Flýtilyklar
Skoðunarferðir
Lágmarksþátttaka er 10 manns í allar ferðir. Panta verður með amk.10 daga fyrirvara áður en farið
er frá Íslandi til að vera öruggur með að komast í ferðirnar. Greiða þarf fyrir allar skoðunarferðir áður en ferð hefst
á Íslandi til að tryggt sé að viðkomandi sé öruggur í ferðina
Skoðunarferð um borgina Riga
Innifalið: Rúta, fararstjóri. Bæði gengið og farið með rútu
Lengd: 3 tímar - Byrjar kl. 09:30
Ferðin veitir helsta yfirlit um borgina sem slíka, sögu hennar og framþróun. Ferðin með rútunni fer með þig í kringum miðbæjarhlutann og hið sjarmerandi Art Nouveau (Jugendstyle) svæði. Riga er stundum kölluð háborg hinnar nýju listar (Art Nouveau) vegna hins gríðarmikla fjölda bygginga sem eru samanþjappaðar á mjög litlu og afmörkuðu svæði. Í þessari ferð muntu einnig stoppa í 15 mín til að dást að nokkrum áberandi perlum í arkitektúr borgarinnar. the most beautiful examples of this architectural style.
Í sömu rútuferð færðu einnig að njóta þess helsta úr Boulevard Semi-circle með görðum sínum og borgarsíkjum mitt
á milli bygginga sem hýsa Þjóðleikhúsið, Ríkislistasafnið, Listaháskólann, megin byggingu Lattvíska háskólans,
Ríkisóperuna og Minnismerkið um frelsisdag þjóðarinnar sem íslendingar lögðu sitt af mörkum til þegar þeir viðurkenndu fyrstir
allra þjóða rétt þeirra til sjálfstæðis.
Göngutúrinn um gamla bæinn færir þig aftur í tímanum, alla leið til miðalda, þegar Riga var ein stærsta borg þess tíma og
gengdi hlutverki mikillar viðskiptaborgar. Til Riga á þessum tíma kom mikill fjöldi erlendra viðskiptamanna sem og kaupmanna. Þá var borgin á
þessum tíma hluti af viðurkenndum Hansa-borgum og sem slík undir miklum áhrifum frá öðrum borgum í Evrópu sem nutu svipaðrar
viðurkenningar. Fyrir vikið í dag er ennþá talað um að Riga sé ekki Lattvísk borg vegna hinna miklu áhrifa af þýskum,
rússneskum, pólskum og sænskum venjum, siðum, byggingum og hefðum. Þá er og að merkja mikil áhrif frá gyðingum í borginni sem
líkt og víðar höfðu varanleg áhrif á verslun og þjónustu.
Innifalið: Leiðsögumaður rúta og aðgangur að höllinnni
Lengd: 6 tímar - Byrjar kl. 09:30
Rundale Höll er stórkostleg meistarastykki í stíl Baroque og Rococo, og er oft kölluð Lattvíska útgáfan af Versölum í Frakklandi. Höllin er stærsta höllin í ríkjum Eystrarsaltslandanna og ein þeirra stærstu í norðanverðri Evrópu. Höllin var byggð á 18 öld fyrir Ernst Johan von Biron, Greifa af Courland (Kúrlandi). Hún var hönnuð af hinum fræga rússneska hirðarkitekt ítalanum Francesco Bartolomeo Rastrelli, sem einnig hannaði hina frægu Vetrarhöll í Sankti Pétursborg. Höllin var byggð á árunum 1736 – 1740. Í dag hefur höllin varlega verið færð aftur í sitt upphaflega horf og meira en 40 af hinum 100 herbergjum og sölum með upphaflegri innréttingum og húsgögnum eru opin fyrir þá gesti sem sækja höllina heim árlega. Fransk hannaður garður umlykur höllina sem einnig var hannaður af Rastrelli og var hann nýlega mikið til endurnýjaður að upphaflegri hönnun og er sannkallað augnayndi.
Lettneska Byggðasafnið - opna listasafnið
Innifalið: Leiðsögumaður rúta og aðgangur að safninu
Lengd: 3/4 tímar - Byrjar kl. 09:30
Safnið er staðsett á bökkum vatnsins Jugla, umlukið skógi og er í um 25 mínútna keyrslu frá miðborg
Riga. Safnið er eitt elsta utanhúss (open air) safn í Riga (opnað 1924). Þar má sjá um 100 hús frá fyrri tímum;
bændabýli, vindmyllur, kirkjur og einnig er hægt að bera augum heilu fiskiþorpin. Þessi hús sýna í hnotskurn lifnaðarhætti
letta frá 16-19 öld. Þá munum við kynnast lettneskum siðum og hefðum sem voru við lýði á þessum tíma. Auk þess
fá innsýn í þeirra heim lista og trúarbrögð þeirra.
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði

til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.