Menntaskˇlinn Ý Kˇpavogi

IBIZA Vi­ fengum sÝmhringingu einn daginn og ■a­ var spurt okkur hvort vi­ vildum ekki fara frÝtt til Ibiza Ý viku, au­vita­ tr˙­um vi­ ■essu ekki strax

Menntaskˇlinn Ý Kˇpavogi

IBIZA

Við fengum símhringingu einn daginn og það var spurt okkur hvort við vildum ekki fara frítt til Ibiza í viku, auðvitað trúðum við þessu ekki strax en svo fór þetta að verða alvarlegt og við fórum að kaupa þetta. Þá voru þetta semsagt 10 krakkar saman sem fengu að fara frítt í boði Trans -Atlantic ferðaskrifstofunnar, krakkar úr MS, Kvennó, Verzló og MK og við erum að skrifa fyrir hönd MK. Tilgangurinn með þessari ferð var að við myndum upplifa Ibiza eins og hún er og að við gætum lagt inn OKKAR mat á þessum Ibiza ferðum hjá ferðaskrifstofunni.

Ímynd okkar á Ibiza fyrir brottför var alls ekki slæm en maður ýmindaði sér þessa djamm eyju þar sem það er djammað alla daga allan daginn og rosalega mikil læti.

þetta var ótrúlega skemmtilegt ferðalag til Ibiza, rosalega þægilegt hvað allt er nálægt tekur aldrei langan tíma að keyra til næsta bæ. Æðislegt hvað það er hægt að gera margt þarna.

Club Punta Arabi er ekki hotel heldur klúbbur, það eru mörg hús þarna fyrir 2-3 til að gista í . Það eru rosalega lítið af fjöldskyldum þarna heldur er bara ungt fólk þarna komin til að djamma og skemmta sér á Ibiza.  Herbergið sem við fengum var mjög fínt. Maður er ekkert að biðja um neitt meira en það sem var í boði inná herbergjunum í svona ferð en það hefði mátt vera ísskápur. Það voru svo rosalega mikið af pöddum og fyrsta daginn þegar við komum inn sagði Egill að það væru aldrei neinar pöddur inná herbergjunum en oft vorum við að sópa gólfin af því það var ekki hægt að labba án þess að stíga á dauðar pöddur. Rúmin voru góð og hin herbergin litu út fyrir að vera svakalega fín og góð. Starfsfólkið var frábært, alltaf í góðu skapi og kurteis og hresstu mann upp og komu að spjalla. Maður verður bara glaður þegar maður fær svona þjónustu og ánægður  Við vorum mjög ánægðar með starfsfólkið.

Það er hægt að gera svona bókstaflega næstum allt á þessu hóteli og hægt að biðja um allt og þá er skoðað hvort það sé ekki hægt að koma því í kring. Það var alltaf eitthvað að gerst á Club Punta Arabi. Maður getur farið í sundlaugina og þar gat maður spilað sundbolta, og svo gat maður fundið kletta til að stinga sér í sjóinn. Útiaðstaðan var mjög góð. Maturinn var mjög fínn, alltaf hægt að finna sér eitthvað til þess að háma í sig á fullu. Það er nú ekki hægt að tala illa um drykkina þarna, alltaf nóg að drekka og barþjónarnir kunna alveg að hella nóg í glas fyrir mann. Staðsetningin á hótelinu var nálægt ströndinni og litlum bæ, við tókum einn góðan hring um bæinn og okkur leyst mjög vel á það sem við sáum.

Skoðunarferðir
Siglingin til Formentera
Siglingin var æði þrátt fyrir kulda! Við getum rétt ýmindað okkur hvað þetta væri geggjað þegar það er sól og fleiri um borð. Maturinn var mjög góður og góð stemming, skemmtum okkur mjög vel!

Miðbærinn (verslunarferðin) á Ibiza
Miðbærinn var fínn gátum alveg verslað í nýja bænum og í gamla bænum ekkert smá gaman að labba þar sem hommagatan var og sjá allar dragdrottningar labba um það gerist ekki oft á íslandi.

Cecar og hans ferðir
Cecar var frábær, alltaf í góðu skapi og við fórum á bananaboat hjá honum og það var svakalegt stuð!

Klúbbar
Það var alltaf stuð á hótel klúbbnum á Punta Arabí, alltaf hægt að dansa lengi lengi við góða tónlist og skemmtilegt fólk. Það var alltaf æðislega gaman að sitja á sundlaugarbakkanum og spjalla við þjóðverja eða annað fólk og læra fullt af hlutum og hlæja og skemmta sér.
Miðbærinn var rosalega kósý og góður, hefðum alveg verið til í að eyða meiri tíma þar ef við hefðum haft hann og skoðað og upplifað mannlífið að degi til.

Barir nálægt hótelinu Murphy’s var hreint út sagt æðislegur, skemmtilegir tvíburnarnir sem áttu hann og voru þeir alltaf kurteisir og góðir. Gaman að geta dansað við live tónlist og upplifað aðra stemningu en technoið af og til.

Patcha Patcha var rosalega flottur og stór , ljósin og allt voru geðveik og dansararnir voru svo flottir að maður gleymdi sér alveg sérstaklega strákarnir. Áfengið þarna er alveg dýrt.

Privligde Eigum ekki orð yfir Privligde. Tiesto var svo mikil upplifun  og þessi klúbbur er svo stór og flottir barirnir sem eru þarna, það er eins og þeir séu inn í einhverjum skógi og þetta er svo stórt og gaman að dansa þarna og bara labba um og skoða. Rosaleg upplifun og eitt það besta af ferðinni!  Áfengið þarna er samt dýrt.

Farastjórnin hjá Trans-Atlantic
Diddi var snilld, svaka skemmtilegur maður og gaman að hafa hann með. Það var alltaf hægt að leita til hans ef maður þurfti hjálp við eitthvað eða vantaði eitthvað, þá var hann til staðar. Egill stoppaði stutt með okkur og við fengum því miður ekki meiri tíma til að kynnast honum en lítur út fyrir að vera mjög fínn gaur :)

Verð á svona ferð
Það þarf nú ekki að vera að eyða neitt svakalega miklum pening þarna ef maður vill það alls ekki, allt innifalið til 23:00 en eftir það er maður svolítið mikið í því að kaupa sér mat eða snarl eða eitthvað álíka og þessir peningar geta flogið frá manni áður en maður veit af því. Það er líka alltaf gaman að geta leigt sér vespu eða e-ð álíka skemmtilegt, farið til Cesars og gert allskyns skemmtilega hluti og kostar það nú auðvitað pening.

Lokaorð
Okkur fannst þessi ferð hreint út sagt GEÐVEIK, skemmtileg upplifun og við lítum á Ibiza núna með jákvæðu hugarfari og segjum ekkert nema góða hluti um þessa eyju, mælum eindregið með henni fyrir fólk á okkar aldri ef það vill upplifa skemmtilega djamm ferð. Það sniðuga við þetta er þessi “all inclusive” pakki. Mjög þægilegt og hentugt og þú mátt vera með læti allan sólarhringinn!
Við söknum Ibiza alla daga og þegar Flass hópurinn var þarna þá vorum við næstum því búnar að hoppa uppí næstu flugvél og joina partyið!

Við getum lofað ykkur því að þið munuð sjá okkur þarna næsta sumar með MK 92’ árganginn í eftirdragi tilbúin að upplifa Ibiza og Punta Arabí með okkur Mörtu og Sunnu og við getum ekki beðið. Erum strax byrjaðar að plana fyrir árganginn okkar og munum hafa samband þegar nær dregur.

Sunna Dís Guðjónsdóttir og Marta Kjartansdóttir

headerheaderheaderheader
SÝ­um˙li 29 - 108 ReykjavÝk | Strandgata 29, 2 hŠ­, 600 Akureyri |SÝmi 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar ß FacebookStefna ehf Hugb˙na­arh˙s - Moya