Menntaskˇlinn Ý ReykjavÝk

Ibizafer­ 12.-20. j˙lÝ Laugardaginn 12. j˙lÝ var lagt af sta­ me­ morgunflugi til London ■ar sem vi­ millilentum Ý u.■.b. 9 tÝma. Vi­ komum farangrinum

Menntaskˇlinn Ý ReykjavÝk

Ibizaferð 12.-20. júlí

Laugardaginn 12. júlí var lagt af stað með morgunflugi til London þar sem við millilentum í u.þ.b. 9 tíma. Við komum farangrinum fyrir í geymslu og tókum lest niður að Oxford St þar sem var verslað þar til við fórum í næsta flug, beint til Ibiza. Við vorum lent laust fyrir miðnætti á flugvellinum í Ibiza þar sem fararstjórinn Diddi og Egill, eigandi Trans Atlantic tóku á móti okkur. Þaðan var loks keyrt á “hótelið” eða réttara sagt klúbbinn Punta Arabi, sem er einhverskonar skemmtanaþorp með veitingastöðum, leikvöllum, sundlaug, skemmtistað, matsal o.fl.

Þegar búið var að koma sér fyrir inná herbergjum sem voru misgóð, (Punta Arabi er tveggja störnu klúbbur en gæti eflaust fengið þriðju stjörnuna (sem er besta stjörnugjöfin fyrir klúbba) ef meira væri lagt upp úr herbergjunum), tók við tryllt froðupartí á skemmtistað Punta Arabi, vel liðið af krökkunum í ferðinni. Þar var dansað og sungið á sleipu dansgólfinu í stigmagnandi froðunni og köldu vatni var sprautað á gesti. Við fórum öll blaut, hrein og ánægð en þreytt inná herbergi með þessa fyrstu og mögnuðu upplifun á Ibiza.

Sunnudagur: Fundur með fararstjóra á hótelinu með glas af Sangríu og skoðunarferð um svæðið. Síðan var farið í hádegismat og ýmist legið á sólbekkjum við sundlaugarbakkann eða spilað borðtennis í skugganum. Um kvöldið var farið á Tiesto á Privlidge, eða megnið af hópnum. Privlidge er stærsti skemmtistaður í heimi. Það var svoldið mikið helt í sig á hótelinu áður en það lokaði fyrir “all inclusive” á barnum kl. 23. Því búið var að vara okkur við hrikalega háu verði drykkjanna á barnum á Privlidge. Bjór á 15 evrur og kokteill á 18. Sumir hefðu betur sleppt eða a.m.k. getað tekið því ögn rólegra á barnum en þegar upp var staðið komust aðeins 7 af 10 á endastað. Hátt verð drykkja á barnum var helsti ókostur þessa staðar því erfitt var fyrir þá sem mættu seint og um síðir, þegar búið var að renna af þeim, að halda áfram fjörinu. Þó var þetta þess virði, en aðeins til að geta sagst hafa farið á “stærsta skemmtistað í heimi”!

Mánudagur: Um daginn gengum við niður að strönd og kíktum á Cesar. Hann er með ýmis sjósport og bauð okkur að fara á bananaboat sem var geðveikt! Þar fengum við hierbasskot, einnig í boði Cecar, en það er þjóðardrykkur Ibiza, búið til úr ákveðinni grastegund. Þeir sem voru kaldir og blautir eftir sjósundið hlýnuðu efit þetta skot sem kom til með að njóta mikilla vinsælda hjá sumum seinna í ferðinni. Um kvöldið var kíkt á Murphy’s, þar sem tveir bræður, eigendur barsins og miklir íslandsvinir, slógu á létta strengi fyrir bargesti, okkur til mikillar skemmtunar. Þar komum við til með að kíkja oftar þar sem þeir tóku alltaf vel á móti okkur. Síðar um kvöldið var síðan farið til Ibiza-town og skemmt sér á „litla Laugarveginum“. Skemmtilegir barir og frábær tilboð á drykkjum alstaðar. Þetta var með betri kvöldum ferðarinnar.

Þriðjudagur: Farið var í bátsferð sem tók megnið af deginum. Lagt var af stað eftir hádegi og siglt að eyju rétt við Ibiza. Hefði veðrið verið betra hefði þessi ferð verið stórkostleg en því miður var heldur skýjað, rigning og kalt á sjónum. Svona veður á þessum árstíma er víst álíka sjaldgæft og að sjá þrumuveður á Íslandi. Önnur okkar varð veik á sjónum en þá var gott að koma við í eyjunni og fá sér kaffi og heitt kakó (sem hefði að öllum líkindum frekar verið svaladi drykkur á góðum degi). Maturinn í siglingunni var æðislegur og ávextir og drykkir í boði allan tímann. Tónlistin var líka mjög kósí. Komið var til baka á hótelið um miðnætti var kíkt á Murphy‘s í smá stund áður en þessi veika fór veik heim ásamt þessari ekki veiku inn á herbergi, enda dauðþreyttar eftir daginn.

Miðvikudagur: Hippamarkaður á Punta Arabi. Búið var að fylla stræti Punta Arabi með alls konar básum sem seldu ýmist föt, skart eða aðra hluti. Mikið var um svipaða bása en ekkert var verslað í þetta skiptið, enda frekar dýr verð við fyrstu sýn og mikill sparnaður var í gangi. Því miður missti veika stelpan af þessu því hún þurfti að fara til læknis og fá sprautu í rassinn og einhverjar töflur. Hún mælir eindregið með því að allir fái sér sjúkratryggingu áður en farið er út. Um kvöldið fóru þeir sem treystu sér á hverfisbarinn Murphy’s og eftir það var haldið á barinn Granny’s. Rosa skemmtilegt og einna skemmtilegast við þetta kvöld var hversu mikið svigrúm við höfðum því engin dagskrá var þennan daginn.

Fimmtudagur: 17. júní ætluðum við að hafa Íslendingadjamm á Punta Arabi en því miður varð lítið úr því þar sem of mikið var af Þjóðverjum sem vildu ekkert hlusta á Íslenska tónlist. Þó fengum við að heyra þrjú lög, Viltu Dick?, Thank You og eitthvað annað. Eftir kvöldmat var kíkt niður í Ibiza bæinn og skoðaðar verslunargötur og ennþá eldri götur. Þess má geta að sumar búðir voru opnar langt fram eftir öllu og mikið var umm skemmtilegt mannlíf þegar leið á kvöldið. Við gengum í gegnum hommahverfið þar sem risastórar dragdrottningar mættu okkur handan við hvert horn. Loks var farið á skemmtistað þar sem við fengum okkur einn drykk og hlustað var á ekta lifandi funk hlómsveit. Hópurinn kunni að meta þetta einstaklega vel og flestir hefðu viljað eyða öllu kvöldinu og jafnvel nóttinni á staðnum, en ég tel líklegt að okkar hópur hafi verið hálfgert einsdæmi um það. Síðan voru nokkrir sem kíktu á Murphy‘s þar sem hann hafði lofað okkur séríslenskum koktail í tilefni dagsins: Volcaino!

Föstudagur: Nokkrir í hópnum fóru í skoðunarferð í Ibiza. Þar fengum við að sjá og prófa rennibrautargarð sem var ferlega krúttlegur og skemmtilegur. Frábær tilbreyting frá ströndinni og sundlaugarbakkanum. Svo er í boði að fara í go-kart á braut sem leit út fyrir að vera virkilega skemmtileg. Einnig kíktum við á epískasta PaintBall völl sem til er! Eins og tekið var fram að þá var þetta skoðunarferð og við vorum ekkert að spila neitt sem hefði þó eflaust verið sjúklega skemmtilegt. Þetta var eins og að ganga inn í herbúðir í einhverjum frumskógi. Það er risastór grillaðstaða, sundlaug, fullt af grjónapúðum til að sitja á og síðan er einhverskonar hermanna-hvíldaraðstaða þar sem hægt er að horfa á liðin spila. Þetta svæði sem paintballgæjinn á er víst svo stórt að þú getur farið í Jeppasafari!!!
Pacha. Uppúr 01:00 vorum við mætt á Pacha, flottasta skemmtistað Ibiza. Hann var mjög glæsilegur og líktist völundarhúsi þar sem endalaust var af hæðum og herbergjum. Á aðal svæðinu var spiluð þessi hefðbunda House-Ibiza-Techno-Tónlist sem flestir voru orðnir frekar þreyttir á, enda ekkert annað spilað á sundlaugarbakkanum á Punta Arabi. Þessi staður var annars virkilega skemmtilegur. Veika, edrú gellan skemmti sér allavega konunglega þar til lifrin hennar fór að finna aðeins of mikið fyrir öllum bassanum. Sjónarspilið var svakalegt. Lazer-show í takt við tónlistina, skrautlegir dansarar og meira skrautlegir strippdansarar. Ef veika gellan hefði ekki verið veik hefði hún viljað vera þarna að eilífu að flörta við hommalega gæja sér til skemmtunar. Ekki veika gellan varð samt fljótt þreytt á tónlistinni.

Laugardagurinn19. júlí var tekinn á rólegum nótum. Sumir röltu niður í bæ eða niður að strönd. Aðrir héldu sig inná herbergi með kvef eftir nóttina áður til að safna kröftum fyrir ferðalaginu heim.
Lagt var af stað heim til Íslands upp úr miðnætti frá Punta Arabi. Starfsfólkið var kvatt með sorg í hjarta og sumir fengu koss á kynnina eða ennið frá Ray, körfuboltakyntröllinu. Tekið var tengiflug til London þar sem beðið var í daggóðan tíma á flugvellinum. Við vorum lent á Íslandi um tvöleytið eftir hádegi á sunnudeginum eftir langt og strangt ferðalag en með ágæta og skemmtilega upplifun að baki.

Kostir: Umhverfið á Ibiza er, ótrúlegt en satt, öruggt og þægilegt. Þessi orðrómur um allt dópið og viðbjóðin var afsannað í þessari ferð. Skemmtistaðir eins og Pacha taka virkilega hart á því að henda fólki út sem er grunað um að hafa eitthvað undir höndunum. Í raun er þetta frekar örugg eyja enda er meira en helmingurinn ferðamenn sem geta ekkert verið að flyta dóp og vitleysu inn. Íbúarnir eru síðan allt enskumælandi og vingjarnlegir einstaklingar. Auðvitað er samt aldrei sniðugt að fara eitthvað einn en eina fólkið sem virðist angra mann er fólkið sem er að veiða okkur inn á staðina. Herbergin voru alltaf vel þrifin og þernurnar þorðu aldrei að taka þjórféið okkar, enda ferlega elskulegar. Sama gildir eiginlega um flest allt stafsfólkið á Club Punta Arabi. Allir voru frábærir, virkilega skemmtilegir og elskulegir og klúbbeigendurnir voru einnig æðislegir. Maturinn á klúbbnum var einnig ágætur og nokkuð fjölbreyttur, drykkirnir voru fínir og enginn skortur á áfengi. Endalaus afþreying á staðnum, meðal annars sundbollti og ping-pong sem við mælum hiklaust með.

Gallar: Staðsetning hótelsins er frekar óhentug þar sem langar bílferðir voru í miðbæ Ibiza. Það skipti okkur samt ekkert miklu máli þar sem við gátum alltaf djammað á skemmtistað Punta Arabi þegar stemming var fyrir því eða skellt okkur á Murphy‘s. Svo er heldur ekki svakalega dýrt að taka leigubíl þarna. Herbergið okkar var frekar leiðinlegt, mikill raki og smá fúkkalykt. Þó var það bara aukaatriði þar sem við sváfum bara þarna. Það sem bætti þetta upp er án efa baðherbergið (góð sturta og stór spegill). Einnig var endalausa Ibiza-House-Tónlistin á sundlaugarbakkanum, sem byrjaði klukkan 10 og hélt áfram þangað til síðustu Þjóðverjarnir (sem hertaka svæðið á hverju ári en eru virkilega skemmtilegir) hættu að dansa á sundlaugarklúbbnum, frekar þreytandi til lengdar. Þó heyrðist aldrei í tónlistinni inni á herbergi þrátt fyrir hversu nálægt við vorum.

Inga María Árnadóttir og Ólöf Eyjólfsdóttir
Menntaskólinn í Reykjavík

headerheaderheaderheader
SÝ­um˙li 29 - 108 ReykjavÝk | Strandgata 29, 2 hŠ­, 600 Akureyri |SÝmi 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar ß FacebookStefna ehf Hugb˙na­arh˙s - Moya