Ferðalýsing Kerala

13 daga ævintýrferð og dekur við líkama og sál Dagur 1Morgunflug til London og síðdegisflug þaðan til Suður Indlands, Keralahéraðs.

Ferðalýsing 23 Október - 16 Nóvember 2017

13 daga ævintýrferð og dekur við líkama og sál


Dagur 1
Morgunflug til London og síðdegisflug þaðan til Suður Indlands, Keralahéraðs.

Dagur 2
Lent á flugvellinum í borginni Cochin og ekið til "Holiday inn hótel" þar sem dvalið verður fyrstu tvær nætur ferðarinnar. Borgin Cochin er forn verslunar og hafnarborg með krydd og vefnað og flr. Gistum á Holiday Inn hótel Cochin



Dagur 3
Morgunmatur á hótelinu. Verslunarferð og/eða skoðunarferð um borgina Cochin. Um kvöldið verður farið í Kathakali dans-leikhús þar sem túlkuð verða stórvirki Indverskra bókmennta (td. Bhagavad Gita) Dansararnir skarta afar litríkum búningum sem oft eru notaðir sem tákn fyrir kerala-hérað. Gistum áfram í Chochin



Dagur 4
Eftir morgunverð er haldið af stað í loftkældri rútu til þjóðgarðsins í Periyar (185 km/5 klst.) Gist á 5 stjörnu hóteli "Hótel Elephant Court" sem að staðsett er við verndarsvæði villtra dýra

Dagur 5
Að loknum morgunverði verður farið í skoðunarferð um krydd plantekrur og kryddmarkaður heimsóttur. En hin fjölbreytta flóra indverska kryddsins hefur verið gulls ígildi allt frá miðöldum. Síðdegis er sigling á Periyar fljóti þar sem fílar og önnur vilt dýr koma til  að drekka, þar sem fljótið er eina vatnsból þjóðgarðsins. Hann er 777 ferkílómetrar og nær frá 914m og efst allt að 1828m yfir sjávarmál.  Svæðið er líka þekkt fyrir afar fjölbreytt fuglalíf. Gistum áfram á sama hóteli



Dagur 6
Eftir morgunverð verður haldið af stað til Kumarakom (135 km/4klst) og þar verður farið um borð í hina fögru Húsbáta en sigling á þeim er mjög rómantísk, og afslöppuð leið til að kanna og njóta þessa svæðis. Hér hefur tíminn nánast staðið í stað en mannlífið litríkt og sérstakt. Hádegisverður og kvöldmatur og öll þjónusta um borð. Gist um nóttina um borð í húsbátnum.



Dagur 7
Morgunverður um borð. Höfum nú silgt til borgarinnar Alleppy og þar tökum við rútu til Kovalam (175 km/ 5klst.) Komum til "Hótel Travancore Heritage " fjögurra stjörnu hótel við hvíta strönd Arabíska hafsins og njótum þar lífsins í 5 daga.



Dagur 8
Eftir morgunverð verður haldið í skoðunarferð til borgarinnar Trivandrum (15 km) þar gefur að líta fögur musteri og söfn svo sem Napier Museum og The Sri Shitra art gallery sem hýsir verk frægra inverskra listamanna en frægast er það þó fyrir safn listaverka frá Tíbet, Kína, Japan, og Norður og Suður Indlands. Gistum áfram á "Hótel Travancore Heritage "

Dagur 9
Að eigin vali, skoðunarferð allur dagurinn til Kanyakumari. Gistum áfram á "Hótel Travancore Heritage "

Dagur 10
Frjáls dagur. Gistum áfram á 
"Hótel Travancore Heritage "

Dagur 11
Frjáls dagur. Gistum áfram á "Hótel Travancore Heritage "

Dagur 12
Frjáls dagur. Gistum áfram á "Hótel Travancore Heritage "

Dagur 13
Heimferðardagurinn

Til fróðleiks:

Glæsilegir Golfvellir eru í nágrenni Kovalam.

Kerala-hérað er mekka ayurveda lækninga (ayur-líf og veda-þekking eða vísindi) Hér er því tilvalið tækifæri til að hlúa að líkama og sál. Ráðlegt er að vanda vel valið á Ayurveda læknum sem að greina og gefa ráðgjöf um meðferð og mataræði, því inn á milli leynast skottulæknar og þannig er því líka farið með suma yogakennara. En þarna eru líka frábærir læknarog kennarar og nuddarar. 

Á Hótel Travancore heritage er hægt að fara í ýmsar meðferðir (sjá hótel og slá inn prógam) og eigning er hægt að fara í skoðunarferð, með leiðsögn um garða hótelsins þar sem ræktaðar eru (lífrænt) þær plöntur sem notaðar eru í hinar ýmsu meðferðir. Nudd, fótsnyrting og handsnyrting eru víða á afar vægu verði.

Matsölustaðir eru frá öllum heimshornum í Kovalam, enda mikil viðskipti verið við Kerala-hérað í gegnum ár hundruðin, kaffihús, barir og litlar verslanir eru víða.

headerheaderheaderheader
Síðumúli 13 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya