Siðvenjur

Indverska menningin er mjög fjölbreytileg eins og náttura landsins. Fólk talar mismunandi tungumál, klæðast ólíkt, iðka mismunandi trúarbrögð, borða

Siðvenjur

http://www.transatlantic.is/static/gallery/indland/.resized/1027304_86750383.jpgIndverska menningin er mjög fjölbreytileg eins og náttura landsins.

Fólk talar mismunandi tungumál, klæðast ólíkt, iðka mismunandi trúarbrögð, borða mismunandi mat en einkennandi er almennt jafnlyndi. Hvort sem um ræðir samfögnuður eða samkennd, þá tekur fólk þátt af öllu hjarta.

Athafnir eru yfirleitt ekki einungis bundin fjölskyldur eða heimili. Allt samfélagið leggur áherslu á að njóta gleðinnar saman. Þetta viðhorf hefur undrað vestræna manninn sem og kennt honum víðsýni og mikilvægi umhyggju á stærri mælikvarða.

Almennt séð er skapferli Indverja nokkuð innilegt og jákvætt, þá sér í lagi til ferðamannsins. Almennt er enska mest talaða tungumálið fyrir ferðamanninn.

Varðandi klæðnað á hótelum, þá er mikilvægt að vera með "betri fötin" til staðar. Þrátt fyrir mikla stéttarskiptingu og fjölbreytilegt mannlíf þá er komið betur fram við þann sem er snyrtilegur til faranna en sá sem er ekki eins. Auk þess er um að ræða úrvals hótel og veitingarhús, því "dress code".

All nokkur musteri eru á Indlandi, munum við heimsækja nokkur þeirra. Það sem fólk þarf að vita er að í flestum musterum, þá aðallega Sikhism musterum s.s. The Golden Temple, þarf að fara úr skóm og sokkum, auk þess að vera með slæðu yfir höfði. Mikil vanvirðing þykir ef þetta er ekki gert og getur fólki verið vísað út úr musterum ef þessu er ekki framfylgt.

Á marköðum er frjálst að "prútta", varast ber að byrja verð of ofarlega því að góðum kaupum er hægt að ná með réttri tækni.

Alltaf á að taka á móti mat eða hlutum í hofum með hægri hendi þar sem Indverjar telja vinstri hendina vera óæðri þeirri hægri. Á trúarlegum stöðum þarf að gæta þess að fara alltaf úr skóm áður en gengið er inn og það þarf að hylja hendur og fætur. Þegar fólki er boðið í heimahús skal alltaf taka með sér smá gjöf (ekki alkahól), heldur t.d. blóm, súkkulaði eða einhver sætindi. Indverjar eru mjög gestrisnir og finnst mikilvægt að bjóða ábót á mat aftur og aftur. Gott er að fá sér a.m.k. einu ábót en það þarf ekki að vera mikið. Það er ókurteysi að segja nei við ábót.

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya