1 Upplýsingar og pöntun
Í ferðabæklingi okkar, verðskrá og öllum auglýsingum ferðaskrifstofunnar reynum við ávallt að tilgreina verð og allar upplýsingar sem snerta ferðina á greinargóðan og nákvæman hátt. Pöntun á ferð er bindandi samningur fyrir farþega og ferðaskrifstofuna, en þó því aðeins að ferðaskrifstofan hafi staðfest pöntunina skriflega tilbaka og farþegi hafi greitt tilskilið staðfestingargjald. Ef farþegi hefur sett fram sérstakar kröfur um aukaþjónustu skal það koma fram í sérsamningi aðila. Sé um að ræða pantanir fyrir hópa skal framlagður nafnalisti teljast skuldbindandi af hálfu farþega, en þó skal ferðaskrifstofan leyfa einstakar breytingar á nöfnun þeirra sem ferðast hafi slíkar breytingar ekki nein áhrif á heildarfjölda farþega viðkomandi hóps
2 Greiðslur
Áætlað verð ferðar, eins og það er á greiðsludegi, skal greitt samkvæmt auglýstum skilmálum ferðaskrifstofunnar og skulu ferðaskjöl sótt/afhent um leið og fullnaðargreiðsla ferðar hefur farið fram. Þó fá farþegar ávallt Bráðabirgðakvittun við greiðslu staðfestingargjalds eða innáborguna þar sem fram koma allar helstu upplýsingar sem lúta að þeirri ferð sem farþegi er að kaupa. Fullnaðargreiðslu skal vera lokið eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför en í einstaka tilfellum áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til þess að krefjast fullnaðarfrágangs með lengri tíma í brottför ferðar ef um leiguflug er að ræða og eða ef samningar við flugrekendur kalla á slíkt. Ferðaskrifstofunni krefst ávallt innáborgunar þegar pöntun er gerð og er sú upphæð breytileg eftir heildarverði og áfangastöðum. Slíkt staðfestingargjald endurgreiðist ekki þó farþegi afturkalli pöntun, óháð ástæðu eða ef ferðaskrifstofan riftir samningi vegna vanefnda farþega
3 Greiðslufrágangur
Þegar bókun (pöntun) er gerð í gegnum vefsvæði ferðaskrifstofunnar eða símleiðis er einungis hægt að greiða ferðakostnað að hluta eða öllu leyti með greiðslukorti. Sama gildir um staðfestingargjaldið ef einungis það er greitt í upphafi. Staðfestingargjald er ávallt minnst 30-50 þúsund krónur á farþega eða 25 % af heildarferðakostnaði hans ef sú tala er hærri en þó getur þessi fjárhæð verið breytileg milli einstakra seldra ferða. Farþegar geta einnig greitt inn á bókanir sínar í gegnum banka en þá þarf pöntun að fara fram hjá ferðaskrifstofunni. Við slíka bókunarleið bætist bókunargjald. Bókunarkerfi okkar minnir farþega á ógreiddar eftirstöðvar með ákveðnu millibili og gefst farþega kostur á því í sama pósti að nýta sér flýtileið til að ljúka sínum greiðslufrágangi á netinu
Farþegar í sumum tilfellum eiga kost á því að greiða heildarferðakostnað sinn með öðrum hætti ss. Vaxtalaus lán og Raðgreiðslusamningar. Vinsamlegast hafið samband við ferðaskrifstofuna til að fá frekari upplýsingar um þetta
4 Verð og verðbreytingar
Uppgefin verð ferðaskrifstofunnar miða við þá dagsetningu þegar pöntun er gerð eða þegar ferð er auglýst og kann að hækka / lækka ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþáttum:
- Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði
- Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu s.s. lendingargjöldum eða gjöld fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum
- Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð. Öll uppgefin verð eru miðuð við skráð gengi erlendra gjaldmiðla miðað við íslenskrar krónu þegar pöntun er gerð
Ferð sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu en þó ekki að fullu tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta. Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 14 dagana áður en ferð hefst
Í ferðabæklingi okkar, verðskrá og öllum auglýsingum ferðaskrifstofunnar reynum við ávallt að tilgreina verð og allar upplýsingar sem snerta ferðina á greinargóðan og nákvæman hátt. Pöntun á ferð er bindandi samningur fyrir farþega og ferðaskrifstofuna, en þó því aðeins að ferðaskrifstofan hafi staðfest pöntunina skriflega tilbaka og farþegi hafi greitt tilskilið staðfestingargjald. Ef farþegi hefur sett fram sérstakar kröfur um aukaþjónustu skal það koma fram í sérsamningi aðila. Sé um að ræða pantanir fyrir hópa skal framlagður nafnalisti teljast skuldbindandi af hálfu farþega, en þó skal ferðaskrifstofan leyfa einstakar breytingar á nöfnun þeirra sem ferðast hafi slíkar breytingar ekki nein áhrif á heildarfjölda farþega viðkomandi hóps
2 Greiðslur
Áætlað verð ferðar, eins og það er á greiðsludegi, skal greitt samkvæmt auglýstum skilmálum ferðaskrifstofunnar og skulu ferðaskjöl sótt/afhent um leið og fullnaðargreiðsla ferðar hefur farið fram. Þó fá farþegar ávallt Bráðabirgðakvittun við greiðslu staðfestingargjalds eða innáborguna þar sem fram koma allar helstu upplýsingar sem lúta að þeirri ferð sem farþegi er að kaupa. Fullnaðargreiðslu skal vera lokið eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför en í einstaka tilfellum áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til þess að krefjast fullnaðarfrágangs með lengri tíma í brottför ferðar ef um leiguflug er að ræða og eða ef samningar við flugrekendur kalla á slíkt. Ferðaskrifstofunni krefst ávallt innáborgunar þegar pöntun er gerð og er sú upphæð breytileg eftir heildarverði og áfangastöðum. Slíkt staðfestingargjald endurgreiðist ekki þó farþegi afturkalli pöntun, óháð ástæðu eða ef ferðaskrifstofan riftir samningi vegna vanefnda farþega
3 Greiðslufrágangur
Þegar bókun (pöntun) er gerð í gegnum vefsvæði ferðaskrifstofunnar eða símleiðis er einungis hægt að greiða ferðakostnað að hluta eða öllu leyti með greiðslukorti. Sama gildir um staðfestingargjaldið ef einungis það er greitt í upphafi. Staðfestingargjald er ávallt minnst 30-50 þúsund krónur á farþega eða 25 % af heildarferðakostnaði hans ef sú tala er hærri en þó getur þessi fjárhæð verið breytileg milli einstakra seldra ferða. Farþegar geta einnig greitt inn á bókanir sínar í gegnum banka en þá þarf pöntun að fara fram hjá ferðaskrifstofunni. Við slíka bókunarleið bætist bókunargjald. Bókunarkerfi okkar minnir farþega á ógreiddar eftirstöðvar með ákveðnu millibili og gefst farþega kostur á því í sama pósti að nýta sér flýtileið til að ljúka sínum greiðslufrágangi á netinu
Farþegar í sumum tilfellum eiga kost á því að greiða heildarferðakostnað sinn með öðrum hætti ss. Vaxtalaus lán og Raðgreiðslusamningar. Vinsamlegast hafið samband við ferðaskrifstofuna til að fá frekari upplýsingar um þetta
4 Verð og verðbreytingar
Uppgefin verð ferðaskrifstofunnar miða við þá dagsetningu þegar pöntun er gerð eða þegar ferð er auglýst og kann að hækka / lækka ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþáttum:
- Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði
- Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu s.s. lendingargjöldum eða gjöld fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum
- Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð. Öll uppgefin verð eru miðuð við skráð gengi erlendra gjaldmiðla miðað við íslenskrar krónu þegar pöntun er gerð
Ferð sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu en þó ekki að fullu tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta. Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 14 dagana áður en ferð hefst
Sérstakt þjónustugjald er innheimt fyrir þjónustu sem er ekki innifalin í verði ferðar s.s. sérpöntun á bílaleigubíl,
aðstoð við bókanir, útvegun miða í leikhús eða gistingu ofl
5 Afturköllun eða breytingar á pöntun með áætlunarflugi
Heimilt er að afturkalla pöntun ef það er gert minnst átta 8 vikum fyrir brottför eða fyrr. Við slíka afturköllun fæst staðfestingargjald þó aldrei endurgreitt. Sé pöntun afturkölluð með minna en 40 daga en meira en 25 daga fyrirvara heldur ferðaskrifstofan eftir 40% af verði ferðarinnar. Berist afpöntun með skemmri en 24 daga fyrirvara á ferðaskrifstofan kröfu á 80% fargjaldsins, en sé fyrirvarinn aðeins 14 virkir dagar eða skemmri er allt fargjaldið óafturkræft. Sérákvæði vegna staðfestingargjalds eiga þó við um Mexíkó.
5 Afturköllun eða breytingar á pöntun með áætlunarflugi
Heimilt er að afturkalla pöntun ef það er gert minnst átta 8 vikum fyrir brottför eða fyrr. Við slíka afturköllun fæst staðfestingargjald þó aldrei endurgreitt. Sé pöntun afturkölluð með minna en 40 daga en meira en 25 daga fyrirvara heldur ferðaskrifstofan eftir 40% af verði ferðarinnar. Berist afpöntun með skemmri en 24 daga fyrirvara á ferðaskrifstofan kröfu á 80% fargjaldsins, en sé fyrirvarinn aðeins 14 virkir dagar eða skemmri er allt fargjaldið óafturkræft. Sérákvæði vegna staðfestingargjalds eiga þó við um Mexíkó.
• Ef reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla sem gengur lengra.
• Allar sérferðir okkar sem eru ekki í beinu flugi þar að afbóka með minnst 60 daga fyrirvara
• Sér afpöntunarskilmálar eru fyrir hópa og eru sérákvæði um hópaferðir til Mexíkó birtar hér sérstaklega á síðunni
Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.
Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirsjáanlega og þess eðlis að ferðaskrifstofan getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofunni heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt tafarlaust þar um. Að öðru leyti vísast til laga númer 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
Afturköllun eða breytingar á pöntun með leiguflugi
Farþegi skal hafa lokið frágangi á ferðakostnaði sínum með minnst 6 - 8 vikna fyrirvara, breytilegt eftir samningum ferðaskrifstofunnar við flugrekenda. Ferð afpöntuð 30 - 70 dögum fyrir brottför: - 90% af verði ferðar óendurkræft. Ferð afpöntuð minna en 30 virkum dögum fyrir brottför: - Engin endurgreiðsla. Endurgreitt er inná kreditkort sem greitt var með en inn á bankareikning farþegar hafi greiðsla farið fram með peningum eða banka innleggi. Endurgreiðslugjald er 3.000 kr á mann óháð greiðsluaðferð.
Athugið: Pakkaferðum er ekki hægt að breyta, hvorki dagsetningu, herbergjategund, fjölda í herbergi né skipta um gististað.
Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.
Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirsjáanlega og þess eðlis að ferðaskrifstofan getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofunni heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt tafarlaust þar um. Að öðru leyti vísast til laga númer 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
• Ef reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla sem gengur lengra.
• Allar sérferðir okkar sem eru ekki í beinu flugi þar að afbóka með minnst 60 daga fyrirvara
• Sér afpöntunarskilmálar eru fyrir hópa og eru sérákvæði um hópaferðir til Mexíkó birtar hér sérstaklega á síðunni
Sérákvæði vegna hópferða til Mexíkó
Þeir farþegar sem kaupa ferðir til Mexikó hafa ekki rétt til þess að afturkalla pöntun hafi hún verið staðfest af ferðaskrifstofunni og fullnaðargreiðsla ferðar farið fram. Gilda ekki almennir skilmálar ferðaskrifstofunnar um aflýsingu ferðar hvað þetta varðar.
Þeir farþegar sem kaupa ferðir til Mexikó hafa ekki rétt til þess að afturkalla pöntun hafi hún verið staðfest af ferðaskrifstofunni og fullnaðargreiðsla ferðar farið fram. Gilda ekki almennir skilmálar ferðaskrifstofunnar um aflýsingu ferðar hvað þetta varðar.
