Ferðalýsing

Dagur 1.  11 April.   Keflavík - London - Delhi Flogið frá Keflavíkurflugvelli til London en lagt er af stað að morgni og komið á Heathrow flugvöll í

Ferðalýsing 11 - 23 Apríl 2014

http://www.transatlantic.is/static/gallery/indland/.resized/namgyal_india_1.jpg

Dagur 1.  11 April.   Keflavík - London - Delhi
Flogið frá Keflavíkurflugvelli til London en lagt er af stað að morgni og komið á Heathrow flugvöll í London um hádegi. Farþegum gefst kostur á því að nýta biðtímann í London með því að skella sér í stutta bæjarferð með Heathrow Express inn í miðborgina ef þeir kjósa. Hægt er að geyma farangur á flugvelli á meðan. Flugið til Delhi er svo um kvöldmatarleytið og lent að morgni næsta dags.

Dagur 2.  12 Apríl.   Delhi - Udaipur

Velkomiin(n) til Indlands. Tekið er á móti hópnum á flugvellinum í Delhi með sérstakri móttökuathöfn þar sem farþegar fá blómafesti um hálsinn. Síðan er farið í loftkælda rútu og haldið af stað til Rajghat sem er minnismerkið um Gandhi og það förum við að skoða Indira Gandhi Safnið  sem var eitt sinn aðsetur fyrrum forsætisráðherra Indlands. Boðið verður upp á morgunverð / brunch í þessari skoðunarferð.

Við fljúgum svo samdægurs um 14:50 frá Delhi til Udaipur og lendum þar um 15:50. Tekið er á móti hópnum þar og ekið á hótelið þar en frjáls dagur er í Udaipur eftir það. Kvöldverður í boði ferðaskrifstofunnar um kvöldið.

Dagur 3.  13 Apríl.   Udaipur

Eftir morgunverð hefst okkar dagskrá með hálfum degi til að skoða það helsta í Udaipur. Við skoðum m.a City Palace sem er tignarleg bygging úr marmara staðsett ofarlega á hæð með ótrúlegt útsýni yfir Lake Pichola. Höllin er ótrúlegt samsetning af görðum, veröndum, göngum, herbergjum og fallegum gróðri. Höllin samanstendur af nokkrum byggingum sem er hver um sig einstakt afrek arkitektúrs. Innan hallarinnar er einnig Bharariya Lok Kala safnið sem hefur að geyma einstakt safn af Indverkskri list.

Seinna meir heimsækjum við svo Saheliyon-ki-bari eða Ladies Garden sem hefur að geyma einstaka garða og gosbrunna. Í eftirmiðdaginn er svo bátsferð um vatnið. Gist er áfram í Udaipur. 

Dagur 4.  14 Apríl.   Udaipur - Jodhpur (275 km akstur / cirka 5,5 klst)
Eftir morgunverð tékkum við okkur út af hótelinu og höldum áfram til Jodhpur sem er frægt fyrir list og handiðnað. Ekið er um fallegar hæðir Aravali en staðsett í hjarta þessara hæða er að finna 400 ára gamlar byggingar af hofum sem þekkt eru undir nafninu Ranakpur Temple. Við skoðum þessar einstöku byggingar en höldum svo áfram okkar akstri til Jodhpur.

Í Jodhpur förum við í hið fræga virki Mehrangarh Fort, kynnumst sögu og menningu Rajasthan svæðisins og lærum um söguna og ástæðuna fyrir því að fólkið á svæðinu málar húsin sín í bláum lit. Við tékkum okkur svo inn á hótelið og er frjáls tími um kvöldið. Gistum í Jodhpur yfir nóttina.

Dagur 5. 15 Apríl.   Jodhpur - Khimsar (100 km akstur / cirka 2,0 klst)
Eftir morgunverðinn höldum við áfram okkar ferð í lofkældri rútunni til Khimsar héraðsins. Héraðið er hliðið að Thar Desert í Indlandi. Ekið er í gegnum mörg og mismunandi þorp í Rajasthan. Við fáum að kynnast þótt stutt sé aðeins hinu mismunandi lífi í þessum þorpum og fólkinu sem býr þar. 

Við komuna til Khimsar förum við beint í Konunglegu höllina í Khimsar þar sem við gistum og meðan beðið er eftir lyklum að okkar herbergjum njótum við sérsaktrar móttökuathafnar að hætti konungborinna gesta ásamt hressingu.

Seinna um daginn förum við í Jeppa Safarí til nærliggjandi þorpa. Við upplifum svo stutta ferð á Kameldýrum á sandflákunum við eyðimörkina og fáum framborið kvöldte að hætti heimamanna meðan við virðum fyrir okkur sólina setjast. Við gistum í Khimsar yfir nóttina.

Dagur 6. 16 Apríl.   Khimsar - Jaipur (325 km akstur / cirka 6,0 klst)

Eftir morgunverðinn tékkum við okkur út og höldum áfram ferðinni til Jaipur sem er þekkt sem hina bleika borg Indlands. Á leiðinni höldum við áfram að upplifa hina smáu þorp sem eru svo einkennandi fyrir Rajasthan. Við komu í Jaipur tékkum við okkur inn á hótelið.

Seinni partinn förum við í smá ökuferð um Jaipur og heimsækum hinn rómaða Bazar þar sem margt gleður augað en léttir á buddunni í leiðinni enda margt fallegt og ódýrt þar að finna. Gist er í Jaipur.

Dagur 7. 17 Apríl.   Jaipur

Eftir morgunverðinn förum við í hið fræga Amber Fort sem er einstakt virki á hæð við ánna. Farið er áFílsbaki upp hæðina inn í virkisgarðinn. Eftir skoðunarferðina um virkið þar sem m.a má sjá ótrúlega virkisveggi, Kryddgarðinn, Meyjarherbergið og margt flr. erum við keyrð í jeppa aftur niður. Jepparnir eru merktir okkar hópi.

Við höldum svo áfram okkar skoðunarferð um Jaipur og sjáum m.a City Palace og Stjöruskoðunarmiðstöðina sem er var rómuð í sinni samtíð þegar hún var byggð.

Dagur 8. 18 Apríl.   Jaipur - Ranthambore (185 km akstur / cirka 3,5 klst)

Ranthambore er ótrúlega fallegt verndarsvæði fyrir vilt dýr og eftir komuna þangað er frjáls dagur til slökunar og skoðunnar fyrir þá sem vilja. Við gistum hérna yfir nóttina.

Dagur 9. 19 Apríl.   Ranthambore

Boðið er upp á sérstaka Safarí ferð sem hefst um sex leytið að morgni og lýkur um 10 leytið. Verndarsvæðið er um 400 ferkílómetrar að stærð með klettahæðir, opna dali, ótrúlega fallegum gróðri og trjám, litlum vötnum og fjölbreyttu dýralífi. Svæðið dregur nafn sitt af þúsund ára gömlu virki sem gnæfir hátt yfir skóginn. Hérna gefur að sjá Gasellur, Tígrisdýr, Hlébarða, Chinkara, Nilgai ásamt fjöldamörgum öðrum dýrategundum. Innan í skóginum er svo að sjá rústir gamalla varðpósta, lítilla halla og annarra mannvirkja sem eykur á dulúðina og þá margbrotnu sögu sem er að sjá og upplifa á svæðinu. Sannarlega ferð sem borgar sig að fara í. Restin af deginum er frjáls og kjörið að slaka á við sundlaugina á staðnum. 

Við gistum áfram í Ranthambore yfir nóttina.

Dagur 10. 20 Apríl.   Ranthambore - Agra (235 km akstur / cirka 5,0 klst)
Nú eftir morgunverðinn höldum við áfram tilAgraþar sem er að finna hið víðfræga og einstaklega fallega Taj Mahal. Sem fyrr liggur leið okkar í gegnum fjöld lítilla þorpa í Indlandi. Við komuna til Agra tékkum við okkur inn á hótel áður en við höldum áfram okkar dagskrá.

Skoðunarferðir dagsins fela í sér heimsókn í Taj Mahal en einnig í Rauða Virkið eða Red Fort of Agra sem er byggt nákvæmlega eins og virkið í Delhi. Í ferðinni förum við í hestavagna sem á máli heimamanna heita Tonga. Um kvöldið fáum við svo sérstaka kvöldsýningu sem hinir þekktu Töframenn Agra halda fyrir okkur. Gistum í Agra.

Dagur 11. 21 Apríl.   Agra - Delhi (205 km akstur / cirka 5,0 klst)

Eftir morgunverð tékkum við okkur út af hótelinu og ökum í okkar loftkældu rútu til Delhi. Við komuna þangað og eftir innritun á hótelið þar er frjáls dagur. Gistum í Delhi.

Dagur 12. 22 Apríl.   Delhi

Eftir morgunverð á þessum síðasta degi ferðarinnar förum við í skoðunarferð um Delhi og sjáum þá m. a SigurturnninnQutab Minar sem var reistur á 12. öld, grafhýsi Mongóska keisarans Humayun frá 16. öld, Indlandshliðið - India Gatestríðsminnismerkið, Rashtrapathi Bhawan sem er heimili Indlandsforseta, Þinghúsið og Ríkisbygginguna. Þá skoðum við einnig Jama Masjid, keyrum framhjá Gamla Virkinu og upplifum Rickshaw hjólreiðatúr á strætum Gömlu Delhi.

Um kvöldið er svo kveðjukvöldverður með viðeigandi dagskrá og gjöfum til farþega til minja um þá ferð sem nú lýkur.

Dagur 13. 23 Apríl.   Delhi - London - Keflavík - Heimferð
Þetta er okkar lokadagur í ferðinni og eftir morgunverð er haldið á flugvöllinn það sem flogið er aftur til London. Stoppað er stutt í London og síðan flogið áfram til Keflavíkur.

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya