Áfangastaðir Trans Atlantic

Ágæti ferðalangurÞað er okkur sönn ánægja að bjóða þig velkomin(n) á heimasíðu okkar til að kynnast því fjölbreytta úrvali áfangastaða og ferða sem

Áfangastaðir Trans Atlantic

Ágæti ferðalangur
Það er okkur sönn ánægja að bjóða þig velkomin(n) á heimasíðu okkar til að kynnast því fjölbreytta úrvali áfangastaða og ferða sem ferðaskrifstofan býður viðskiptavinum sínum upp á. Hérna til hliðar er hægt að skoða þá áfangastaði og ferðir sem nú eru í boði hjá okkur. Einnig er hægt að skoða Ferðabæklinginn okkar hérna.

Í boði eru hrífandi borgarferðir í umhverfi frá miðöldum eins og í Tallinn í Eistlandi, hápunktur bygginga og lista frá Endurreisnartímanum eins og í Flórens, gönguferðir um vínsmökkunarhéruðin í Duro í Portúgal, heimaland Móðir Teressu í Albaníu, arfleið Romanov keisarafjölskyldunnar í Sankti Pétursborg, sögusvið mesta ástarævintýrs allra tíma í leikriti William Shakespeare Rómeo og Júlíu í heimaborg þeirra Verona á Ítalíu, neðanjarðar Cenote (vatnslaugar) Maya indíána á Yukatan skaga í Mexíkó, fílaferðir um frumskóga Sri Lanka, göngutúr eftir Múrnum Mikla í Kína og úlfaldaferð að píramydunum miklu við Giza í Egyptalandi. Óþjótandi heimar ólíkra menninga, mannlífs og sögu.

Þegar komið er inn á einstakar síður áfangastaða er að finna ýmislegt efni til fróðleiks og upplýsinga. Þegar ákveðnar hafa verið dagsetningar á viðkomandi áfangastaði birtist bókunarhnappur á viðkomandi síðu sem einfaldar þér að bóka þína völdu ferð. Sé ekki nein dagsetning ákveðin og bókun ekki möguleg gefst þér kostur á að skrá þig á Upplýsingalista fyrir viðkomandi ferð og færð þú þá allar fréttir jafnóðum af framvindu mála eftir því sem á líður auk þess sem þú færð tilkynningu um það þegar sala viðkomandi ferðar hefst. Er skráning þín fyrir slíkar upplýsingar án allra skuldbindingar af þinni hálfu.

Sé ferðin komin í sölu þá þarf aðeins að smella á bókunarhnappinn til að velja sér Ferðapakka út frá dagsetningu en þá færist þú sjálfkrafa inn á bókunarkerfi okkar þar sem eiginleg skráning og greiðslufrágangur ferðarinnar á sér stað. Ferðaskrifstofan býður nú upp á það nýmæli að hægt er að bóka ferðina á netinu án þess að fullnaðarfrágangur eigi sér stað við bókun. Allar greiðslur í okkar bókunarkerfi eru dulkóðaðar.

Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic hefur ávallt kappkostað að bjóða upp á áfangastaði sem eru almennt ekki í boði hjá öðrum ferðaskrifstofum og er það von okkar að þú finnir hjá okkur áfangastaði og ferðir sem þú hefur áhuga á. Reynsla okkar undanfarin ár hefur sýnt að íslenskir ferðalangar vilja sækja æ meira á nýjar og spennandi slóðir og verður haldið áfram á þessari braut. Stefnt er að því fyrir áramót að kynna nýja áfangastaði til sögunnar eins og Aruba, Bahamas, Bermuda og Puerto Rico.

Til að fylgjast vel með þessm nýju ferðum sem og öðrum ferðum og tilboðum sem í boði verða þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í Trans-Atlantic Klúbbinn. Með skráningu þinni tryggir þú það að þú fáir ávallt fyrstur allar fréttir sem og forgang í skráningu í einstakar ferðir. Hægt er að afskrá sig eða segja sig úr klúbbnum hvenær sem er. Er öll þátttaka í klúbbnum án skuldbindingar.

Við vonumst til þess að þú eigir eftir að slást í hóp þeirra þúsunda ferðalanga sem hafa treyst okkur fyrir ferðalögum sínum og Óskum Þér Góðrar Ferðar.
Skanderberg - Albaníu


Rúm Júlíu - Verona


Kirkja í Pétursborg
headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya