Ferðalýsing

Ferðin okkar eru 9 nætur og 10 dagur í landi hinnar rísandi sólar - Japan ásamt einni nótt og hálfum frjálsum degi í Helsinki í Finnlandi Dagur 1 - 11

Ferðalýsing 11 - 22 Apríl 2016

Ferðin okkar eru 9 nætur og 10 dagur í landi hinnar rísandi sólar - Japan ásamt einni nótt og hálfum frjálsum degi í Helsinki í Finnlandi

Dagur 1 - 11 Apríl
Flogið frá Íslandi til Helsinki í Finnlandi og áfram þaðan til Japans.

Dagur 2 - 12 Apríl
Komið til Narita flugvallar í Tokyo þar sem okkar samstarfsaðili í Japan er mættur með rútu til að sækja okkur og keyra á hótel. Restin af deginum er frjáls dagur en valkostur er um ferð til Akihabara sem er þekkt gata í Tokyo með úrval raftækja og vara. Við komum snemma til borgarinnar og herbergin verða ekki laus fyrir innritun fyrr en seinni partinn og því upplagt að skoða sig aðeins um.

Dagur 3 - 13 Apríl
Eftir morgunverð skoðum við borgina, bæði efri og neðri hluta hennar og förum m.a upp í Tokyo Sky Tree sem er 634 mtr hár sjónvarpsturn, skoðum Meiji Shrine, Imperial Palace, Ginza svæðið og Asakusa með gönguferð um Nakaminse stræti. Hádegisverður innifalinn. Gistum áfram í Tokyo

Dagur 4 - 14 Apríl
Eftir morgunverð frjáls dagur. Valkostur er að upplifa hina hefðbundnu japönsku te hefð. Hádegisverður og kvöldverður að eigin vali og á eigin kostnað. Gistum áfram í Tokyo

Dagur 5 - 15 Apríl
Eftir morgunverð keyrum við til Hakone þjóðgarðarins. Skoðum heita hveri (Oowakudani) ásamt þeirri aðstöðu sem þar er að finna og ef veður leyfir sjáum við hið heilaga fjall Fuji. Gistum áfram í Tokyo

Dagur 6 - 16 Apríl
Eftir morgunverð göngum við frá farangri sem verður sendur áfram á næsta hótel en tökum með okkur það allra helsta fyrir gistingu þess á milli í eina nótt. Förum frá Tokyo til Hiroshima þar sem við borðum hádegisverð. Síðan er skoðunarferð um Hiroshima þar sem við förum einnig í ferju til Miyajima, skoðum Itsukushima Shrine og flr. Tékkum okkur svo inn á hótel en um kvöldið er Ryokan málsverður. Gistum í Hiroshima.

Dagur 7 - 17 Apríl
Eftir morgunverð sem er Ryokan, skoðum við borgina áfram þ.á.m Friðargarðinn og safnið og loks Hiroshima kastala. Hádegisverður á eigin kostnað. Síðan förum við á lestarstöðina Shinkansen Nozomi en með henni förum við til Kyoto. Kvöldverður á eigin kostnað. Gistum í Kyoto.

Dagur 8 - 18 Apríl
Eftir morgunverð tökum við fullan dag í að skoða Kyoto og Nara s.s Nijio kastala, Kingakuji gyllta pavilion og Temanngu Shrine. Eftir hádegisverðinn sjáum við Todaji hofið, Kauga Taisha Shrein og Nara Nagomikan. Kvöldverður á eigin kostnað. Gistum áfram í Kyoto.

Dagur 9 - 19 Apríl
Eftir morgunverð eigum við frjálsan dag í Kyoto. Valkostur er Kimono upplifun eða Maiko sýning um kvöldið ásamt kvöldverði. Gistum áfram í Kyoto.

Dagur 10 - 20 Apríl
Morgunverður. Frjáls dagur en valkostur um skoðunarferð fyrir þá sem vilja. Gistum áfram í Kyoto.

Dagur 11 - 21 Apríl
Morgunverður. Eftir frágang á hóteli ökum við til Kansai International flugvallarins í Osaka en þaðan fljúgum við með Finn Air aftur til Helsinki og erum að lenda þar rétt eftir 15:00. Ekið á hótel og frjáls dagur sem eftir er til að skoða sig aðeins um í þessari frændborg okkar.

Dagur 12 - 22 Apríl
Morgunverður. Við erum svo með flug rétt eftir hádegi til Keflavíkur og þá lýkur formlega þessari draumaferð okkar.
headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya