Verzlunarskˇlinn Ý ReykjavÝk

Ůann 12. j˙nÝ sÝ­astli­inn hÚldum vi­ af sta­ til Švintřraeyjunnar Ý Mi­jar­arhafinu Ibiza. Me­ Ý fer­inni voru nemendur ˙r fimm skˇlum af

Verzlunarskˇlinn Ý ReykjavÝk

Þann 12. júní síðastliðinn héldum við af stað til ævintýraeyjunnar í Miðjarðarhafinu Ibiza.

Með í ferðinni voru nemendur úr fimm skólum af Reykjavíkursvæðinu, Verzló, MR, MS, Kvennó og MK. Úr Verzlunarskólanum fórum við undirrituð Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir forseti NFVÍ og Sigvaldi Fannar Jónsson Féhirðir NFVÍ. Okkur var boðið í þessa ferð í þeim tilgangi að kynna fyrir okkur Ibiza sem áfangastað fyrir útskriftarferðir og um leið afsanna þá slæmu ímynd sem eyjan hefur. Ferðaskrifstofan Trans Atlantic bauð okkur út ásamt samstarfsaðilum þeirra á Ibiza og Iceland Express.


Ímynd okkar um Ibiza fyrir brottför var sú að eyjan væri hreinræktuð djammeyja þar sem eiturlyf og áfengi voru allsráðandi, barir og klúbbar út um allt og eintómt techno.


Ferðalagið var heldur langt. Við flugum um 7 leytið með Iceland express til London Gatwick og þurftum að bíða þar í 9 klukkutíma eftir fluginu með Easyjet til Ibiza. Við dóum þó ekki ráðalaus og skelltum okkur niður í miðbæ London til að stytta biðina. Eftir langt ferðalag komum við til Ibiza og hittum á flugvellinum þá félaga Sigurjón og Egil. Rúta tók við okkur og keyrði okkur á Club Punta Arabi Where everything is possible.


Club Punta Arabi er ekki hótel heldur svokallaður “Vacation club” þar sem allt er til staðar innan hótelhverfisins þar að segja sundlaugin, diskótek, bar, plakvöllur, fótboltavöllur, súpermarkaður, mötuneyti og svo gætum við lengi talið. Svefniherbergin eru ágæt, í minni kantinum enda ekki búist við því að fólk eyði þar miklum tíma. Á herbergjunum er sturta og klósett og fataskápar og loftræsting. Borga þarf 10 evrur fyrir loftræstinguna en peningin fær maður til baka við skil á herberginu.


Starfsfólk Punta Arabi er hresst og skemmtilegt og öll af vilja gerð. Á hótelinu er starfsfólk sem vinnur eingöngu við það að skemmta hótelgestum og býður upp á allskyns afþreyingu frá morgni til kvölds. Dæmi má nefna danskennslu, partý á ströndinni, froðudiskó og margar sortir íþróttakeppna. Sundlaugagarðurinn er fínn þó mætti tónlistarvalið vera fjölbreyttara heldur en einungis techno tónlist. Helsti galli ferðarinnar var hversu þreytt techno tónlistin gat orðið þegar maður kom út snemma morguns á sundlaugarbakkann eftir að maður hefði hlustað á tónlistarstefnuna kvöldið áður og já öll kvöldin á undan.


Maturinn á hótelinu var ágætur, mætti vera ögn fjölbreyttari. Oftast var hægt að velja um kjöt eða fisk og alltaf mismunandi pastaréttir en grænmeti var alltaf á boðstólnum ásamt allskyns drykkjum og eftirrétum. Til lengdar var maturinn heldur einhæfur þar sem svipaður matur var bæði í hádeginu og á kvöldin. Snakkbarinn var opinn fyrir okkur Íslendingana frá 1-5 þar sem við fengum fría pizzu, hamborgara og franskar. Á börunum var hægt að fá drykki frá 8-23 á kvöldin að vild í allt frítt pakkanum. Ekki var þó mælt með morgunmatnum en ef við þekkjum okkur Íslendingana rétt þá sofum við flestir út og mætum beint í hádegismat.
Staðsetningin á Club Punta Arabi var í góðri fjarlægð frá ströndinni. Bærinn var hljóðlátur og lítið að gerast. Engir skemmtistaðir voru nálægt hótelinu fyrir utan 2-3 bari sem voru í nálægð. Fara þurfti í rútu eða leigubíl til að komast þar sem stemningin og bæjarlífið var.