Staðfestingargjald vegna ferðar til Mexíkó er aldrei endurgreitt. Eru þessi sérákvæði sett vegna sérsamninga ferðaskrifstofunnar
þarlendis.
Fullnaðargreiðsla vegna Mexico ferðar verður að vera gerð eigi síðar en 10 vikum fyrir brottför. Ferðaskrifstofunni er þó
heimilt að víkja frá þessari reglu breytast kröfur hennar samstarfs- og þjónustuaðila þannig að uppgjör þurfi að eiga sér stað fyrr. Þá getur ferðaskrifstofan einnig breytt þessum tímamörkum gagnvart einstökum farþegum telji hún ástæður til slíks og er slíkt með engum hætti
fordæmisgefandi af hálfu hennar og afsala aðrir farþegar sér kröfu til jafns komi til þess
6 Framsal bókunar
Farþegi getur framselt bókun sína til aðila sem fullnægir þátttökuskilyrðum. Skal farþegi sem og framsalshafi tilkynna ferðaskrifstofu skriflega strax um slíkt framsal. Framseljandi ferðar og framsalshafi eru þá sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgir gagnvart ferðaskrifstofunni og því er varðar greiðslu á eftirstöðvum og öllum aukakostnaði er kann að leiða af slíku framsali. Óheimilt er að framselja ferð eftir að farseðill hefur verið gefinn út eða í öðrum þeim tilvikum þar sem þeir aðilar sem selja þjónustu í ferðina hafa sett ákveðin skilyrði þannig að það sé ekki í valdi ferðaskrifstofunnar að breyta þeim. Ferðaskrifstofan tekur ekki ábyrgð á sölu ferða frá einum farþega til annars
7 Aflýsing og breytingar á ferðaáætlun
6 Framsal bókunar
Farþegi getur framselt bókun sína til aðila sem fullnægir þátttökuskilyrðum. Skal farþegi sem og framsalshafi tilkynna ferðaskrifstofu skriflega strax um slíkt framsal. Framseljandi ferðar og framsalshafi eru þá sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgir gagnvart ferðaskrifstofunni og því er varðar greiðslu á eftirstöðvum og öllum aukakostnaði er kann að leiða af slíku framsali. Óheimilt er að framselja ferð eftir að farseðill hefur verið gefinn út eða í öðrum þeim tilvikum þar sem þeir aðilar sem selja þjónustu í ferðina hafa sett ákveðin skilyrði þannig að það sé ekki í valdi ferðaskrifstofunnar að breyta þeim. Ferðaskrifstofan tekur ekki ábyrgð á sölu ferða frá einum farþega til annars
7 Aflýsing og breytingar á ferðaáætlun
Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirsjáanlega og þess eðlis að ferðaskrifstofan getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofunni heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt tafarlaust þar um.
Geri ferðaskrifstofan breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það
farþega svo fljótt sem unnt er. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna ferðaskrifstofunni eins fljótt og unnt er hvort hann
óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótarsamning er tilgreini þær breytingar sem gerðar eru á upphaflega samningnum og áhrif
þeirra á verð og önnur kjör.
Ferðaskrifstofunni er heimilt að aflýsa ferð ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg
að mati hennar. Sé ferð aflýst, eða farþegi riftir samningi þegar um verulega breytingu er að ræða á ferð áður en
hún hefst, á farþegi rétt á að fá að fullu endurgreiðslu eða taka í staðin aðra ferð sambærilega að
gæðum eða betri ef ferðaskrifstofan ákveður að bjóða slíkt. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er ódýrari fær
farþegi verðmismuninn endurgreiddan. Ef ferðin er dýrari greiðir farkaupi mismuninn. Tímasetningar sem lúta að flugi, skoðunarferðum og
öðru sem gefnar eru upp við pöntun eru áætlaðar og geta breyst.
Sé ferð aflýst vegna atburða og aðstæðna sem eru ófyrirsjánlegar og óviðráðanlegar s.s ferðabann sett af innlendum eða erlendum yfirvöldum, náttúruhamfarir, farsóttir og annað sem hefur áhrif á ferðatilhögun þá ber ferðaskrifstofn ekki neina ábyrgð og er farþegum bent á að kynna sér tryggingar sínar sérstaklega sem geta átt við aðstæður vegna þess ferðakostnaðar sem tapast vegna aðstæðna. Að öðru leyti vísast til laga númer 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
Almennur endurrgreiðsluréttur stofnast ekki vegna eftirfarandi tjónstilvika:
a) Tjóna sem verða vegna meiðsla sem farþegi kann að veita sjálfum sér vísvitandi
b) Tjóna sem verða vegna veikinda sem tengja má til neyslu áfengra drykkja eða lyfja, utan lyfja sem tekin eru samkvæmt læknisráði, að frátöldum lyfjum vegna læknismeðferðar vegna notkunar ávana- og fíkniefna
c) Tjóna sem beint eða óbeint eru af völdum kjarnabreytingar, jónandi geislunar, mengunar af geislavirkum efnum, kjarnaeldsneytis og kjarnaúrgangsefnis eða af völdum styrjaldar, hernaðaraðgerða, uppreisnar, uppþots, verkfalla eða svipaðra aðgerða.
d) Sama gildir um tjón sem beint eða óbeint eru af völdum jarðskjálfta, eldgosa, flóða, skriðufalla eða annarra náttúruhamfara og eða farsótta eða annarra sjúkdóma eða heilsutengdum atburðum
8 Skyldur farþega
Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólki þeirra aðila er ferðaskrifstofan skiptir við. Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðarmanna sinna sem og hlíta þeim reglum er gilda á flutningatækjum, áningarstöðum (flughöfnum oþh.), gisti- og matsölustöðum o.s.frv., enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni eða aðgerðum. Farþegi sem ferðast á eigin vegum og endurstaðfestir ekki heimferð sína með innan við 72 klukkustunda fyrirvara eða mætir ekki á brottfararstað (flugstöð) á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann af þeim sökum verður af pöntuðu flugi. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum eða gefi tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofunni heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína, halda henni áfram og eða klára hana skv upphaflegu ferðaplani og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofunni.
9 Takmörkun ábyrgðar, skaðabætur og forfallatrygging
Farþegar eru hvattir til að kaupa sér ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu sérstaklega fyrir ferð eða tryggja að slík trygging sé til staðar áður en ferð hefst. Forfallatrygging er ekki seld af ferðaskrifstofunni.
Allir farþegar sem kaupa alferð geta keypt sér forfallatryggingu og eru farþegar hvattir til þess að leita með slíkt til eigin tryggingarfélaga sem og að gæta að því hvaða tryggingar eru innifaldar í greiðslukortum séu þau notuð við greiðslufrágang.
Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að takmarka greiddar skaðabætur í samræmi við þær takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum. Ferðaskrifstofan gerir ávallt ráð fyrir að farþegar séu heilir heilsu þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms eða veikinda. Ef farþegi veikist í hópferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt
Hugsanlegar kvartanir vegna ferðarinnar skulu berast til fararstjóra strax. Kvörtun skal síðan berast ferðaskrifstofunni skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan viku frá því viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti eru bótakröfur ekki teknar til greina og farþegi með aðgerðarleysi sínu samþykkt að fella niður allar slíkar kröfur á hendur ferðaskrifstofunni. Verði farþegi fyrir meiðslum eða eignatjóni vegna þess að ferð er ófullnægjandi eða vegna aðgerða (-leysis) ferðaskrifstofunnar á hann rétt á skaðabótum, nema því aðeins að slíkt verði rakið til farþega sjálfs eða þriðja aðila sem ekki tengist ferðaskrifstofunni svo og ef ófyrirsjáanlegar eða óviðráðanlegar aðstæður eða atburðar valda því sem ferðaskrifstofan gat með engu móti séð fyrir eða komið í veg fyrir. Ef ferð fullnægir ekki ákvæðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir ferðaskrifstofuna. Ef ekki er hægt að bæta úr því sem á vantar eða einungis með lakari þjónustu á farþegi rétt á verðlækkun á ferðinni sem jafngildir mismuninum á þeirri þjónustu sem veitt var og þeirri sem veitt er
Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólki þeirra aðila er ferðaskrifstofan skiptir við. Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðarmanna sinna sem og hlíta þeim reglum er gilda á flutningatækjum, áningarstöðum (flughöfnum oþh.), gisti- og matsölustöðum o.s.frv., enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni eða aðgerðum. Farþegi sem ferðast á eigin vegum og endurstaðfestir ekki heimferð sína með innan við 72 klukkustunda fyrirvara eða mætir ekki á brottfararstað (flugstöð) á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann af þeim sökum verður af pöntuðu flugi. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum eða gefi tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofunni heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína, halda henni áfram og eða klára hana skv upphaflegu ferðaplani og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofunni.
9 Takmörkun ábyrgðar, skaðabætur og forfallatrygging
Farþegar eru hvattir til að kaupa sér ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu sérstaklega fyrir ferð eða tryggja að slík trygging sé til staðar áður en ferð hefst. Forfallatrygging er ekki seld af ferðaskrifstofunni.
Allir farþegar sem kaupa alferð geta keypt sér forfallatryggingu og eru farþegar hvattir til þess að leita með slíkt til eigin tryggingarfélaga sem og að gæta að því hvaða tryggingar eru innifaldar í greiðslukortum séu þau notuð við greiðslufrágang.
Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að takmarka greiddar skaðabætur í samræmi við þær takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum. Ferðaskrifstofan gerir ávallt ráð fyrir að farþegar séu heilir heilsu þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms eða veikinda. Ef farþegi veikist í hópferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt
Hugsanlegar kvartanir vegna ferðarinnar skulu berast til fararstjóra strax. Kvörtun skal síðan berast ferðaskrifstofunni skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan viku frá því viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti eru bótakröfur ekki teknar til greina og farþegi með aðgerðarleysi sínu samþykkt að fella niður allar slíkar kröfur á hendur ferðaskrifstofunni. Verði farþegi fyrir meiðslum eða eignatjóni vegna þess að ferð er ófullnægjandi eða vegna aðgerða (-leysis) ferðaskrifstofunnar á hann rétt á skaðabótum, nema því aðeins að slíkt verði rakið til farþega sjálfs eða þriðja aðila sem ekki tengist ferðaskrifstofunni svo og ef ófyrirsjáanlegar eða óviðráðanlegar aðstæður eða atburðar valda því sem ferðaskrifstofan gat með engu móti séð fyrir eða komið í veg fyrir. Ef ferð fullnægir ekki ákvæðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir ferðaskrifstofuna. Ef ekki er hægt að bæta úr því sem á vantar eða einungis með lakari þjónustu á farþegi rétt á verðlækkun á ferðinni sem jafngildir mismuninum á þeirri þjónustu sem veitt var og þeirri sem veitt er
Að örðu leyti er vísað til gildandi reglugerða bæði innanlands sem erlendis hvað varðar réttindi farþega í alferðum
10 Ýmis þjónustugjöld
• Bókunargjald farmiða vegna tengiflugs erlendis kr. 5.500
• Bókunargjald farmiða til og frá Íslandi kr. 5.000
• Bókunargjald fyrir skipulagða ferð kr. 4.000
• Niðurfelling farmiða / afturköllun bókunar kr. 5.000
• Breytingargjald fast á farseðli (ef samþykkt af ferðaskrifstofunni) kr. 5.000
• Bókun á aðgöngumiðum: Leikhús, söngleikir og kappleikir kr. 2.500
• Útvegun á vegabréfsáritun kr. 4.500
• Breyting á ferðapöntun í skipulagðri ferð kr. 5.000
Ath. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til þess að breyta ofanskráðri gjaldskrá sinni án fyrirvara
11 Sérákvæði
Flugfélög hafa rétt til breytinga á flugáætlun og flugtímum vegna veðurfarslega orsaka, tafa vegna mikillar flugumferðar, afgreiðslutafar á flugvelli, vegna seinkunnar komu vélar úr öðru flugi eða vegna bilana. Flugfélög hafa og rétt til að skipta um flugvélakost reynist það nauðsynlegt. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á slíkum töfum flugfélaga eða breytingum frá fyrirfram staðfestri flugáætlun og ber enga skyldu til endurgreiðslu eða fjárhagslegra bóta til handa farþegum. Í þessu sambandi má sjá tilkynningu frá Samgöngustofu
Samkvæmt almennum starfsreglum erlendis hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum á pöntunum. Það getur gerst að okkar hótel og íbúðahótel hafi ekki pláss fyrir alla þá sem bókaðir eru í viðkomandi stað þrátt fyrir fyrirliggjandi staðfestingu til ferðaskrifstofunnar. Viðkomandi hótel og íbúðahótel eru þá skyldug til að útvega farþegum okkar sem ekki fá inni, sambærilegt eða betra hótel. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á áðurnefndum yfirbókunum, en að sjálfsögðu aðstoðar starfsfólk ferðaskrifstofunnar erlendis farþega eftir föngum hverju sinni
Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum á töskum sem kunna að verða á meðan ferð farþega stendur, hvort sem slíkt hendir í leiguflugi, áætlunarflugi, áætlunarbifreiðum eða öðrum farartæjum sem notuð eru og útveguð af ferðaskrifstofunni. Að sama skapi ber ferðaskrifstofan ekki neina ábyrgð tapist farangur, hann afgreiddur í ranga flugvél, berst síðar eða skemmist í meðferðum. Er farþegum bent að halda vel til haga öllum gögnum um sinn farangur s.s. töskumiðum og í framhaldinu hafa samband við starfsmenn flugvallayfirvalda til að útbúa tjónaskýrslu, óska eftir aðstoð og veita upplýsingar um verðmæti og eða skemmdir. Flugfélagið mun svo sjá um greiðslu skaðabóta samkvæmt alþjóðlegum reglum og er greiðsla send beint til farþega. Sé um íslenskt flugfélag að ræða þarf sömuleiðis tjónaskýrslu frá flugvallaryfirvöldum farseðil og töskumiða., en þá snýr fólk sér beint til flugfélagsins. Ferðaskrifstofan mun aðstoða farþega sína eins og kostur er hverju sinni, en getur þó ekki ábyrgst að viðkomandi flugyfirvöld, flugfélög og eða annar aðili sem að þessu kemur muni bæta farþega það tjón sem orðið hefur
Vanti frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við okkur símleiðis eða senda okkur rafræna fyrirspurn á netfangið info@transatlantic.is
Við óskum þér og öðrum sem með þér ferðast góðrar ferðar.
Flutningur og sending gagna eða annarra upplýsinga rafrænt á Internetinu er aldrei fullkomlega örruggt. Það er því mögulegt að þriðji aðili sem er ekki á vegum ferðaskrifstofunnar geti komist yfir umrædd gögn með ólögmætum hætti. Þrátt fyrir að ferðaskrifstofan geri sitt besta til að fyrirbyggja slíkt skal notenda bent á að allar slíkar sendingar eru á eigin ábyrgð.
Undir engum kringumstæðum þmt. en ekki bundið við vanrækslu eingöngu, samþykkir notandi þjónustuvefs okkar að falla frá öllum hugsanlegum kröfum á hendur ferðaskrifstofunnar vegna skaða sem kann að hljótast af þeim gögnum sem þriðji aðili hefur komist yfir. Trans - Atlantic ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum sínum og fyrirvörum hvenær sem er.
Bókunaraðili/farþegi staðfestir með notkun þjónustuvefs okkar að hafa lesið, skilið og samþykkir skilmála þessa.
