Aðeins um ferðina

RIGA Menningarborg Evrópu 2014 Gerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar. Boðið er upp á flug eingöngu eða

Riga í Léttlandi - Allt árið

RIGA Menningarborg Evrópu 2014

Gerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar. Boðið er upp á flug eingöngu eða pakkaferðir með og án afþreyingar. Flogið er tvisvar í viku allt árið og 3 - 4 sinnum í viku tímabilið mai- okt.

Riga er meira en 800 ár gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin - söfn eða fallegar byggingar, listaviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði - þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta samsafn af Art Noveau eða Jugend byggingalist. Þá er næturlíf Riga orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að.

Eftir að hafa verið undir erlendu hervaldi í um 700 ár var Lettland fullvalda ríki 1991. Síðan þá hefur landið þróast hratt og miðpunkturinn í þeirri þróun er höfuðborgin Riga með um 750.000 íbúum, sú stærsta í Eystrasaltslöndunum. Áður en Sovétríkin hertóku Lettland var Riga ein af áhrifamestu viðskiptaborgum Norður Evrópu. Borgin er staðsett við Daugava ánna beggja vegna sem skilur borgina i tvo hluta, gamla bæinn og þann nýja eða Pardaugava. Fjórar brýr tengja borgarhlutana saman. Áin Daugava var fyrr á öldum mikilvæg fyrir víkingana, þar þeir byrjuðu sína yfirreið í austurátt

Gamli bærinn í Riga er á minjaskrá UNESCO þar sem minjar borgarinnar þykja þvílíkar gersemar. Auðvelt er fyrir gangandi vegfarendur að komast á milli í gamla hluta Riga á steinilögðum strætunum þar sem sagan liggur í loftinu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja  St. Peter´s og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu

Í dag er Riga  nútímaborg  borg í örri þróun sem hefur margt að bjóða. Tónlist skipar þar veglegan sess, hvort sem er tónlistarhátíðir, þjóðlagatónlist eða nútíma danstónlist. Opin svæði eru víða með fallegum görðum og vel hefur tekist til við að samræma náttúruna og byggðina í kring.

Nánar um Lettland

www.liveriga.com/en/

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya