Flýtilyklar
Aðeins um ferðina
KRAKOW Í PÓLLANDI
Gerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar. Flogið er allt árið, tvisvar í viku. Boðið er upp á flug eingöngu eða pakkaferðir með og án afþreyingar. Flogið er alla miðvikudaga og sunnudaga til borgarinnar Katowice og þaðan ekið í rútu til Krakow (akstur í rútu aðeins fyrir hópa).
Varðandi fyrirspurnir sendið okkur tölvupóst á info@transatlantic.is
Krakow er í einu orði stórkostleg borg, ein fallegasta borg Póllands þó víðar væri leitað. Hún er með eldri borgum Póllands og sú næst stærsta. Krakow er staðsett á bökkum Vistula árinnar í Lesser heraði við landamæri Tékklands og var i árhundruðir höfuðborg Póllands. Má rekja sögu Krakow aftur til 7. aldar, svo gömul er hún.

Krakow geymir 25% af öllum safngripum pólsku þjóðarinnar og er heimsókn til Krakow þvi stefnmót við glæsilegasta timabil í sögu Póllands.
Gamli bærinn er einstakur útaf fyrir sig, ásamt Wavel kastala og Kazimierz hverfinu var hann fyrstur á lista minjaskrár UNESCO árið 1978 ásamt t.d pýrmidunum í Egyptalandi og veggnum mikla í Kina. Í dag eru yfir 900 staðir og minnismerki á þessum lista.

Krakow hefur lengi verð mistöð mennta, menningar og lista í Póllandi. Árið 965 var Krakow þegar orðin mikil verslunarborg. Með tilkomu háskóla og ýmissa menningarviðburða á 20. öldinni varð Krakow öflug mennta og menningarborg i Evrópu. Í dag er hún 760.000 manna borg.
Krakow er borg andstæðna. Hún er rík af menningu, listum, glæstum arkitektur og sögulegri arfleigð og á sama tima opin fyrir nýjungum og framsæknum hugsunum. Borgin er ævaforn en jafnframt nútímaborg með öllu því sem fylgir.
Krakow hefur margt uppá að bjóða fyrir ferðamanninn, áhugaverð söfn eins og Gyðingasafnið, Oskar Shindlers verksmiðjusafnið, Gestapo safnið, auk ýmisa safna með pólskri list.
Þá eru veitinga- og kaffihús með töluvert lægra verðlag sem við erum ekki vön og það sama má segja um verslanir, þar sem finna má flest allt sem hugurinn girnist. Það er þó borgin sjálf, hinar glæstu byggingar frá fyrri timum og umhverfið sjálft sem mesta athyglina fær. Má nefna aðaltorg borgarinnar i gamla bænum sem er frá 13 öld, gottnesku dómkikrkjuna St. Mary Basilica, ráðhúsið og Wavel kastala. Þá eru fallegir garðar staðsettir í borginni eins og Planty garður.

Þá er um að gera að rölta um þröngar götur borgarinnar í gamla bænum og láta hugann reika.
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Skoðunarferðir í boði
Lágmarksþátttaka er 15 manns í allar ferðir. Panta verður með amk. 10 daga fyrirvara áður en farið er frá Íslandi til að vera öruggur með að komast í ferðirnar.

Skoðunarferðir um Krakow
Lengd: 4 tímar
Innifalið. Fararstjóri, aðgangur að St.Mary kirkjunni og konunglegu dómkirkjunni
Hálfsdags gönguferð um Krakow. Við skoðum helstu staði og kennileiti gamla bæjarins. Til að kynnast borginni sem best er hentugast að fara fótgangandi, þar verður ekki við komið bifreiðum svo vel sé.
Við skoðum m.a. aðal markaðstorgið (Main Market Square), Cloth höllina. St. Mary kirkjuna (inngangur), gamla háskólasvæðið, miðaldarvirkið Dreka Wawel kastala, konunglegu Wawel hæðina og Wawel kastala sem talinn er ein glæsilegasta bygging í Póllandi en þar voru pólsku kóngarnir kryndir og jarðaðir. Árið 1978 var kastalinn settur á minjaskrá UNESCO. Wawel Dómkirkjan hefur á bak við sig 1.000 ára sögu, en þar fóru fram ýmsar konunglegar athafnir í gegnum aldirnar og þar fengu helstu merkismenn landsins sín lokaorð, svo sem skáld, biskupar og dýrlingar. Gamli bærinn lætur engann ósnortinn
/https://public-media.smithsonianmag.com/filer/Auschwitz-gateway-631.jpg)
Langd: 7 tímar
Innifalið: Fararstjóri, rúta,aðgangur, ferð um svæðið
Við förum sem leið liggur frá hóteli okkar i Krakow til hinna almræmdu Auschwitz útrýmingarbúða, svo kallað Auschwitz-Birkenau safnið. Staður þar sem hræðilegir atburðir áttu sér stað i Seinni Heimstyrjöldinni, staður þar sem milljónir manna voru myrtar af nasistum.
Safnið hefur orðið tákn fyrir þann hrylling og þjóðarmorð sem nasistar stóðu fyrir á árnum 1940-1944. Útrýmingabúðirnar voru settar á laggirnar árið 1940 í útjaðri bæjarins Auschwitz sem var innlimaður i Þriðja Ríkið. Þetta er ferð sem aldrei gleymist.

Langd: 4-5 tímar
Innifalið: Fararstjóri, rúta, aðgangur að námunni
Við keyrum til Wieliczka saltnámunar sem eru staðsettar við samnefndann bæ en þær eru á lista0 UNESCO, svo merkilegar þykja þær.
Námunar eru mjög vinsælar fyrir ferðamenn en þangað komu 1,7 milljóm manns á siðasta ári. Námurnar ná niður á 327 metra dýpi og eru 287 km langar. Farið er um neðanjarðarganga, hellar verða á vegi okkar og allskonar form og myndanir úr saltinu.
Saltið i grjótinu hefur myndað mismunandi og falleg form, við sjáum skúlptúra sem myndaðir hafa verið i bergið, en hitastig er um 14-16 gráður Celsius. Í raun erum við að fara í spennandi ferð sem tekur okkur neðanjarðar um allskonar skúmaskot.