Ferðir til Indlands

Ferðir til Indlands á vegum Trans-Atlantic

Aðeins um ferðina 14 - 26 Nóvember 2014

ANDLEG NÆRING, HUG, HEILSURÆKT OG HVÍLD Í SÓLRÍKU INDLANDI. 

http://www.transatlantic.is/static/gallery/indland/.resized/taj-mahal.jpg

Dekurferð um Indland með yoga ívafi
Delhi - Udaipur - Jodhpur - Khimsar - Jaipur - Ranthambore - Agra - Delhi

Einstök dekurferð um Indland með yoga ívafi -  fyrir þá sem vilja rækta sjálfan sig og upplifa ævintýralega fegurð Indlands, sögufræga staði og framandi matargerðarlist.

Gisting á lúxús hótelum ásamt aðgangi að spa og heilsulindum
Gisting á 4-5 stjörnu lúxus hótelum, Spa og heilsulindir (gjaldtaka getur átt við), morgunverðir og einstaka kvöldverðir skv. dagskrá.

Frábærar skoðunarferðir - helstu perlur norður Indlands
Ferðin býður upp á einstaklega vandaða dagskrá með skoðunarferðum á hverjum stað þar sem við upplifum og sjáum það markverðasta á hverju svæði, svo sem Taj Mahal, Virkið í Jaipur og Verndarsvæðið Ranthambore.

Sérhannað Yoga dagskrá á hverjum stað & íslensk fararstjórn
Íslenskir fararstjórar sem eru jafnframt lærðir yoga kennarar með í för. 
Yoga iðkun og kyrrðarstund á hverjum degi. Kennarar & indverskir kennarar úr nærliggjandi "ashram" eða yoga stöðvum á völdum stöðum veita leiðsögn og kennslu nokkrum sinnum á ferðatímabilinu. 

Sérlega hagkvæmt verð og greiðslukjör sem henta öllum! 
Lánum allan ferðakostnað í 6 mánuði vaxtalaust - hægt að dreifa á visa korti. Hafið samband við skrifstofu til að fá frekari upplýsingar um þetta.

 

FERÐAÁÆTLUN 14 - 26 NÓVEMBER 2014

Flug  Brottför  Dags  Koma 
Dags 
FI-TBA Keflavík 14.11.14 - 00:00 London
14.11.14 - 00:00
9W-TBA
London 14.11.14 - 00:00
Nýja Delhi   15.11.14 - 00:00
           
9W-TBA Nýja Delhi  26.11.14 - 00:00  London    26.11.14 - 00:00 
FI-TBA London 26.11.14 - 00:00 Keflavík
26.11.14 - 00:00


 Herbergislýsing
Vildarverð
  Almennt verð   

 Eins manns herbergi   649.700  699.700
 Tveggja manna herbergi        559.900  609.900


ATHUGIÐ !  Takmarkaður fjöldi sæta er í boði í þessa ferð eða aðeins 25. Því gildir að bóka sig sem fyrst til að tryggja sér sæti. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til þess að endurreikna verð ferðar fram að þeim tíma sem farþegi hefur greitt ferð að fullu

Innifalið í Ferðakostnaði er eftirfarandi:

 • Allt flug með öllum sköttum og gjöldum þmt innanlandsflug milli Delhi og Udaipur
 • Allur akstur í loftkældri Volvo rútu milli staða skv. dagskrá ásamt vatni á flöskum á meðan keyrslu stendur - þjónusta er um borð á meðan akstri stendur
 • Gisting á 4 og 5 stjörnu hótelum eins og lýst er í dagskrá og hægt að sjá nánar undir Gisting í tveggja og eins manns herbergjum þmt. aðgangur að Spa og heilsulindum hótela þegar slíkt er í boði skv. dagskrá
 • Morgunmatur á hótelum í ferðinni
 • Hádegisverður á góðum veitingastöðum og eða hóteli í hverri borg
 • Kvöldverður á komudegi og Lokakvöldverður
 • Aðgöngugjald þegar við á skv. dagskrá í uppgefnum skoðunarferðum
 • Indverskir "guru" meistarar úr nærliggjandi "ashram" eða yoga stöðvum þegar það á við skv. dagskrá
 • Safarí ferð í Rantambore þjóðgarðinum
 • Ljósmynd af hópnum við Taj Mahal í ramma til eignar
 • Rickshaw hjólreiðatúr í Gömlu Delhi
 • Tonga ferð í Agra
 • Fílaferð í Agra við Amber Virkið
 • Jeppa Safarí ásamt Te stund á sandflákunum við Kishmar
 • Bátsferð um Pichola Vatnið í Udaipur
 • Yfirleiðsögn er frá enskumælandi indverja
 • Íslensk fararstjórn
headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya