðum UNESCO.
FERÐAÁÆTLUN FYRIR SUMAR OG HAUST 2017 ER Í VINNSLU OG VERÐUR BIRT SÍÐAR
Innifalið í verði er:
- Allt flug fram og tilbaka ásamt öllum sköttum og gjöldum
- Akstur til og frá flugvelli á hótel
- Gisting í herbergi sbr. val viðkomandi
- Morgunmatur alla daga
- Íslensk fararstjórn
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á póstlista okkar og merkja þar sérstaklega við þessa ferð þannig að þeir fái allar upplýsingar um verð og ferðatilhögun um leið og þær liggja fyrir en takmarkaður fjöldi sæta er í boði í þessa fyrstu ferð í beinu flugi frá Íslandi til Möltu.
Áfangastaðir
- 3 landa sýn - Eistland, Lettland og Litháen
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Baltic Golf - 3 landa golfferð
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Belgrad
- Bratislava - Slóvakía
- Costa Brava - Calella
- Dominíska lýðveldið
- Eistland -Tallinn
- Ítalía - Róm
- Indland - Kerala
- Japan - Matur & Menning
- Kína og Tíbet
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Lettland - Riga
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Norður Korea
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tanzania
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
- Útskriftarferð IBIZA
- Útskriftarferð KRÓATÍA
Leit
Ferðir í boði
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.