Flýtilyklar
Skoðunarferðir
Dubrovnik bæjarferð
Þessi ferð sýnir fegurð Dubrovnik í hnotskurn bæði er gengið og hluti er farinn í rútu. Staðsetning hennar er líka einstök við sjóinn. Þegar við förum inní gamla hlutann förum við aftur í tíma og rúmi. Við munum rölta um gamla hlutann sem á sér ekki sinn líka, sjáum staðina þar sem sjónvarpsserían Games of Thrones var tekin. Förum um þröngar göturnar, kynnumst menningu og sögu borgarinnar. Sjáum borgarhliðið og hina miklu borgarveggi sem umlykja borgina. Skoðum hinar stórkostlegu og fornu byggingar sem setja svo mikinn svip á borgina. Þekkt kennileiti eins og Franciscan klaustrið, D´Onofrio brunnurinn og Rector höllinn verða á vegi okkar Það er ekki ofsögum sagt að ferð um borgina gerir mann agndofa.
Timi: Hálfur dagur
Dagsetning:
Innifalið: Isl. Farastjóri, innlendur fararstjóri og rúta
Verð
Svartfjallaland - Montenegro
Svartfjallaland er ekki nema í um klukkutíma keyrslu frá Dubrovnik. Náttúfegurð er þar mikil, skógi vaxin fjöll renna nánast niður á fagra ströndina. Landið er rikt af sögu og menningararfleifð er þar mikil. Kotor flóinn er einstakur, umlukin fjöllum og svo er sjórinn á einn vegu. Innst i flóanum eru Risan og Kotor, þar má finna elstu byggðu ból okkar menningu , allt frá tímum Illyrian, Rómverja og Kristinnar manna. Stutt bátsferð frá Baroque bænum Perast tekur okkur til annarar af tveimur eyjum í flóanum. Þar munum við skoða kirkju “ Our Lady of the Rocks” og þar inni er safn af einum af fegurstu veggjarmyndum sem finna má í Evrópu.
Bærinn Kotor sem ber sama nafn og flóinn er á minjaskrá Unesco og er einn best varðveittasti miðaldabær í Evrópu. Þar hefur tíminn að miklu leyti staðið í stað þar gefst okkur timi til að skoða okkur um áðurn en haldið er tilbaka til Dubrovnik.
Ferð okkar um Svartfjallaland sýnir okkur fegurð þess á einstakan hátt, menningu og fólkið sem þar býr.
Timi: Heill dagur
Dagsetning:
Innifalið: Isl. farastjóri, innlendur fararstjóri, rúta, bátsferð og aðgangur í kirkju.
Verð
Dalmatia - sveitasæla
Við hefjum yfirreið okkar um Dalmatiu svæðið sem er rómað fyrir fegurð. Við keyrum sem leið liggur eftir Dalmatiu ströndinni, meðfram Adriahafinu og er ferðinni heitið til Orasac sem er ævaforn og fallegur bær, en þar má finna m.a. mikið af gömlum kirkjum t.d kirkju St Nicholas frá árinu 1250. Húsin í miðbænum eru byggð mjög nálægt hvoru öðru, en það var aðferð notuð til að verjast sjóræningjum. Má rekja má aldur bæjarins allt til ársins 1040 e.Kr. Dalmatia strandlengjan sem slík er ein sú fallegasta sem um getur, tær sjórinn og skógi vaxnar hlíðar með litum þorpum. Bærinn Orasac er frægur fyrir olífurækt en við munum við sjá hvernig olífuolían er unnin uppá gamla mátann, en öll erfiðisvinnan í myllunni þar sem framleiðslan fer fram er unnin af hestum. Einnig mun okkar gefast kostur á að smakka osta og vín frá heimamönnum. Frá Orasac höldum við til Ston „ostru höfuðborgar“ Króatíu . Það sem fyrst verður á veginum er gríðarmikill veggur sem umlykur bæinn, en það var byrjað á honum 1317 og lauk verkinu ekki fyrir en á 16 öld. Þetta eru næst lengstu varnarveggir i heiminum á eftir Kina múrnum.
Bærinn var hernaðarvirki fyrr á öldum. Þarna eru lika svokallaðar saltpönnur sem voru notaðar fyrr á öldum en salt er ennþá framleitt i bænum. Báðir bæirnir hafa haldið sinum sjarma frá fyrri tíð, gamlar byggingar, þröngar götur og andi hins gamla tíma svífur yfir vötnum. Við munum rölta um og kynnast gamla tímanum. Kynnast jafnframt ostru og kræklingarækt heimamanna. Við kynnumst því matar menningu svæðisins frá fyrstu hendi og að lokum fáum við sjávarrétta disk á einu af veitingahúsum heimamanna áður en haldið er tilbaka.
Timi: Hálfur dagur
Dagsetning:
Innifalið: Isl. farastjóri, innlendur fararstjóri, rúta, bátsferð og aðgangur í kirkju.
Verð
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest