Flýtilyklar
Hin seiðandi Malaga
ÖRFÁ SÆTI EFTIR - EKKI MISSA AF ÞESSU
Ekki einungis er umhverfi innan og utan borgarinnar fagurt heldur á borgin stórkostlega sögu að baki sem endurspeglast í byggingalist hennar, sem er æði fögur og fjölbreytt. Þar má finna menjar frá timum Rómverja, Rómverska leikhúsið. Frá 1. öld e.Kr. þá var borgin hertekin af Márum á 8. öd og var undir þeirra stjórn í ein 800 ár. Er Alcazaba virkið einn fegursti vitnisburður þess. Fagrar byggingar frá Barrok tímanum á 16. öld mætti einnig nefna. Hallir og kirkjubyggingar svo sem dómkirkjan í Malaga setja sinn svip á borgina sem er því eitt augnayndi á að líta.
Malaga hefur uppp á að bjóða fjölbreytta markaði, veitingahus, kaffihús, skemmtistaði og verslanir sem ætti að vera við allra hæfi. Þá eru oft ýmsir menningaviðburðir sem vert er að sjá. Gatan Calle Marqués de Larios er Laugavegur þeirra í Malaga þar sem má finna urmul af verslunum og fyrirtækjum, en þessi gata er frá árinu 1891 og hefur þvi séð timana tvenna.
Látum tímann líða og röltum um þröngar götur í gamla hverfinu, kikjum á kaffihus eða skoða hin ýmsu listasöfn. Ekki er úr vegi að fara sem leið liggur á hið þekkta torg Plaza de la Constitución, í hjarta gamla bæjarins og kikja á Atarazans markaðinn sem er sá vinsælasti í gamla bænum. Þar er ys og þys, sjá grænmeti, fisk, fatnað og ýmsar vörur skipta um hendur. Þarna er staðurinn til að setjast niður á kaffihús, hlusta og horfa í góða veðrinu.
Malaga að kvöldi til er einstök, ljósin verða sérstök og ef maður er niður við strönd má sjá hvernig hafið breytir um lit í rökkurbyrjum. Þar sem veðrið er hlýtt og notalegt er hiklaust hægt að mæla með þvi að borða úti.
Þá er ætið gaman að rölta eftir ströndinni þegar veður er gott, en í oktober má búast við um og jafnvel yfir 20 c hita.
FERÐAÁÆTLUN 24- 27 OKTÓBER 2015
Flug | Brottför | Dags | Koma | Dags | |
TA-112 | Keflavík | 24.10.15 - 05:45 | Akureyri | 24.10.15 - 06:30 | |
TA-113 | Akureyri | 24.10.15 - 07:30 | Malaga | 24:10:15- 14:20 | |
TA-115 | Malaga | 27:10.15 - 18:00 | Akureyri | 27:10:15- 21:00 | |
TA-116 | Akureyri | 27:10:15 - 22:00 | Keflavík | 27:10:15- 22:45 |
Herbergislýsing |
Almennt verð |
|
|
Hotel Las Vegas 3* | |||
Eins manns herbergi | 122.909 | ||
Tveggja manna herbergi | 110.900 | ||
Þriggja manna herbergi | Í vinnslu | ||
Suite Novotel 4* | |||
Eins manns herbergi | 126.653 | ||
Tveggja manna herbergi | 114.900 | ||
Þriggja manna herbergi | Í vinnslu | ||
Hotel Zenit Málaga 3* | |||
Eins manns herbergi | 123.677 | ||
Tveggja manna herbergi | 113.900 | ||
Þriggja manna herbergi | Í vinnslu | ||
Innifalið í verði ferðar er:
- Flug og allir skattar og gjöld Keflavík - Akureyri – Malaga og tilbaka
- Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka við brottför
- Gisting á hóteli með morgunmat 3 nætur
- Íslensk fararstjórn
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest