Siðvenjur

Umgengnis- og siðvenjur í Kínverja • Þjórfé Viðhorf Kínverja hefur breyst í þessum efnum. Í dag þykir alveg sjálfsagt að gefa bílstjórum (2 USD),

Siðvenjur

Umgengnis- og siðvenjur í Kínverja

• Þjórfé
Viðhorf Kínverja hefur breyst í þessum efnum. Í dag þykir alveg sjálfsagt að gefa bílstjórum (2 USD), leiðsögumönnum (3 USD) og töskuberum (1 USD) þjórfé. Hins vegar er ekki venja að gefa þjórfé á veitingastöðum og hótelum. Þar er þjónustan oftast innifalin í verðinu.
 
• Líkamssnertingar
Kínverjar bera lítið tilfinningar sínar á torg. Þeir heilsast með léttu handabandi og hvorki kyssast né faðmast á opinberum vettvangi. 

• Augnsamband
Á Vesturlöndum er venjan sú að horfa í augun á þeim sem talað er við. Slíkt er ekki talið viðeigandi í Kína og víða í Asíu. Kínverjar telja beint augnasamband ögrandi og jafnvel ógnverkjandi. Ástæðan kann að vera sú að kínverskt samfélag er í eðli sínu mjög stéttskipt og valdboð hafa ávallt komið að ofan. Sú hefð hefur skapast að þeir sem eru lægra settir horfi ekki í augun á þeim sem standa þeim ofar.  

• Að lúta höfði – hneigja sig
Að lúta höfði eða hneigja sig er hin hefðbundna kínverska kveðja. Það er þó orðið algengara að fólk heilsist með handabandi. Þó er betra að bíða eftir því að að þér sé rétt höndin – ekki taka sjálfur/sjálf frumkvæðið.

• Að ná athygli einhvers
Ef þú vilt ná athygli einhvers þá telst það vera argasti dónaskapur að veifa viðkomandi með fingri sem snýr upp. Betra er að veifa honum með fingri sem snýr niður – eins og þú sért að sópa þeim til þín. Þetta er líka gert þegar leigubílum er gefið merki um að stoppa.

• Borðsiðir og borðhald
o Ýmsir borðsiðir gilda í Kína sem vert er að hafa í huga þegar landið er heimsótt. Kínverjar kjósa hringlaga borð frekar en ferköntuð langborð þar sem þau fyrrnefndu bjóða upp á að fleiri sitji í kringum þau og mismuna ekki fólki eftir félagslegri stöðu þeirra. Það er nefnilega þannig í annars mjög stéttskiptu samfélagi Kínverja að meðan á máltíð stendur þá eru allir jafnir og fjölskyldan skiptist á að ræða málin. Hins vegar þegar um er að ræða formlegri samkomur þá situr heiðursgesturinn ávallt lengst frá ganginum. Það á að tryggja að heiðursgesturinn sé ekki truflaður þegar þjónustufólkið er að bera inn nýja rétti.
o Þegar stangað er úr tönnunum innan um fólk þá telst það almenn kurteisi að halda fyrir munninn með annarri höndinni.
o Ef borðað er í hóp af sameiginlegum diskum – sem er venja í Kína – þá má alls ekki nota sína eigin prjóna eða skeið til að taka mat af sameiginlegum diskum. Þá ber að nota þá skeið sem fylgir hverjum diski.
o Að málsverði loknum þá má aldrei stinga matarprjónunum ofan í hrísgrjónaskálina þannig að þeir vísi upp á við. Slíkt er einungis gert í hofum Kínverja og þá til að sýna forfeðrunum virðingu, gefa þeim mat – fórnarathafnir. Ef þú gerir slíkt á veitingastöðum kallar þú bölvun yfir eigandann. Best er því að setja matarprjónana við hliðina á hrísgrjónaskálinni að máltíð lokinni.
o Í Kína telst það ekki vera kurteisi að klára allt af diskunum því það bendir til þess að þú hafir ekki fengið nóg. Ávallt ber því að skilja eitthvað smá eftir.
o Ýmsir borðsiðir sem teljast vera slæmir á Vesturlöndum eru viðurkenndir í Kína. Til dæmis er í lagi að skyrpa beinum á matarborðið, sötra súpuna og reykja á meðan á máltíð stendur.
o Í kínverskum matarboðum endar máltíðin oft á fiskrétti. Þetta hefur táknrænt gildi þar sem orðið fyrir fisk á kínversku er yu og merkir það sama og gnægð eða afgangur. Er þá með þessu verið að óska gestinum velfarnaðar í framtíðinni. Þessi síðasti réttur er aldrei borðaður því þá væri verð að gefa til kynna að matargestir hefðu ekki fengið nóg af borða.

 Að heilsast og kveðjast – samræður
o Gestum frá Vesturlöndum þykja Kínverjar við fyrstu sýn ruddalegir og tala frekar hátt – alveg eins og þeir séu að rífast. Það telst þó vera almenn kurteisi í Kína að tala lágt og lúta aðeins höfði.
o Mikilvægt er að heilsa og kveðja á réttan hátt í Kína. Þegar ókunnugir hittast þá er venjan að heilsa með orðunum Ni hao (mandarínska). Í raun merkir þetta að þér líði vel.

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya