Krakow

hópferðir,hópaferðir,fyrirtækjaferð,útskriftarferð,ferðaskrifstofa,akureyri,ibiza,mexico,portugal,albania,

Aðeins um ferðina

KRAKOW Í PÓLLANDI


Gerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar. Flogið er allt árið, tvisvar í viku. Boðið er upp á flug eingöngu eða pakkaferðir með og án afþreyingar. Flogið er alla miðvikudaga og sunnudaga til borgarinnar Katowice og þaðan ekið í rútu til Krakow (akstur í rútu aðeins fyrir hópa).

Varðandi fyrirspurnir sendið okkur tölvupóst á info@transatlantic.is


Krakow er í einu orði stórkostleg borg, ein fallegasta borg Póllands þó víðar væri leitað. Hún er með eldri borgum Póllands og sú næst stærsta. Krakow er staðsett á bökkum Vistula árinnar í Lesser heraði við landamæri Tékklands og var i árhundruðir höfuðborg Póllands. Má rekja sögu Krakow aftur til 7. aldar, svo gömul er hún. 



Krakow geymir 25% af öllum safngripum pólsku þjóðarinnar og er heimsókn til Krakow  þvi stefnmót við  glæsilegasta timabil í sögu Póllands.

Gamli bærinn er einstakur  útaf fyrir sig, ásamt Wavel kastala og Kazimierz hverfinu var hann fyrstur  á lista minjaskrár UNESCO árið 1978 ásamt t.d pýrmidunum í Egyptalandi og veggnum mikla í Kina. Í dag eru yfir 900 staðir og minnismerki á þessum lista. 



Krakow hefur lengi verð mistöð mennta, menningar og lista í Póllandi. Árið 965 var Krakow þegar orðin mikil verslunarborg. Með tilkomu háskóla og ýmissa menningarviðburða á 20. öldinni varð Krakow öflug mennta og menningarborg i Evrópu. Í dag er hún 760.000 manna borg.

Krakow er borg andstæðna. Hún er rík af menningu, listum, glæstum arkitektur  og sögulegri arfleigð og á sama tima opin fyrir nýjungum og framsæknum hugsunum. Borgin er ævaforn en jafnframt nútímaborg með öllu því sem fylgir.

Krakow hefur margt uppá að bjóða fyrir ferðamanninn, áhugaverð söfn eins og Gyðingasafnið, Oskar Shindlers verksmiðjusafnið, Gestapo safnið, auk ýmisa safna með pólskri list. 

Þá eru veitinga- og kaffihús með töluvert lægra verðlag sem við erum ekki vön og það sama má segja um verslanir, þar sem finna má flest allt sem hugurinn girnist. Það er þó borgin sjálf, hinar glæstu byggingar frá fyrri timum og umhverfið sjálft sem mesta athyglina fær. Má nefna aðaltorg borgarinnar i gamla bænum sem  er frá 13 öld, gottnesku dómkikrkjuna St. Mary Basilica, ráðhúsið og Wavel kastala. Þá eru fallegir garðar staðsettir í borginni eins og Planty garður. 



Þá er um að gera að rölta um þröngar götur borgarinnar í gamla bænum og láta hugann reika.

Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya