Flýtilyklar
Dubrovnik

Dubrovnik - perlan við Adríahafið.

Borgin Dubrovnik er talin ein fegursta borg veraldar og má rekja upphaf hennar allt til 7.aldar. Þá er borgin meðal annars vettvangur hinna vinsælu sjónvarpsþátta Games of Thrones.
Georg Bernard Shaw, rithöfundurinn heimsfrægi sagði: „ ef þú vilt upplifa himnaríki komdu til Dubrovnik“
Perla Adriahafsins hefur heillað kónga, listamenn og flest alla sem þangað koma i aldaraðir. Borgin er þekkt fyrir ógnarmikla steinveggi sem umlykja borgina eða 1.940 metra. Gríðarlega fagrar byggingar og hinn mismunandi byggingastil, svo sem Baroque, Renaissance og Gothic. Sagan er þarna á hverju götuhorni, söfn, menningarhátiðir, galleri, listamenn - nefndu það.
Dubrovnik er staðsett í suðurhluta Króatíu eða við Adríahafið. Veður er þar gott nánast allt árið en á tímabilinu september til október má búast við um og yfir 20 C.
Allt umhverfi borgarinnar er töfrum líkast, kristaltær sjórinn eyjarnar á úti fyrir ströndum og skógi vaxnar hliðarnar. Fallegar strendur eru við borgina, enda er hún ekki síður vinsæl sem sólarlandastaður. Þá má nefna að borgin er að sjálfsögðu á minaskra UNESCO. Undanfarið hefur borgin öðlast enn meiri frægð sem tökustaður fyrir Games of Thrones enda fellur miðaldaumhverfi borgarinnar vel að þessum þáttum.
Umhverfið býður upp á mikla möguleika fyrir ferðmannninn þar sem nattúrfegurð er mikil. Má nefna þjóðgarða, siglingu á Adríahafinu, eyjahopp, stutt er til Svartfjallalands, fögur sveithéruð, gönguferðir ífallegu umhverfi, þá er hægt að fara með kláf upp á fjallstoppinn við borgina og margt fleira. Úrval er af veitingastöðum, verslunum, kaffihúsum og öðru þvi sem ferðamaðurinn þarfnast
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest