Hotel Carla - Levanto

Carla Hotel sem er fallegt 3 stjörnu hótel rekur sögu sína aftur til ársins 1960 og leggur metnað sinn í að bjóða gestum sínum upp á afslappað andrúmsloft

Carla Hotel 3*

Carla Hotel sem er fallegt 3 stjörnu hótel rekur sögu sína aftur til ársins 1960 og leggur metnað sinn í að bjóða gestum sínum upp á afslappað andrúmsloft á sama tíma sem hótelið státar af fallegum innréttingum og góðum mat.

Hótelið er staðsett stutt frá lestarstöðinni og aðeins örstutt frá ströndinni sjálfri. Hótelið hefur 33 herbergi sem öll eru með þráðlausu neti, gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólfi og sér baðherbergi. Þá eru sum þeirra einnig með prívat svalir með fallegu útsýni yfir bæinn Levanto.

Að auki á eftirtalið við um þetta hótel:
 • Loftræsting á öllum herbergjum
 • Loftræsting  á almennum svæðum
 • Lyftur
 • Fallegur garður
 • Reyklaust hótel
 • Nýlega endurnýjað
 • Þvottaþjónusta
 • Herbergisþjónusta frá morgni fram eftir kvöldi
 • Töskugeymsla
 • Dagblöð
 • Upplýsingar fyrir ferðamenn
 • Frítt eintak af bæjarkortinu
 • Enskumælandi starfsfólk
 • Móttaka - faxþjónusta
 • Aðstoð vegna dvalar á strönd
 • Lestrar- og bókaherbergi
 • Sjónvarpsherbergi
 • Bar og Veitingastaður
headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya