Flýtilyklar
Golfferð

Hefur þú áhuga á að leika golf í Lettlandi? Ef svo er þá er hægt að velja þar um þrjá golfvelli í nágrenni höfuðborgarinnar Riga.
Alls eru 12 golfvellir í Lettlandi og aðeins tveir þeirra eru 18 holur og eru þeir báðir í nágrenni Riga. Golf er ný íþrótt í landinu og því tiltölulega fáir meðlimir í golfklúbbum og því auðvelt fyrir ferðamenn að komast að til að spila. Ferðaskrifstofan Trans - Atlantic hefur verið með borgarferðir til Riga í sumar og verða tvær ferðir þangað í október. Golftímabilið í Lettlandi er frá byrjun apríl og út nóvember

Flottasti völlurinn í Lettlandi er Ozo völlurinn, sem er aðeins um 10 km frá miðborg Riga. Hann er hannaður af Bandaríkjamanninum Rob Svedberg. Á vellinum er sjálfvirkur vökvunarbúnaður bæði á teigum og flötum.
Á vellinum eru 16 tjarnir og 50 sandglompur. Þá er æfingasvæði bæði fyrir vipp, pútt og dræv. Klúbbhúsið er glæsilegt og fínn veitingastaður sem ber nafnið Bloom. Þá er búningsherbergi, sundlaug og gufubað, en þó aðeins fyrir klúbbfélaga
Eigandi vallarins er Sandis Ozolinsh, sem er frægasti íshokkí leikmaður Lettlands og spilaði hann um tíma í bandarísku NHL-deildinni. Nafnið á vellinum, Ozo, var gælunafn Sandis í NHL-deildinni. Stærstu mótin sem haldin hafa verið á vellinum eru Hansabank Baltic Open og eitt mót á SAS Masters mótaröðinni sænsku. Ozo völlurinn er helsta æfingasvæði lettneska landsliðsins í golfi, en það er reyndar ekki hátt skrifað enn sem komið er
Robert Sidorski, golffréttamaður New York Times, taldi árið 2004 að Ozo Golf Club væri einn af 365 athyglisverðustu golfvöllum heims, í bókinni „The World´s Golf Courses in 365 Days“. Þá var völlurinn talinn einn af 1000 bestu golfvöllum Evrópu í bókinni „Europe‘s Top 1000 golf courses“. Þá fékk Ozo Golf Club viðurkenninguna “Best Natural Architecture Project in Latvia.“ árið 2002, en völlurinn þykir mjög skemmtilega hannaður með tilliti til náttúru og umhverfis
Skógar + strandvöllur
Undirritaður fékk tækifæri til að spila Ozo völlinn í ferð sinni til Riga á dögunum. Upplifunin að spila völlinn var skemmtileg. Hann er fjölbreyttur og ekkert of langur, eða 6.400 metrar. Margar frábærar holur eru á vellinum og flatirnar yfirleitt mjög stórar. Fyrri hlutinn er í miklu landslagi og brautirnar þröngar, einskonar skógarvöllur. Seinni hlutinn er við ströndina, er opnari og líkist þar meira strandvelli eins og við þekkjum þá. Það er hægt að skora völlinn vel ef menn eru á boltanum, en hann getur líka refsað grimmilega

Ég spilaði einnig Saliena völlinn sem er 20 km frá Riga, en hann er 27 holur – 18 holu „alvöru“ völlur og 9 holu æfingavöllur. Völlurinn var opnaður fyrir fjórum árum og ber þess merki að vera svolítið hrár. Þar er ágætt æfingasvæði bæði „driving range“ og púttflöt. Völlurinn er hannaður af Kara-Consult Oy frá Finnlandi. Þegar ég spilaði völlinn hafði rignt mikið daginn áður og var hann því nánast á floti. Hann var að mínu mati óspilhæfur þennan dag. Flestir bönkerar fullir af vatni og allt upp í 30 cm vatn á sumum brautum. Það var því ekki alveg marktæk reynsla að spila Saliena völlinn (sjá mynd hér fyrir neðan - konan er á braut). Hann er ekki næstum eins skemmtilegur og Ozo völlurinn og myndi ég ekki gera mér ferð til að spila hann aftur. Klúbbhúsið er lítið og afgreiðslan er til húsa í tveimur gámum.
Þriðji golfvöllurinn nærri Riga heitir Viesturi og er aðeins 9 holur og var fyrsti golfvöllurinn sem byggður var í Lettlandi. Hann er 22 km frá Riga, milli flugvallarins í Riga og þorpsins Jurmala. Þar er ódýrt að spila og fá konur m.a. 50% afslátt af vallargjöldum á miðvikudögum
Vel þess virði
Þeir kylfingar sem eiga erindi til Lettlands, og þá sérstaklega til Riga, ættu að taka hring á Ozo vellinum því það er vel þess virði. Hægt er að leigja sér golfsett og skó á vellinum. Vallargjaldið (green fees) er 30 Lats, eða um 6.500 krónur íslenskar. Hægt er að fá afslátt ef keyptir eru fleiri en einn hringur. Eins er hægt að fá afslátt ef pantað er í gegnum Ferðaskrifstofuna Trans – Atlantic
Um Riga
Lettland varð fullvalda ríki árið 1991 og eru 35% íbúa landsins Rússar. Landið hefur þróast hratt og miðpunkturinn í þeirri þróun er höfuðborgin Riga með um 750.000 íbúum, sú stærsta í Eystrasaltslöndunum. Áður en Sovétríkin hertóku Lettland var Riga ein af áhrifamestu viðskiptaborgum í Norður Evrópu. Áin Daugava setur skemmtilegan svip á borgina og skilur hana í tvo hluta, gamla bæinn og þann nýja
Gamli bærinn í Riga er á minjaskrá UNESCO þar sem minjar borgarinnar þykja þvílíkar gersemar. Þar ber hæst Kastalinn í Riga, kirkja ST Peter´s og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu og minnir um margt á Prag
Sjáðu völlinn hérna
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði

Til að skrá
sig í ferðina er hægt að smella á takkann hér fyrir ofan
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.