Ferðir
Við fórum í siglingu til eyjunnar Formentera. Siglingin sem slík var mjög fín og fengum við innsýn inn í sögu Ibiza á leiðunni til Formentera. Boðið var upp á ávexti og fría drykki alla ferðina og þegar komið var að eyjunni  var hægt að hoppa út í fagurtæran sjó og fara með gúmmímbát að fallegri strönd. Boðið var upp á ágætis mat um borð, kjúkling og svínakjöt með tilheyrandi meðlæti. Siglingin tók átta tíma en var vel þess virði.


40 mínutur frá Punta Arabi er góð gokart braut og paintballvöllur sem er mjög stór þar sem notaðir eru gamlir hermunir.  Það er hægt að halda risa partý eftir paintballið, aðstaðan mjög góð, sundlaug og fleira.
Miðbærinn er fjölbreyttur en verslanirnar eru þó ekki í hæsta gæðaflokki en þó var skemmtilegt að labba um hverfin og njóta mannlífsins til hins ýtrasta og óhætt er að segja að margir furðulegir fýrar hafi litið dagsins ljós.

Aguamar er lítill sundlaugargarður með ýmsum tegundum af rennibrautum, sólbekkjum og veitingastað.

Cesar er maður sem er með allt til alls fyrir sjósport, eigin veitingastað og sólbekki sem fyrir framan veitingastaðinn. Sjósportið sem hann bauð upp á var meðal annars bananabátur sem við fengum að prófa, Jet-Ski, Wake-Board og fleira. Cesar er einstaklega viðkunnanlegur maður og alltaf til í spjall.

Skemmtistaðir
Diskótekið á hótelinu var staðsett við hliðina á sundlauginni og börunum og þegar best lætur er það stækkað og komast rúmir 1000 manns fyrir þar. Tónlistin er mismunandi eftir kvöldum en einkennist þó eins og áður segir teknó tónlist sem mætti vera fjölbreyttari. Til dæmis var haldið froðudiskó fyrsta kvöldið okkar og fleiri kvöld eins og kvöld einhleypra, hvítt kvöld, Söngvakvöld, áttunda áratugs kvöld fylgdu í kjölfarið.


Nálægt hótelinu var þó ekki mikið um að vera og bærinn þar heldur lítill og rólegur. Þó voru tveir til þrír frekar litlir barir í göngu færi. Dæmi má nefna Murphy´s barinn þar sem við eyddum dágóðum tíma enda tónlistin þar töluvert nær því sem við þekkjum hér á Íslandi ásamt því að bræðurnir, eigendur barsins, spiluðu á hverju kvöldi á gítar og sungu sem vakti mikla lukku.

Við fórum á skemmtistaðinn Pachá og sáum þar dj-inn Sander Kleinenberg. Það var upplifun út af fyrir sig og skemmtum við okkur stórkostlega. Þar var auk stærsta dansgólfsins þar sem spiluð var techno tónlist einnig svokallað mainstream herbergi, þar sem bæði klassísk, gömul og nýjir slagarar voru spilaðir. Um kvöldið fóru nokkrum sinnum fram danssýningar sem vöktu lukku karlpeningsins.

Við vorum einnig svo heppin að fara á einn stærsta skemmtistað í heimi Privilege og sáum engann annan en sjálfan Tiesto. Skemmtistaðurinn var með sundlaug í miðjunni, mjög flottur og skemmtu flestir sér stórkostlega líkt og á Pachá.

Fyrst maður er komin til ibiza er nauðsynlegt að fara á alvöru skemmtistað og sjá hvernig alvöru skemmtun á sér stað. Hins vegar eru flestir stærstu skemmtistaðirnir í Ibiza höfuðborginni sjálfri og tekur það um hálftíma að koma sér þangað auk þess sem kostar inn á staðina.

Fararstjórn
Fararstjórnin í ferðinni var til mikillar fyrirmyndar. Sigurjón eða Diddi eins og hann er kallaður er algjör snillingur sem vill allt fyrir mann gera. Það var greinilegt að hann vissi mikið um eyjuna og deildi hann með okkur fróðleik um mann og menningu.

Okkur í Verzlunarskólanum fannst þessi ferð hreint út sagt frábær í flesta staði og ekki  var félagsskapurinn af verri endanum. Við þökkum kærlega fyrir okkur og kveðjum Ibiza með miklum söknuði.

Viva Ibiza

Melkorka Þöll Eyjólfsdóttir og Sigvaldi Fannar Jónsson

headerheaderheaderheader
SÝ­um˙li 29 - 108 ReykjavÝk | Strandgata 29, 2 hŠ­, 600 Akureyri |SÝmi 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar ß FacebookStefna ehf Hugb˙na­arh˙s - Moya