10 Ýmis þjónustugjöld
• Bókunargjald farmiða vegna tengiflugs erlendis kr. 5.500
• Bókunargjald farmiða til og frá Íslandi kr. 5.000
• Bókunargjald fyrir skipulagða ferð kr. 4.000
• Niðurfelling farmiða / afturköllun bókunar kr. 5.000
• Breytingargjald fast á farseðli (ef samþykkt af ferðaskrifstofunni) kr. 5.000
• Bókun á aðgöngumiðum: Leikhús, söngleikir og kappleikir kr. 2.500
• Útvegun á vegabréfsáritun kr. 4.500
• Breyting á ferðapöntun í skipulagðri ferð kr. 5.000
Ath. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til þess að breyta ofanskráðri gjaldskrá sinni án fyrirvara
11 Sérákvæði
Flugfélög hafa rétt til breytinga á flugáætlun og flugtímum vegna veðurfarslega orsaka, tafa vegna mikillar flugumferðar, afgreiðslutafar á flugvelli, vegna seinkunnar komu vélar úr öðru flugi eða vegna bilana. Flugfélög hafa og rétt til að skipta um flugvélakost reynist það nauðsynlegt. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á slíkum töfum flugfélaga eða breytingum frá fyrirfram staðfestri flugáætlun og ber enga skyldu til endurgreiðslu eða fjárhagslegra bóta til handa farþegum. Í þessu sambandi má sjá tilkynningu frá Samgöngustofu
Samkvæmt almennum starfsreglum erlendis hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum á pöntunum. Það getur gerst að okkar hótel og íbúðahótel hafi ekki pláss fyrir alla þá sem bókaðir eru í viðkomandi stað þrátt fyrir fyrirliggjandi staðfestingu til ferðaskrifstofunnar. Viðkomandi hótel og íbúðahótel eru þá skyldug til að útvega farþegum okkar sem ekki fá inni, sambærilegt eða betra hótel. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á áðurnefndum yfirbókunum, en að sjálfsögðu aðstoðar starfsfólk ferðaskrifstofunnar erlendis farþega eftir föngum hverju sinni
Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum á töskum sem kunna að verða á meðan ferð farþega stendur, hvort sem slíkt hendir í leiguflugi, áætlunarflugi, áætlunarbifreiðum eða öðrum farartæjum sem notuð eru og útveguð af ferðaskrifstofunni. Að sama skapi ber ferðaskrifstofan ekki neina ábyrgð tapist farangur, hann afgreiddur í ranga flugvél, berst síðar eða skemmist í meðferðum. Er farþegum bent að halda vel til haga öllum gögnum um sinn farangur s.s. töskumiðum og í framhaldinu hafa samband við starfsmenn flugvallayfirvalda til að útbúa tjónaskýrslu, óska eftir aðstoð og veita upplýsingar um verðmæti og eða skemmdir. Flugfélagið mun svo sjá um greiðslu skaðabóta samkvæmt alþjóðlegum reglum og er greiðsla send beint til farþega. Sé um íslenskt flugfélag að ræða þarf sömuleiðis tjónaskýrslu frá flugvallaryfirvöldum farseðil og töskumiða., en þá snýr fólk sér beint til flugfélagsins. Ferðaskrifstofan mun aðstoða farþega sína eins og kostur er hverju sinni, en getur þó ekki ábyrgst að viðkomandi flugyfirvöld, flugfélög og eða annar aðili sem að þessu kemur muni bæta farþega það tjón sem orðið hefur
Vanti frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við okkur símleiðis eða senda okkur rafræna fyrirspurn á netfangið info@transatlantic.is
Við óskum þér og öðrum sem með þér ferðast góðrar ferðar.
Flutningur og sending gagna eða annarra upplýsinga rafrænt á Internetinu er aldrei fullkomlega örruggt. Það er því mögulegt að þriðji aðili sem er ekki á vegum ferðaskrifstofunnar geti komist yfir umrædd gögn með ólögmætum hætti. Þrátt fyrir að ferðaskrifstofan geri sitt besta til að fyrirbyggja slíkt skal notenda bent á að allar slíkar sendingar eru á eigin ábyrgð.
Undir engum kringumstæðum þmt. en ekki bundið við vanrækslu eingöngu, samþykkir notandi þjónustuvefs okkar að falla frá öllum hugsanlegum kröfum á hendur ferðaskrifstofunnar vegna skaða sem kann að hljótast af þeim gögnum sem þriðji aðili hefur komist yfir. Trans - Atlantic ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum sínum og fyrirvörum hvenær sem er.
Bókunaraðili/farþegi staðfestir með notkun þjónustuvefs okkar að hafa lesið, skilið og samþykkir skilmála þessa.