Ferðalýsing

Dagur 1 03 Júní - Þriðjudagur Flug frá Íslandi til Ítalíu og lent á Malpensa flugvelli / Milanó. Þaðan ekið á hótelið og kvöldverður reiddur fram fyrir

Ferðalýsing


Dagur 1 03 Júní - Þriðjudagur
Flug frá Íslandi til Ítalíu og lent á Malpensa flugvelli / Milanó. Þaðan ekið á hótelið og kvöldverður reiddur fram fyrir gesti.

Dagur 2 04 Júní - Miðvikudagur
Morgunverður. Svo hittum við enskumælandi leiðsögumann okkar sem kemur til með að stýra gönguferð dagsins. 
Gengið er frá Levanto upp að smá þorpi norðanvert sem heitir Monterosso. Byrjað er á því að rölta um bæinn Levanto, síðan er gengið upp Punta Mesco og Sant Antonio en þaðan er ótrúlega fallegt útsýni og loks komið til Monterosso. Farið er tilbaka á okkar hótel með lest.
Göngutími er cirka 2,5 - 3 klst.
Tegund: Auðvelt

Dagur 3 05 Júní - Fimmtudagur
Morgunverður. Við hittum aftur okkar leiðsögumann og förum ásamt honum með lest aftur til Monterossoa en þaðan göngum við slóð / leið sem er kölluð Sentiero Azzurro sem tengir öll 5 þorpin sem mynda Cinque Terre.
Göngutími cirka 2,5 klst.
Tegund: Auðvelt

Dagur 4 06 Júní - Föstudagur
Morgunverður. Í dag förum við með lest til Manarola til að upplifa og ganga þekktustu gönguleiðina á svæðinu sem heitir Sentiero dell Amore - Ástarslóðin.
Eftir gönguferðina ræður hver og einn hvort hann / hún vill tylla sér niður og fá sér ekta ítalskt expresso nú eða klifra aðeins upp hæðina í viðbót með okkar leiðsögumanni.
Göngutími er cirka 2,5 klst
Tegund: Miðlungs

Dagur 5 07 Júní - Laugardagur
Morgunverður. Frjáls dagur.

Dagur 6 08 Júní - Sunnudagur
Morgunverður. Okkar ágæti leiðsögumaður hittir okkur eftir morgunverðinn og í dag liggur fyrir að ganga um á milli þekktra vínekra og svæða í Cinque Terre með óviðjafnanlegu útsýni af nærliggjandi strönd svæðisins. Við göngum upp að Volastra og þaðan upp hæðina áfram til Manarola. Farið er tilbaka á hótelið með lest.
Göngutími er cirka 3 klst
Tegund: Miðlungs

Dagur 7 09 Júní - Mánudagur
Morgunverður. Í dag tökum við lestina til La Spezia og förum þaðan með skipti til eyjarinnar Palmaria sem er stærsta eyjan í Ligurian og þekkt um víða veröld fyrir mikla og fallega náttúru, skóga og fornar menjar.
Rölt er um svæðið undir góðri leiðsögn okkar ágæta leiðsögumanns og farið aftur í lok dags heim á hótel sömu leið.
Göngutími er cirka 3 klst
Tegund: Miðlungs

Dagur 8 10 Júní - Þriðjudagur
Morgunverður. Við eigum frjálsa stund þar til lagt er af stað frá hótelinu út á flugvöll aftur til að fara í flugið heim til Íslands.

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya