Hotel Imperial 4*

Rynek 26 / Wiślna 2, 31-007 Kraków Símanúmer: + 48 12 422 40 52 Hotel Imperial er staðsett nálægt við aðaltorg bæjarins, Main Market Square og er

Hotel Imperial 4*

Rynek 26 / Wiślna 2, 31-007 Kraków

Símanúmer: + 48 12 422 40 52

Hotel Imperial er staðsett nálægt við aðaltorg bæjarins, Main Market Square og er örstutt frá hótelinu í helstu kennileiti Krakow borgar. 

Hótelið sem er 4* er í virðulegu gömlu húsi frá 15. öld og býður upp á ljúfan sjarma fyrri tíma þótt innviði þess hafa verið uppfærð til nútímaþæginda sem ferðalangar gera til gistingar í dag.

Hótelið er í minna kanti og hefur aðeins 33 herbergi. Öll herbergin eru með sér baðherbergi, loftræstingu, kaffiborð ásamt búnaði, öryggishólf, skrifborð, sjónvarpi og herbergjaþjónustu. Frítt net er á hótelinu og í öllum herbergjum.

Morgunverður er innifalinn í okkar verði til gesta. Morgunverður er á fyrstu hæð rétt við móttöku og er opinn frá 7 - 11 alla daga.

Gestamótakan er á fyrstu hæð einnig og þar er aðgangur að tölvu fyrir þá sem það þurfa. Starfsfólkið er sérlega hljálpsamt og viðmót notanlegt.

Veitingarekstur er á jarðhæð hótelsins og þar mælum við eindregið með því að prófaður sé þessi frábæri ítalski veitingastaður sem heitir La Grande Mamma, en maturinn þar er einstaklega góður fyrir þá sem elska ítalskt og verðlag alveg frábært.

Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya