Skoðunarferðir

Skoðunarferð um Malaga Við munum skoða helstu kennileiti Malaga,  byggingar, garða og torg.  Svo við munum  fá þokkalega mynd af ásynd borgarinnar. Við

Skoðunarferðir

Skoðunarferð um Malaga

Við munum skoða helstu kennileiti Malaga,  byggingar, garða og torg.  Svo við munum  fá þokkalega mynd af ásynd borgarinnar. Við byrjum ferð okkar á þvi að keyra  framhjá helsta garði  Malaga, frá XIX  öld. Þá munum við sjá helstu byggingar borgarinnar frá fyrri öldum, m.a. Ráðhusið einnig  Torrijos Torg, Noble Hospital(spitala) og Tres gracia brunninn. Keyrum sem leið liggur eftir Reding breiðgötu þar munum við berja augum Malagueta nautaatssvæðið, Justice Palace(höll) og   Enska kirkjugarðinn. Við röltum upp að hinum glæsilega Gibralfaro kastala og skoðum hann, en hann er frá XIV öld. Við förum svo niður í miðbæinn aftur, i vinsælt hverfi  er nefnist Victory þar sem við munum sjá Our Lady of the Victory Sanctuary, sem er glæsileg kirkja fra 16 öld. Við höldum áfram leið okkar að Merced torgi, þar munum við fara úr rútunni og rölta um hið sögulega miðsvæði Malaga. Við torgið er húsið sem hin heimsfrægi málari Picasso fæddist í. Við förum síðan  niður Granada stræti að Santiago Kirkjunni, sem er ein sú elsta i borginni, þar sem Picasso var skírður .  Við förum í átt að Alcazabilla stræti og sjáum Rómverska  Leikhúsið og aðal inganginn að hinu Arabíska virki/höll frá XI öld. Frá vikrinu er farið  Dómkirkjunni og röltum síðan   aðeins um  svæðið áður en við  höldum tilbaka.
 
Dags./tími: 26. okt. Kl 9.30
Lengd: Hálfur dagur
Innfalið: Rúta, íslenskur fararstjóri og aðgangur í  Gibralfaro kastalann
Casa Natal  og Dómkirkjuna (Cathedral)
Verð: 7300 kr.
 

Dagsferð til Máraborgarinnar Granada

Við munum keyra sem leið liggur til Sierra Nevada fjallanna til hinna  glæstu borgar Granada. Granada var  síðasta vígi arabiska konungsdæmisins á  Spáni. Borgin er ein fallegasta borg  Spánar og gætir þar all mikilla áhrifa arabiskrar  byggingalistar þar. Þar má  m.a. sjá eina glæsilegust byggingu heims Alhambra höllina sem var áður fyrr heimili Sutlans af Andalusiu, öll byggingin og garðurinn eru eitt listaverk.  Í dag er þetta vinsælasta bygging Spánar, milljónir ferðmanna koma ár hvert þangað. Við munum skoða Arabiska markaðinn(silki) og Madraza sem er gamall háskóli múslima. Þá munum við skoða aðrar glæstar byggingar eins og Rauðu kapelluna  og Dómkirkjuna svo eitthvað sé nefnt.  Svo munum við rölta um þessa einstaklega fallegu borg og láta okkur líða aftur í tima og rúmi.


Dags./tími: 25. okt. Kl 9.30
Lengd: Dagsferð
Innfalið: Rúta, íslenskur fararstjóri og aðgangur að Alhambra höllinni, Rauðu kapellunni og Dómkirkjunni
Verð:  kr. 9.990 KR

ATHUGA  þessa ferð þarf  vanalega að panta  með 2ja mánaða fyrirvara til að vera viss um að komast inn Alhambra höllina. Svo þeir sem hafa áhuga endilega láta vita strax.
 

Nerja hellarnir

Við förum út fyrir borgina, keyrum í átti til bæjarins Nerja.  Við mun um berja augum falleg sveitarhéruð. Keyrum eftir Sol ströndinn, í gegnum landbúnaðarsvæðið Axarquia, þar er m.a. ræktað avocado, korn og ýmsar aðrar matjurtir. Förum í gegnum  bæina Rincon de la Victoria, Vélez og Torrox áður en við komum  ströndinni við Nerja þar sem hellarnir frægu eru, en þeir fundust ekki fyrr en árið 1959. Þeir eru taldir fallegustu hellar Evrópu en þeir eru mismunandi  að stærð og lögun. Við munum  m.a. sjá hellamyndir sem sanna tilvist manna í hellunum fyrir 20-30 þúsund árum. Hellarnir eru einstakt náttúrurfyrirbrigði og sannarlega þess verðir að skoða þá.
 
Dags./tími: 27. okt. Kl 9.30
Lengd: 4 tímar
Innfalið: Rúta, íslenskur fararstjóri og aðgangur að Nerja hellunum
Verð: 7600 kr.
 
headerheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya