Menntaskˇlinn vi­ Sund

Bo­sfer­ Trans Atlantic til Ibiza sumari­ 2010 SÝ­astli­inn 12. j˙nÝ hÚldu tÝu menntaskˇlanemar ˙r fimm mismunandi skˇlum ß vit Švintřranna ß Ibiza.á

Menntaskˇlinn vi­ Sund

Boðsferð Trans Atlantic til Ibiza sumarið 2010

Síðastliðinn 12. júní héldu tíu menntaskólanemar úr fimm mismunandi skólum á vit ævintýranna á Ibiza.  Nemendurnir voru allir meðlimir stjórna í þeim fimm stærstu skólum höfuðborgarsvæðisins sem skipuleggja árlega útskriftarferðir, þ.e. MR, Versló, MS, MK og Kvennó. 

Ferðinni var ætlað að sýna nemendum hvað Ibiza hefði upp á að bjóða, láta nemendur kynna sér aðstöðuna og  vonandi leiðrétta þær ranghugmyndir sem margir hafa um umrædda eyju.  Í upphafi ferðar vorum við öll sammála um að við hefðum ekki hugmynd um hvað biði okkar og að okkar vitneskja um Ibiza hefði líklegast komið frá ótraustum aðilum.  Við sjálfar verðum að viðurkenna að við tilheyrðum þeim hópi fólks sem hugsaði strax um eiturlyf og teknó þegar Ibiza var á annað borð í umræðunni.  

Við tókum flug með Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli snemma morguns á laugardeginum og lentum á Gatwick flugvelli í London.  Þar höfðum við rúman tíma og gátum kíkt aðeins í miðbæinn.  Um kvöldmatarleytið tókum við svo flug til Ibiza. Þar var strax tekið á móti okkur af Agli, eiganda Trans Atlantic, og Sigurjóni, fararstjóra á Ibiza. Þá tók við um hálftíma akstur á áfangastaðinn, Club Punta  Arabi. 

Club Punta Arabi væri best lýst sem sumarleyfisklúbbi, sérhönnuðum með þarfir ungs fólks (18-25 ára) í huga. Svæðið er stórt og tekur um 1000 manns.  Herbergin eru lítil hús og eru þau staðsett á götum innan klúbbsins. Herbergin eru  í raun með lágmarksþægindum, þ.e. rúmum, fataskáp, skenki með spegli og baðherbergi með sturtu. Engin sjónvörp, símar né kæliskápar eru á herbergjunum.  Öll herbergin eru hins vegar með loftkælingu.  Skipt er um handklæði og herbergin þrifin á öllum dögum nema miðvikudögum, því þá er hippamarkaður innan klúbbsins, og sunnudögum. 

Á svæðinu er  allt til alls;  sundlaugagarður með sólbekkjum, barir, tennisvellir, blakvellir, danskennslusvæði, borðtennisborð, veitingastaðir, diskótek, smáverslun, tölvuaðstaða með interneti og svo mætti lengi telja.  Þar vinnur daglega fjöldi fólks sem hefur það eitt að markmiði að skemmta gestunum og gera flest sem í þeirra valdi stendur til að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.  Sem dæmi má nefna vorum við úti 17. júní og gátum þá spilað nokkur íslensk lög í hátalarakerfinu við sundlaugabakkann og sumir voru með andlitsmálningu og máluðu íslenska fánann á sig og fleira.  Þess ber að geta að við vorum bara tíu og lítill hópur miðað við heilan útskriftarárgang og reyndumst við því lítil á móti risastórum þýskum hópum með meiri kröfur.   Ef stórir hópar koma á Punta Arabi er oft búið að skipuleggja viðburði að þeirra skapi, svo sem íþróttakeppnir, strandpartý, sundlaugapartý og hver hópur getur í raun skipulagt sitt frí eins og hann vill, í samráði við starfsmenn.  Til dæmis væri hægt að segja fyrir fram hvernig tónlist hóparnir kjósa við sundlaugarbakkann, til þess að passa að teknóið fái ekki að taka öll völd.   En það verður að viðurkennast að sá partur staðalímyndarinnar, þ.e. teknóspilun, var engar ýkjur. Á hverju kvöldi er eitthvað að gerast við sundlaugabakkann og á diskótekinu; tónleikar, karókí, ýmiss konar keppnir eða froðudiskó svo eitthvað sé nefnt.  Fólki er því ekkert að vanbúnaði að vera hoppandi glatt öll kvöld.

Pakkinn sem Trans Atlantic bíður upp á gerir ráð fyrir því að gestir hafi aðgang að þremur máltíðum í matsalnum á dag, fríum drykkjum, áfengum (þó ekki alveg öllum) sem óáfengum, til 11 á kvöldin og auk þess er hægt að fá sér hamborgara, pizzusneið eða pylsu á svokölluðum Snack bar milli 12 og 5 ef menn eru svangir.  Maturinn var oftast fínn, alltaf hlaðborð svo allir áttu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  Allt frá salötum upp í franskar og heita kjöt-og pastarétti.  Þó oftast í svipuðum stíl.  Í þau fáu skipti sem við fórum á fætur á góðum tíma fórum  við í morgunmatinn og fannst hann hins vegar ekkert sérstakur.   Það er vissulega bindandi að þurfa að fara á mat á fyrirfram ákveðnum tímum og fólki finnst oft gaman að rölta um í útlöndum og finna veitingahús og borða á nýjum stöðum, en það truflaði okkur oftast ekkert að borða bara á klúbbnum.

Punta Arabi er staðsett mjög nálægt ströndinni og því stutt labb þangað.  Hægt er að fara á sérstakar strendur sem klúbburinn tengist eða labba lengra og skoða hvað fleira er í boði.  Alls konar vatnasport er að finna á ströndinni og sérstaklega fannst okkur gott að vera á strönd hjá manni sem heitir Cesar og er með bar, veitingastað, bekki og allt það vatnasport sem menn geta hugsað sér á fallegum stað.  Ströndin hjá honum er í um það bil tíu mínútna göngufjarlægð frá klúbbnum.  Punta Arabi er staðsett í litlum bæ sem heitir Es Canar og er túristabær og þar því einungis að finna hinar týbísku sólstrandabúðir og súpermarkaði en lítið um hátísku og skemmtistaði.  Það eru tveir barir nálægt klúbbnum; einn írskur pub sem heitir Murphey´s og okkur líkaði mjög vel við og annar sem heitir Granny´s og er með karókíi, pool og fleiru.  En ef menn vilja fara á stóra klúbba þarf að taka rútu, og borga inn á þá staði.  Okkur fannst í raun helsti ókosturinn að það væri ekki hægt að rölta bara með strandlengjunni og finna skemmtistaði og mannlíf, það var ekki mikið að gerast utan klúbbsins á kvöldin.  En starfsmenn Punt Arabi vilja líka helst að gestinir geti skemmt sér sem mest innan klúbbsins.

En það er ekki aðeins Punta Arabi sem býður upp á eitthvað skemmtilegt að gera heldur stendur Trans Atlantic líka fyrir ýmsum skoðunarferðum.  Þar má nefna bátsferð til fallegu eyjunnar Formentera þar sem hópurinn getur legið, sleikt sólina og notið útsýnisins á bátnum á meðan fararstjórinn segir frá sögulegum atburðum og stöðum.   Síðan er kveikt upp í grilli og gestum boðið uppá grillmat með öllu tilheyrandi, bjór og bestu sangria sem við höfum smakkað!  Hægt er að stökkva út í fagurbláan sjóinn og svo er líka farið með menn á sjálfa eyjuna.  Komið er til baka um kvöldið.  Önnur skoðunarferð var ferð að sjá sólsetrið á bar í nálægum bæ þar sem sólin sést detta snögglega ofan í sjóinn.  Auk þess var hægt að fara í jeppasafarí, vatnsrennibrautagarð, go kart og paintball. Farin er ferð til höfuðborgarinnar, Ibiza, þar sem hægt er að versla og sjá mannlífið.  Ekki voru búðir eins og H&M og Topshop og annað, en þó nokkrar fatabúðir sem þekktar eru.  Hápunktur kvöldsins var þó ÁN EFA funk jazz barinn Teatro Pereyra þar sem spiluð er live tónlist við mikinn fögnuð, verst var hvað við þurftum að fara snemma heim.   Fyrir þá sem fíla svona lagað er þessi staður algjört must! 

Farnar eru ferðir á stærstu skemmtistaðina, sem eru einnig þeir stærstu í heimi.  Þar spila yfir sumartímann þekktir plötusnúðar eins og Tiesto, David Guetta, Fedde Le Grand og Sander Kleinenberg.  Við sáum Tiesto á Privilege, stæsta skemmtistað í heimi sem tekur yfir 10.000 manns, það var þvílík sýning með dönsörum í demantsklæðum, ljósashowi og látum og það var í raun bara upplifun að sjá þetta, og þó að undirritaðaðar teljist kannski ekki áköfustu aðdáendur electrótónlistar almennt gátum við samt dansað frá okkur allt vit.  Við fórum líka á Pacha, sem er rosalega stór skemmtistaður með mörgum sölum og herbergjum með margs konar tónlist og líka dönsörum og fleiru.  Þess verður þó að geta að það er frekar dýrt að fara á þessa staði.

Ef áhugi er fyrir hendi er hægt að skipuleggja fleiri skoðunarferðir, t.d. útsýnisflug og loftbelgsferðir. Auk þess er hægt að leigja vespur og fjórhjól í Es Canar og þeytast um eyjuna og sjá mismunandi staði og kynnast fleirum af hinum mörgu fallegu ströndum Ibiza.

Fararstjórnin var mjög góð og allaf var hægt að ná í Sigurjón og var hann allur af vilja gerður að hjálpa okkur og aðstoða. Það kom okkur í raun mjög á óvart þar sem við erum vanar því í öðrum sólarlandaferðum að fararstjórarnir láti sjá sig sem minnst.  Við vorum látin hafa kort og upplýsingabæklinga og öll nauðsynleg númer til að við gætum alltaf náð í þá og svo komu þeir oft á klúbbinn til að selja í ferðir og sjá til þess að allir væru glaðir.
Við urðum ekki vör við eiturlyf né ógæfumenn af neinum toga og flestir voru bara mjög vingjarnlegir og gestrisnir.  Auðvitað þarf að passa upp á dótið sitt eins og alls staðar en almennt séð  fannst okkur staðurinn öruggur.

Ferð til Ibiza með þessum “All Inclusive” pakka er vissulega dýrari en aðrar ferðir, en á móti kemur að menn þurfa ekki að eyða peningum í mat og áfengi.  Og þegar allt kemur til alls er ferðin líklegast ódýrari en aðrar ferðir, sérstaklega ef hugsað er til þess hvað evran er há.

Ferð til Ibiza hentar frábærlega hópum sem leggja höfuðáherslu á að skemmta sér saman sem heild, hafa nóg að gera, kynnast betur og  þétta hópinn. Okkar reynsla var sú að mikil samheldni myndaðist meðal hópsins, góður andi var í kringum allt, djammið stóðst væntingar og allir fóru sáttir heim.  Okkar ímynd af Ibiza er klárlega önnur en áður og mun þessi ferð seint gleymast og Ibiza lifa í minningunni sem fallega eyjan sem aldrei sefur og svíkur engan!

Takk kærlega fyrir okkur!!

Sigrún Tómasdóttir og Birta Árdal Bergsteinsdóttir, gjaldkeri og ármaður Skólafélags Menntaskólans við Sund skólaárið 2010-2011.

headerheaderheaderheader
SÝ­um˙li 29 - 108 ReykjavÝk | Strandgata 29, 2 hŠ­, 600 Akureyri |SÝmi 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar ß FacebookStefna ehf Hugb˙na­arh˙s - Moya