Kvennaskólinn í Reykjavík

Kvennaskólinn í Reykjavík Keđjan nemendafélag Ţann 12. Júní 2010 hélt flottur hópur frá 5 nemendafélögum til Ibiza í kynningaferđ á vegum

Kvennaskólinn í Reykjavík

Kvennaskólinn í Reykjavík
Keðjan nemendafélag

Þann 12. Júní 2010 hélt flottur hópur frá 5 nemendafélögum til Ibiza í kynningaferð á vegum ferðaskrifstofunnar Trans Atlantic og samstarfsaðilum þeirra. Ferðin er ætluð útskriftarhópum. Þeir sem fóru út voru fyrir Kvennaskólann í Reykjavík; Sindri Már Hjartarson og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir. Fyrir Verslunarskóla Íslands; Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir og Sigvaldi Fannar Jónsson. Fyrir Menntaskólann í Reykjavík; Ólöf Eyjólfsdóttir og Inga María Árnadóttir. Fyrir Menntaskólann í Sund; Sigrún Tómasdóttir og Birta Árdal. Fyrir Menntaskólann í Kópavogi; Sunna Dís Guðjónsdóttir og Marta Kjartansdóttir. Hér á eftir kemur skýrsla fyrir hönd Kvennaskólans í Reykjavík um þessa ferð. Njótið!

Ímynd um Ibiza fyrir ferð: Við héldum að Ibiza væri subbuleg djamm eyja þar sem Hollendingar, Þjóðverjar og Bretar réðu ríkjum. Algjör túristastaður þar sem lítið er um eitthvað menningalegt eða flotta staði til þess að sjá. Það er ekki óhætt að ferðast um þarna einn og það fylgdi með kókaín lína með hverjum bjór sem þú keyptir á barnum. Auðvitað hlaut að vera eitthvað aðlagandi við þessa eyju sem ungt fólk heimsækir þannig klúbbarnir eru örugglega mjög flottir og margir. Við höfðum heyrt um þessa stóru klúbba og einnig stjörnurnar í plötusnúðaheiminum eins og Tiesto, David Guetta og Sander Kleinenberg en þeir mundu ekki vera þarna allt sumarið eins og maður hafði heyrt.
Athugið – þetta er allt ímynd okkar áður en við forum til Ibiza.

Allar þær slæmu ímyndir sem þú ert með um Ibiza – gleymdu þeim!

Ferðalagið: Farið er með morgunflugi til Gatwick í London. Þar er löng bið framundan því flugið til Ibiza er ekki fyrr en um rétt fyrir miðnætti, s.s. kannski 12 tímar á flugvellinum. Það er full mikil bið en það sem við gerðum var að taka hálftíma lestarferð og þá vorum við mætt, fáránlega hress á Oxford Street að versla. Þetta er eiginlega auka/leyniferð sem er í boði inní þessari Ibiza ferð. Heill dagur í London, ekki amalegt það. Lestarkerfið í London er nánast fullkomið þannig þetta er ekkert mál og kostar einhver örfá pund að komast inní borgina.
Flogið er svo um kvöldið til Ibiza sem er sirkað 2 og hálfur tími þannig þetta ferðalag er eiginlega bara nokkuð þægilegt og gott, munið bara að taka með ykkur jakka í flugvélina því það voru svona  -38°C í flugvélinni. Við erum Íslendingar en jeeeesús minn hvað það var kalt.

Hótelið/þorpið: Skýring – Staðurinn heitir Club Punta Arabi en þetta er ekki hótel eins og margir halda heldur heitir þetta “Club Resort”. Munurinn er betur útskýrður af fagmönnum ferðaiðnaðarins en þetta getur til dæmis fengið max þrjár stjörnur og er þetta restort með tvær stjörnur. Þetta er í rauninni bara tveir gjörólíkir hlutir. Þetta er í rauninni bara þúsund manna þorp sem þú ert kominn inní og mig minnir að þetta séu einhverjir 80.000 m2 svæði, þannig þetta er alls ekki hótel.

Herbergin: Hér sér maður strax að þetta er ekki hótel. Gist er í svona “bungelows” sem eru í kringum allt þetta þorpið og inní þessum herbergjum er rúm, sturta, klósett, vaskur og skrifborð. That’s it!  Enda er ekki ætlast til þess að gestir séu inná herbergjunum en Íslendingar eru þekktir fyrir heimaparty og herbergischill þannig þetta er kannski óþægileg tilfinning að það sé lítil aðstaða inná herbergjum en það er flott aðstaða utan herbergisins, sérstaklega í sundlaugargarðinum þar sem leyfilegt er að drekka og hafa sín eigin chill party. Málið er að það er ætlast til þess að gestir séu ekkert á herbergjum sínum, heldur séu að nýta sér aðra aðstöðu sem “þorpið” bíður uppá. Þú þarft ALDREI, þá meinum við ALDREI að hafa áhyggjur að vera með of mikil læti á herbergjunum þínum. Það er vitað að fólk er þarna að skemmta sér og fólk er með læti, fólk er að drekka, fólk er að skemmta sér þannig læti eru leyfileg sem er mjög gott fyrir okkur Íslendinga. Meðalaldurinn er í kringum 20-22 ár í þorpinu og væri kannski líklegra að þér væri hent út af resortinu fyrir að hanga of mikið á herberginu þínu. Maður er fyrir smá vonbrigðum hvernig herbergin eru fyrsta daginn en þetta hætti að pirra okkur eftir fyrsta daginn.

Matur: Maturinn var eitthvað sem við vorum smeyk við áður en við fórum út. Við héldum að þetta yrðir bara matareitrun í pasta formi. Það kom okkur þá á óvart hversu vandað þetta var hjá þeim í mötuneytinu. Það er erfitt að labba þaðan út og vera ennþá svangur. Nóg af pasta, nóg af kjöti, nóg af grænmeti, nóg af drykkjum og nóg af ís. Við píndum okkur 2 sinnum að fara í morgunmat og okkur minnir að hann hafi verið bara nokkuð góður. Við vorum reyndar ekki í besta ástandinu til að dæma matinn þá því það var ennþá slatti af þessu bévítans fría áfengi ennþá í blóðinu.
Íslendingarnir eru víst einu gestirnir sem eru með frían aðgang að “snack barnum” á milli 12 og 17. Snack barinn er bara eins og lítil sjoppa sem selur hamborgara, kebab, pizzur, samlokur og svo framvegis. Þetta virkilega nett að við vorum með frían aðgang þarna því aldrei mundum við nenna nenna að vakna klukkan átta alla daga fyrir morgunmat.
 
Drykkir: Íslendingar fá svo kallað all inclusive armband sem veitir manni meðal annars aðgang að barnum frá morgni til 23:00 á kvöldin. Við sundlaugarbarinn eru tveir barir og alltaf um 4-5 starfsmenn þar. Þú getur fengið nánast alla drykki. Það er fáranlega gott að vakna í “ákveðnu ástandi” á morgnanna, skella sér í sundföt og rölta útí sundlaugargarð og fá eitthvað kalt að drekka, hvort sem það er fanta lemon, vatn eða gin og tonic. Það er boðið upp á alla drykki þarna, kannski ekki flottasta vínið en samt alveg bragðgott vín. Þau bjóða samt uppá þann möguleika að upgrade-a drykkina þína fyrir aðeins eina evru, skiptir ekki máli hversu flott uppfærslan er. Segjum að ég vilji fá vodka í bland, þá fæ ég bara ágætis vodka í gos (vodka í fanta lemon var mjög vinsælt) en ef ég borga eina evru þá get ég fengið Smirnoff vodka í Red Bull. Einfalt. Það er hægt að fá allt frá gosi, sangriu, gin, vodka, viský, romm… nánast hvað sem er. Svo klukkan 23:00 þá lokar fyrir fría áfengið en barirnir eru ennþá opnir alla nóttina og borgar maður einungis örlítið fyrir drykkina. Bjórinn kostaði eina evru, blandað áfengi (gin, vodka, viský…) kostaði svona 3-4 evrur. Að það sé boðið uppá frítt áfengi er að bjarga útskriftarferðahópum um himinháar upphæðir. Það er vanalega svo mikill kostnaður sem fer í áfengi og mat þannig þetta marg borgar sig. Í heildina þá eru þetta mjög flottir drykkir og í raun engin ástæða til þess að þurfa að upgrade þig en ef þú endilega vilt það, þá er það ekkert mál og kostar eina litla krúttlega evru.

Klúbburinn á hótelinu: Það er 1000 manna klúbbur á hótelinu og þá erum við að meina klúbbur, ekki bar. Þar sjáum við fyrir okkur að það sé hægt að skemmta sér frábærlega sérstaklega ef það eru margir íslendingar á svæðinu. Þegar við vorum þarna voru margir þjóðverjar sem týmdu ekkert að yfirgefa hótelið þannig þau voru alltaf á klúbbnum þannig að við náðum ekki að upplifa klúbbinn eins vel og hægt var. Þetta er mjög sérstakt hvernig klúbburinn lítur út, hann minnti okkur á bíósal þegar við sáum hann fyrst. Þetta er mjög flottur klúbbur miðað við að hann er á hótelinu en það er ekki hægt að bera hann saman við aðra klúbba á eyjunni. Það er hægt að skemmta sér konunglega á klúbbnum í rétta hópnum.

Privlidge: Við forum þangað að sjá meistara Tiesto þeyta skífum á stærsta klúbb í heimi. Nova notar slagorðið “stærsti skemmtistaður í heimi” en ég held að markaðsfulltrúar Nova hafa ekki farið á Privlidge því hann er mjööög stór. Það er erfitt að bera þennan klúbb saman við aðra klúbba sem höfðum farið út útum allan heim því þetta er algjörlega ný upplifun. Það er allt fáranlega flott þarna inni og ekkert verið að spara, enda kostar dágóðan pening að komast inn eða í kringum 70 evrur. Við teljum að það sé samt alveg þess virði því svona stemmingu og svona klúbb eigum við sjaldan eftir að sjá aftur eða upplifa aftur.

Pacha: Þetta er staður sem á sér sögu þarna á Ibiza og heyrðum við oftar en einu sinni um þetta fræga “Pacha attitude” (Tappi Tappason). Við forum þangað eitt kvöldið og sjá annan frægan DJ sem spilar víst þarna hvert einasta ár en það var Sander Kleinenberg. Þetta er líka mjög stór staður, mörg þúsund sem komast þarna inn og er þetta svipað dæmi og Privlidge að þú ákveður ekki bara “hmmm… í kvöld ætla ég þangað” heldur verðuru að kaupa miða. Á þessum stað er David Guetta með tónleika einu sinni í viku en því miður forum við ekki á þá. Þetta er staður sem er líka mjög gaman að sjá og staður sem þú upplifir bara á Ibiza. Þarna eru virkilega… þá meinum við (aðallega Sindri) viiiirkilega flottir dansarar og þar sem það er heitt þarna inni þá eru þessir dansarar mjög fáklæddir. Virkilega flottur staður og þar eru meira segja nokkur herbergi þannig þú þarft ekki að vera í klúbba tónlist allt kvöldið heldur geturu farið í næsta herbergi þar sem 90’ tónlist er eða í annað herbergi sem main stream tónlist er og svo framvegis. Það kostar líka dágóðan pening þarna inn en enn og aftur þá vill maður leyfa sér meira vegna þess að þú ert ekki að borga fyrir mat né drykki allan tímann sem þú ert úti.

Miðbærinn:  “Laugavegurinn” er langt frá staðnum sem gist er á, svona 30-40 mín í leigubíl en það er ekki eins slæmt og það hljómar. Enn og aftur þá vill maður kannski leyfa sér að taka leigubíl þangað nokkur kvöld þar sem þú borgar ekki fyrir neitt á klúbbnum sem gist er á. Í miðbænum eru mjög margir skemmtilegir klúbbar og einnig fáranlega mikið af fólki að reyna að veiða ykkur inn á staðina. Við fundum aldrei fyrir einhverri hættu eða vera rænd eða eitthvað álíka. Þetta var bara mjög nett og mjög gaman að fara þangað.

Barir nálægt gististaðnum:  Það eru ekki margir staðir í göngufjarlægð frá gististaðnum, getur talið þá á annari hendi. En það eru nokkrir mjög skemmtilegir og ber þar helst að nefna stað sem er við inngang gististaðsins okkar en þar er live music hvert einasta kvöld og það er hægt að dansa þar. Gott líka stundum að yfirgefa sundlaugargarðinn eitt og eitt kvöld. Þetta er samt meira um bari en ekki klúbba. Maður saknaði þess að vera ekki í stuttri fjarlægð frá klúbbunum en þá tók maður bara leigubíl í miðbæinn.

Starfsfólk: Starfsmenn klúbbsins eru alls ekki fáir enda er þetta risabatterý sem er verið að reka þarna. Það er náttúrlega þetta normal starfsfólk eins og afgreiðslufólkið, starfsfólk í búðunum, mötuneytið, diskótekið, barirnir en einnig er stór hópur þarna sem er kallaður “Animation”hópurinn. Þetta er hópur sem er frá Spáni, Þýskalandi, Hollandi og jafnvel Íslandi en þessi hópur sér til þess að gestirnir hafi alltaf eitthvað að gera og eru að skemmta gestunum. Þau sjá um útvarpsstöð í sundlaugargarðinum en annars eru þau alltaf tilbúin að spjalla, fara í borðtennis keppni, kenna okkur að surfa yfir sundlaugina eða bara hvað sem er. Þetta er mjög áhugaverður hópur og eru starfsmennirnir vel valdir af yfirmönnum, það fær ekki hver sem er þetta starf. Í heildina litið þá er starfsfólkið á þessum klúbbi alveg til fyrirmyndar.

Afþreying: Það er margt í boði á klúbbnum til að stytta þér stundir. Sundlaug, billjard, strandblak, körfubolti, fótbolti, waterpolo… hvað sem er! Klúbburinn er stór þannig það er margt í boði á svæðinu til að stytta þér stundir til afþreyinga. Animation hópurinn stendur líka daglega fyrir einhverjum keppnum á völlunum sínum. Mjög flott aðstaða. Á miðvikudögum fyllist klúbburinn af gestum því það er svona útimarkaður á klúbbnum. Þetta eru einhverjir hundruðir básar og klúbburinn gjörsamlega breytist þennan dag, virkilega skemmtilegt að sjá og mjög merkilegt að þetta sé inná klúbbnum en ekki á einhverju auðu svæði eins og þekkist á öðrum svipuðum mörkuðum. Ég hélt að það mundi pirra mig að það yrði pakkað af fólki þarna og erfitt að ganga um vegna fjöldans en þetta var bara virkilega mjög skemmtileg upplifun og fáir klúbbar í heiminum sem geta gert svona.
Klúbburinn  er með einkaströnd sem er í svona 10 mín fjarlægð. Ekki flottasta strönd í heimi en þetta er samt strönd.

Útiaðstað: Þetta er stórt svæði þannig það er oft smá spölur að labba. Svæðið er í svona brekku þannig kálfarnir fá góða æfingu eftir góðan tíma þarna úti. Fjarlægðin er samt aldrei meira en svona 5 mín þar sem þú ert að fara innan klúbbsins. Það er mjög hreinn og snyrtilegur klúbbur. Það er nóg af sólbekkjum, sundlaugargarðurinn er virkilega flottur, mötuneytið er stórt, afþreyingavellirnir (körfu, fóbó, blak..) eru allir mjög pro. Sjáum eftir því að hafa ekki tekið almennilega skó með mér út til að spila fótbolta en klúbburinn getur alltaf skaffað boltum. Eina slæma er að þetta er stórt svæði þannig það er langt á milli, ef maður er búinn að labba niður í lobbý en gleymdi veskinu uppá herbergi… þá eru líkur að þú fáir harðsperrur ef þú ætlar að skokka og ná í það. Annars er þetta mjög flott útiaðstaða.

Ferðir

Siglingin: Við forum í siglingu á aðra eyju sem er fyrir utan Ibiza. Við vorum mjög óheppin með veður en sé veðrið frábært (eins og það er í 99% tilfella) þá er þetta örugglega unaðsleg ferð. Flottur bátur, skemmtilegir leiðsögumenn, frábær eyja sem heimsótt er, dásamlegur hreinn sjór og bragðgóður matur sem boðið er uppá. Einnig þorði farastjórinn okkar að hengja sig uppá það að um borð væri boðið uppá bestu Sangriu sem hann hefði smakkað. Við erum núna bæði Sangriu fíklar takk fyrir okkur!
Skemmtileg ferð og voru margir íslenskir krakkar þarna úti þegar við komum og voru búnir að fara í þessa ferð í góðu veðri og sögðu þau að þetta væri hellað stöff!

Paintball, sundlaugargarður og GoKart: Sindri fór ásamt 3 öðrum að skoða þessa þrjá staði. Byrjum á sundlaugargarðinum. Hann er ekki sá stærsti í heimi, frekar minnir hann þig á Íslands… eitthvað lítið og krúttlegt. Það væri mjög gaman að fara þangað snemma og eyða öllum deginum þarna í tan-bakstri og í sundlauginni. Það eru litlar sem engar raðir í rennibrautirnar og þær eru svoa ágætlega flottar. Ef þú hefur upplifað sundlaugargarð á einhverjum stórum ferðamannastað þá er erfitt að bera hann saman við þennan á jafnan máta. En það eru engar raðir og alls ekki of troðið þarna. GoKart brautin er ágætis braut með flottum bílum. Mæli með ferð þangað eftir að sólin er sest og reynið að slá brautartímann. Ég fór því miður ekki hring á brautinni vegna þess ég hefði slegið brautartímann um margar sek þannig starfsmennirnir þarna leyfðu mér það ekki.
Paintball garðurinn er staður sem allur hópurinn ætti að fara og eyða heilum degi. Þar er mjög nettur paintball völlur, sá flottasti sem ég hef séð, sundlaug og möguleikinn í að grilla fyrir alla. Væri gaman að byrja á bekkjarmóti, kæla sig svon niður í sundlauginni, fá sér grillmat og pilla sér svo heim gististaðinn í fría áfengið. Hljómar’etta ekki vel?

Cecar: Þetta er strandarbar í svona 10 mín göngufjarlægð. Þetta er orginal Ibiza gaur og er aljgör toppnáungi. Hann er með flottan bar ásamt mörgu svona water sport activity. Hann bauð okkur á bananabát og skemmtum við okkur frábærlega. Einnig fóru einhverjir á JetSki og sumir á waveboarding en hann býður uppá nánast allt þarna. Mjög gott líka að fá sér göngutúr þarna á daginn og chilla á ströndinni hans, við gerðum það allavega oft.

Farastjórn: Sindri hafði upplifað útskriftarferð áður með annari ferðaskrifstofu þannig að hans orð fá að njóta sín núna í smá stund. Það er mjög auðvelt að bera saman þessar ferðir farastjóralega séð s.s Ibiza og til dæmis Costa del Sol. Staðan endar svona Ibiza 173 – 1 Costa del Sol (Costa fær 1 stig vegna þess þau sóttu okkur og skutluðu okkur á flugvöllinn). Ég hélt að “farastjórn væri “easy job” áður en ég kom til Ibiza, að þau þurftu bara að sækja okkur á flugvöllinn og skutla okkur svo aftur á flugvöllinn en svo er ekki. Þarna sá ég virkilega í fyrsta skipti hvernig farastjórn virkar og vá hvað þetta er þægilegt að vera með almennilegan farastjóra. Við sáum farastjórann okkar á hverjum degi og var hann alltaf til halds og traust ef eitthvað bar uppá. Hann fór með okkur í nánast allar ferðir og það sem við tókum strax eftir er að hann vissi frá fyrstu mínútu að við vorum þarna 19-20 ára einstaklingar sem vorum að fara að skemmta okkur. Hann sagði okkur að hann heldur oft kannski svona 4-5 kynningsfundi því hann veit að fólk var að skemmta sér kvöldið áður og vaknar kannski á réttum tíma. Það kom uppá að 2 stelpur í hópnum fengu slæma magaverki og þá þurftum við bara að hringja í hann og hann nefndi við okkur hvert ætti að fara, hvað við þurftum að panta og hvað það kostaði. Hann var búinn að vera á Ibiza í mörg mörg ár þannig hann vissi alveg hvernig hlutirnir virkuðu á þessari eyju. Virkilega flott fararstjórn og fær hún 5 stjörnur af 4 mögulegum.

Verð: Þetta er nokkuð einfalt. Þessi útskriftarferð er í heildina litið miklu ódýrari en aðrar útskriftarferðir. Það kostar meira í þessa ferð áður en þú ferð út en í aðrar útskriftarferðir en þetta borgar sig upp á fyrstu 2-3 dögunum. Við erum að tala um að maður þarf ekki að borga fyrir áfengi og maður þarf ekki að borga fyrir mat. Það er svo kostnaðarsamt annarstaðar. Þegar allt er tekið saman þá er þessi ferð líklegast mun ódýrari þó að þú farir á alla þessa skemmtistaði og í þessar ferðir.

Lokaorð: Ímynd okkar um Ibiza er allt allt allt öðruvísi í dag en fyrr á þessu ári. Við getum auðveldlega sagt að þessi ferð er tipp topp fyrir útskriftarhópa, sérstaklega þegar stórir skólar fara og þ.a.l. fjölmennur hópur. Ibiza er mjög falleg eyja, mun fallegri en við bjuggumst við. Hún bíður uppá allt sem hugurinn girnist. Ég held að það sé alveg klárt mál að þetta var ekki í síðasta skipti sem við heimsækjum þessa fallegu eyju og vonum við að fleiri fari þangað og þá sérstaklega útskriftarhópar því þessi sérstaka ferð hentar þeim fullkomlega. Gististaðurinn er mjög flottur, verðið er mjög gott, skemmtistaðirnir eru mjög góðir. Frábær ferð og okkur langar eiginlega bara út aftur sem fyrst.

Takk kærlega fyrir okkur!
Fyrir hönd Kvennó
Sindri Már Hjartarson og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir

headerheaderheaderheader
Síđumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hćđ, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnađarhús - Moya