Malaga

hópferðir,hópaferðir,fyrirtækjaferð,útskriftarferð,ferðaskrifstofa,akureyri,ibiza,mexico,portugal,albania,

Hin seiðandi Malaga

ÖRFÁ SÆTI EFTIR - EKKI MISSA AF ÞESSU


Malaga er staðsett á suðurhluta Iberíu skagans og þekur um 400 km2. Borgin er ekki einungis þekkt fyrir fallegar strendur og mikla veðursæld, heldur einnig sögu, menningu og fagurt umhverfi. Staðsetning borgarinnar við árdalina Guadalhorce og Guadalmedina, milt veðurfar  og nálægð hennar við fjöllin, setja  Malaga í einstakt og gríðarfallegt umhverfi. Ekki skemmir að við borgarmörkin er þjóðgarðurinnn Park Montes, verndarsvæði hundruða plantna og  farfugla sem koma þar við.  Þá má einnig finna innan borgarmarkanna La Conception eða hin sögulega listigarð heimamanna.


Ekki einungis er umhverfi innan og utan borgarinnar fagurt heldur á borgin stórkostlega sögu að baki sem endurspeglast í byggingalist hennar, sem er æði fögur og fjölbreytt. Þar má finna menjar frá timum Rómverja, Rómverska leikhúsið. Frá 1. öld e.Kr. þá var borgin  hertekin af Márum á 8. öd og var undir þeirra stjórn í ein 800 ár. Er Alcazaba virkið einn fegursti vitnisburður þess. Fagrar byggingar frá Barrok tímanum á 16. öld mætti einnig nefna.  Hallir og kirkjubyggingar svo sem dómkirkjan í Malaga setja sinn svip  á borgina sem er því eitt augnayndi á að líta.

Malaga hefur uppp á að bjóða fjölbreytta markaði, veitingahus, kaffihús, skemmtistaði og verslanir sem ætti að vera við allra hæfi. Þá eru oft ýmsir menningaviðburðir sem vert er að sjá. Gatan Calle Marqués de Larios er Laugavegur þeirra í Malaga þar sem má finna urmul af verslunum og fyrirtækjum, en þessi gata er frá árinu 1891 og hefur þvi séð timana tvenna.


Látum tímann líða og röltum  um þröngar götur í gamla hverfinu, kikjum á kaffihus eða skoða hin ýmsu listasöfn. Ekki er úr vegi að fara sem leið liggur á hið þekkta torg Plaza de la Constitución, í hjarta gamla bæjarins og kikja á Atarazans markaðinn sem er sá vinsælasti í gamla bænum. Þar er ys og þys, sjá  grænmeti, fisk, fatnað og ýmsar vörur skipta um hendur. Þarna er staðurinn til að setjast niður á kaffihús, hlusta og horfa í góða veðrinu.

Malaga að kvöldi til er einstök, ljósin verða sérstök og ef maður er niður við strönd má sjá hvernig hafið breytir um lit í rökkurbyrjum. Þar sem veðrið er hlýtt og notalegt er hiklaust hægt að mæla með þvi að borða úti.

Þá er ætið gaman að rölta eftir ströndinni þegar veður er  gott, en í oktober má búast við um og jafnvel yfir 20 c hita.

FERÐAÁÆTLUN 24- 27 OKTÓBER 2015

Flug  Brottför  Dags  Koma 
Dags 
TA-112 Keflavík 24.10.15 - 05:45 Akureyri
24.10.15 - 06:30
TA-113 Akureyri 24.10.15 - 07:30 Malaga
24:10:15- 14:20
TA-115 Malaga  27:10.15 - 18:00 Akureyri    27:10:15- 21:00
TA-116  Akureyri  27:10:15 - 22:00 Keflavík   27:10:15- 22:45


 Herbergislýsing 
    Almennt verð 
  

 Hotel Las Vegas 3*   
 Eins manns herbergi      122.909    
 Tveggja manna herbergi           110.900
 Þriggja manna herbergi     Í vinnslu    
       
 Suite Novotel 4*       
 Eins manns herbergi      126.653    
 Tveggja manna herbergi      114.900    
 Þriggja manna herbergi     Í vinnslu    
       
 Hotel Zenit Málaga 3*       
 Eins manns herbergi     123.677    
 Tveggja manna herbergi     113.900    
 Þriggja manna herbergi     Í vinnslu    


Innifalið í verði ferðar er:

  • Flug og allir skattar og gjöld Keflavík - Akureyri – Malaga og tilbaka
  • Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka við brottför
  • Gisting á hóteli með morgunmat 3 nætur
  • Íslensk fararstjórn

Meiri fróðleikur um Malaga - Skoða hérna
headerheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya