Gisting

Heimilisfang: Ignacio Agramonte No. 267, Habana Vieja, La Habana Símanúmer: + N/A Hótelið var upphaflega heimili auðugrar kúbverskrar fjölskyldu, síðar

Hótel Plaza Havana 4*

Heimilisfang: Ignacio Agramonte No. 267, Habana Vieja, La Habana
Símanúmer: + N/A


Hótelið var upphaflega heimili auðugrar kúbverskrar fjölskyldu, síðar aðalskrifstofa áhrifamikils dagblaðs á Kúbu en síðan breytt í núverandi hótel og mun fagna fljótlega 100 ára afmæli sínu sem bygging.

Albert Einstein gisti eitt sínn á hótelnu og hreifst af vel útilátnu hlaðborði þess en aðrir nafntogaðir gestir eru m.a Isidora Duncan og Babe Ruth en svíta númer 216 er hálfgert Mekka unnenda hafnarboltans í dag.

Innviðir hótelsins hafa lítið breyst frá því að það var byggt og strax við komu upplifa gestir gamalt verklag og handverk þegar þeir virða fyrir sér upphaflegar og litríkar flísarnar á gólfinu, hvítar burðarsúlurnar sem halda uppi skreyttu loftinu nú eða steinda glerið yfir lobbý barnum og gosbrunninn þar. Íburðurinn er mikill á jarðhæðinni enda ætlað það í upphafi að heilla gesti þá sem sóttu upphaflega eigendur hússins og er vel að enn í dag skuli slíkt henda.

Herbergin á hótelinu eru rúmgóð og hafa nokkur þeirra eigin svalir. Fjöldi herbergja er 188 alls. Herbergin eru látlaus í innréttingu en litrík og björt. Húsgögn eru úr dökkum við. Baðherbergin eru nútímaleg og rúmgóð. Þau herbergi sem snúa út að götu eru aðeins stærri en þau sem snúa inn að garði. Á hverju herbergi er loftræsting, sími, sjónvarp með gervihnattarásum, öryggisboxi, hárþurrku, mini-bar og herbergisþjónustu. ATH. Rafmagn er 110 volt og þarf að hafa straumbreyti fyrir öll rafmagnstæki frá Íslandi.

Hótelið býður upp á ýmsa þjónustu s.s lobbý barinn, hlaðborð og veitingastað með A La Carté seðli, gjafavöruverslun, gallerí, bókunarþjónustu fyrir ferðir út frá hótelinu, bílaleigu, barnapössun, gjaldeyrisskipti, aðgang að interneti í almennu rými og svo auðvitað hinn rómaða Bar Solarium sem er á þaki hótelsins. Athugið að sumt af þjónustu hótelsins sem talið hefur verið hérna upp getur verið gjaldtekið og því gott að kynna sér það í upphafi dvalar.

headerheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya