Veisluþjónusta fyrir hópa

Hátíðarkvöldverður í  Mezotne höll Lengd: 4 klst (akstur frá hóteli að höll ekki innifalinn í tímalengd) Staðsetning: Rúmlega 1 klst. akstur frá

Veisluþjónusta fyrir hópa

Hátíðarkvöldverður í  Mezotne höll
Lengd: 4 klst (akstur frá hóteli að höll ekki innifalinn í tímalengd)
Staðsetning: Rúmlega 1 klst. akstur frá hóteli

Mezotne höll er byggð í Neo-klassískum stíl árið 1802. Höllin er staðsett í einkar fallegu umhverfi við ánna Lielupe, umvafin í kyrrlátu landslagi með stórum garði í enskum stíl. Arkitekt hallarinnar var
J.G.A. Berlits en sjálf bygging hallarinnar
stóð yfir í ein 3 ár áður en henni var lokið

Mezotne höllin er byggð á grunni eldri herragarðs sem þar var áður sem byggður var í kringum 1640 af Jakobi fursta. Katarína II keisaraynja Rússlands gaf þann herragarð til Charlotte Von Lieven sem sá um uppeldi og fræðslu barna keisarans á þessum tíma. Höllin var í eigu sömu fjölskyldu allt til ársins 1920 en höllin lét mikið á sjá sérstaklega í gegnum seinni heimstyrjöldina. Enduruppbygging og viðreisn hallarinnar hófst svo árið 1958 og er talið ljúka formlega 2001

Í dag er m.a boðið upp á viðhafnar kvöldverðarveislur fyrir hópa sem ferðaskrifstofan hefur sérhannað fyrir hátíðarkvöld íslenskra hópa. Er þá miðað við að stundin í höllinni sé frá 18:00 – 22:00 eða 19:00 – 23:00. Boðið er þá upp á 3 rétta hlaðborð, vatn, kaffi og te. Ljúffengur kokteill við komu og lifandi tónlist (píanó eða fiðla). Akstur til og frá hóteli innifalinn. Að auki er svo hægt að sérpanta ýmsa auka þjónustu fyrir hvern hóp s.s

•    vín með matnum (hálfar flöskur af hvítu eða rauðu víni)
•    jazz hljómsveit yfir borðhaldi og eftir borðhald
•    danshljómsveit (t.d Eurovision vinningshafinn 2001 frá Eistlandi)
•    plötusnúð eftir borðhald fyrir danshald
•    tónlistarflutning frá miðöldum t.d strengjasveit, barrok tónlist og flr
•    uppáklætt þjónustufólk í miðaldabúninga með viðeigandi hárkollur og flr
•    sérstaka kertalýsingu við inngang og dregill á tröppur
•    og margt, margt flr

Án efa er hátíðarveisla að kvöldlagi í þessu virðulega og rómaða umhverfi í heldri manna uppsetningu upplifun sem lengi lifir í minningunni. Þá skemmir ekki að matseldin er rómuð og þykir alveg einstök en hægt er að séhanna og aðlaga matseðil fyrir kvöldið í samráði við hópinn kjósi hann svo

Okkar reynsla í gegnum árin er sú að kostnaður hópsins á mann kemur ánægjulega á óvart og er það okkur mikil ánægja að eiga kost á því að sérhanna kvöldviðburð sem ”toppar” allt það sem hópurinn hefur áður gert saman. Ferðaskrifstofan hefur unnið slíkt fyrir bæði litla sem stóra hópa en stærsti hópurinn var um 320 manns

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya