Flýtilyklar
Aðeins um ferðina

Eftir kennslu á daginn er margt í boði sem hver og einn velur við sitt hæfi. Auk
þess sem úrvalið er mikið og gott er verðlagið líka hagkvæmt. Við að sjálfsögðu hvetjum okkar farþega til að skoða
Havana á meðan dvölinni stendur.
Þá verður í boði á fá einkatíma fyrir þá sem
það vilja en áætlað kennslugjald per klst. eru ISK 1.200 sem greiðist beint til kennara en ekki er hægt að borga með korti.
Ferðinni er ætlað það hlutverk að sameina tækifæri bæði fyrir
byrjendur sem lengra komna til þess að ná betri valdi á Salsa dansinum í þessu rómaða umhverfi þar sem takturinn og hrynjandinn bæði
í tónlistinni sjálfri sem og dansinum er sjálfsagður hluti af tilverunni.
Þá er ferðin einnig frábært tækifæri til þess að kynnast
Kúbu eins og hún er í dag og áður en lífið og umhverfið þar breytist frá því sem nú er. Notaðu
tækifærið og heimsæktu ekta vindlaverksmiðju, skoðaðu söfnin í Havana, taktu einkatíma í Afró - Kúbverskum dansi til
viðbótar, upplifðu heimsókn til kínverks / kúbverks nálastungulækni, röltu um á markaðinum, prófaðu ökuferð
í einum af þessum sjarmerandi gömlu bílum sem setja svo mikin svip á lífið, kíktu í " guagua " (strætó), sestu og hvíldu
fæturna á litlu og notanlegu kaffihúsi eða láttu valkvíða yfir úrvali veitingastaðanna hrella þig.
Kúba er einstök og enginn gleymir henni sem hana sækir heim. Settu smá Salsa krydd í
tilveruna og taktu með þér dansskóna í sólina :)
Nánari upplýsingar um Ferðadag og flugfyrirkomulag verður birt síðar ásamt verði.
Herbergistegund | Fullt verð | |
Eins manns herbergi | Í vinnslu | |
Tveggja manna herbergi | Í vinnslu |
Innifalið í verði er:
Flug frá Íslandi til Bretlands og þaðan áfram til Kúbu og tilbaka ásamt
öllum sköttum og gjöldum
Akstur til og frá flugvelli á Kúbu
Hótelgisting í London 3 stjörnur ásamt morgunverði
Hótelgisting í Havana 4 stjörnur ásamt morgunverði
Salsakennsla á meðan ferð stendur sbr. Ferðalýsing
Íslensk fararstjórn
ATH. Boðið er upp á mjög góð greiðslukjör en hægt er að fá vaxtalaust kreditkortalán til 9 mánaða þar sem fyrsta greiðsla er eftir 3 mánuði og 6 gjalddagar til greiðslu. Staðfestingargjald þarf að greiða sérstaklega við skráningu per mann ef ferðakostnaður er ekki skuldfærður á greiðslukort en að lágmarki þarf að borga krónur 50.000 fyrir hvern þátttakenda.
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði
Áskrifendur Stöðvar 2 njóta sérstaks
Vildarverðs í þessari Sérferð hjá okkur.
Til að skrá
sig í ferðina er hægt að smella á takkann hér fyrir ofan
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.