Umsagnir ┌tskriftarnemenda

Undanfarin ßr hefur fj÷ldi ┌tskriftarnemenda bŠ­i ˙r framhaldsskˇlum sem og hßskˇlum dvali­ ß Ibiza Ý virkilegum huggulegheitum. Ůß heimsˇttu einnig

Umsagnir ┌tskriftarnemenda

Undanfarin ár hefur fjöldi Útskriftarnemenda bæði úr framhaldsskólum sem og háskólum dvalið á Ibiza í virkilegum huggulegheitum. Þá heimsóttu einnig sumarið 2010 fulltrúar stærstu framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu Ibiza til að veita henni umsögn sína og deila með ykkur sinni reynslu.

Veljið viðkomandi skólaheiti
til að lesa umsögn þeirra:


Aðrar umsagnir hafa einnig borist og eru hér birtar:


Ibiza júlí 2009
Club Punta Arabi
 
Hótelið er einsog lítið fallegt hverfi. Herbergin eru góð en ekki svo stór. Baðherbergi og svo svefnherbergi. Svo við sundlaugina er hægt að komast í tölvur og einnig er salur fyrir þá sem eru að lyfta (ræktin). Sundlaugin er stór og svo eru tveir barir við sundlaugina. Þar færðu eins mikið frítt áfengi og gos allt að frá 9 a morgnanna til 23 á kvöldin. Svo er sala á börunum. Einnig er skyndibitastaður við sundlaugina sem opnar um miðnætti ef maður er svangur þar er hægt að fá allskyns mat Kebab er vinsælast svo eru pizzur og hamborgarar og flr. Svo kl 00:00 öll kvöld opnar Oceon sem er skemmtistaðurinn á hotelinu. Hann er huge og tónlistin dynur langt fram á nótt.
 
Starfsfólk Punta Arabi er með skemmtanir allan liðlangan daginn alveg fram að miðnæti þá tekur dj-inn við. Alltaf bilaðslega góð tónlist á fóninum þegar er legið i sólbaði, allskyns leikir og skemmtanir. Svo á hverju kvöldi er eitthvað sérstakt. T.d Strandarparty þá er farið með allt crewið á ströndina i party og tilboð á barnum, svo er karoki kvöld, casino night og sundlaugarparty og margt margt fleyra.
Mjög gaman að vera þarna um kvöldið, koma sér í gírinn og kikja svo á PACHA SPACE eða AMNASIA.. það er algjört must !

Maturinn var mjög góður en soldið þreytandi til lengdar.. Mikið af sallati. Alltaf franskar og svo fiskur eða kjöt. Á morgnanna var brauð, jógurt og morgunkorn. Í hádeginu var oftast pasta og eitthvað í þá áttina. Á kvöldin var svo heitur matur. Fiskur eða Kjöt. Gef matnum þarna 7 stig.

Mest allt þjóðverjar en þó einhverjir frá Spáni. Töluð mest allan daginn þyska í sundlauginni en þá er bara að biðja þá um að tala ensku þar sem þýskan er ekki alveg uppá 100. En allt í allt yndislegt hótel og gott að vera þarna. Sérstaklega á aldrinum 18-25 myndi eg segja.

Kv.Rósa og Rebekka :)


Ibiza-ferð útskriftarnema FSH '08-'09 sumarið 2009.

Langri bílferð frá Húsavík og tveimur flugferðum fylgir óhjákvæmilega leiðindi.  Það var þó ekki teljandi vesen á leiðinni, því fyrir utan að vera með þaulvön flugvallardýr, svo sem atvinnumann í hinni göfugu skíðaíþrótt, vorum við samferða öðrum fararstjóranum til Ibiza, henni Nadíu.  Þegar þangað var komið fengum við stutta kynningu frá Nadíu og hinum fararstjóranum, Sigurjóni.  Því næst vorum við ekin að hótelinu okkar, Hotel Nautilus, í San Antonio, sem ég held að hafi verið næststærsta þéttbýlissvæðið á eyjunni.

Þaðan í frá var maður bara kominn í frí, tæpar tvær vikur til að gera nokkurn veginn hvað sem maður vildi.  Það var margt sem stóð þar til boða, bæði skipulagðar ferðir hjá Sigurjóni og Nadíu í klúbba, paintball og bátsferð, svo eitthvað sé nefnt og að sjálfsögðu ýmislegt á hinum ýmsu stöðum á eyjunni, parasail, sjóbretti/-skíði og margt fleira sjótengt. Vespuleiga, sundlaugargarður, go-kart, en auðvitað mæli ég bara með að kíkja á hvað er í boði.  Mjög gott var að eiga við fararstjóranna, bæði ef eitthvað kom uppá og hvað afþreyingu varðaði.

Hótelið sem við vorum í var svo sem ekkert súper, en það var vel hægt að éta þar, hlaðborð um morgun, hádegi og kvöld, frítt á barnum! og maður var sannarlega ekki stunginn og rændur uppi í herbergi eftir því sem við tókum eftir. :D

Ekki eins og maður hafi varið miklum tíma þar nema til að hella í sig og rækta sortuæxlin á ströndinni, sem veðrið bauð sannarlega uppá, en það var yndislegt mestallan tímann.  Eyjan sjálf var mjög flott.  Ég fór sjálfur með nokkrum öðrum að skoða gamla virkið í Eivissa og mæli hiklaust með því, fullnægði alveg litla menningarvitanum í mér sem var farinn að væla yfir endalausu djammi.

En já, djammið sjálft!
Eftir að vera búinn að yfirbuga lifrina á hótelinu var minnsta mál að trítla “niðríbæ” í San Antonio, en þar var að finna góða djammgötu með ótal börum, tveimur klúbbum sem var fínt að kíkja í til að hita sig upp fyrir Eivissa (sjá neðar), subbulegum strippbúllum og útbrunnum djömmurum af öllum gerðum. Einnig voru fleiri barir á víð og dreif um bæinn, yfirleitt með rólegri stemningu en þeir á djammgötunni, ef slíkur var hugur manna.  Þessi upptalning á að sjálfsögðu bara við um San Antonio, sem er ekki nema hluti sögunnar.

Í Eivissa, aðalstaðnum þarna, er allt morandi í klúbbum, og við hittum ófáa klúbbapotara sem lofuðu hægri vinstri að þeirra klúbbur væri sá stærsti/besti/heitasti.  Mjög gaman var að kíkja þangað, þótt ekki væri það í labbfjarlægð eins og miðbær San Antonio, en því má redda með hræbillegri strætóferð eða ekki jafn billegum leigubíl.  Hvað klúbbamiða varðaði var mjög fínt að tala við gædana okkar, sem voru öll af vilja gerð að redda okkur miðum sem voru alveg pottþéttir.  Kostar hálfan handlegg að kaupa áfengi á barnum þegar í klúbbinn er komið í flestum tilvikum, en þetta er ómissandi oplevelse.

Ég veit ekki hvað fleira ég gæti sagt, ferðin var í heild mjög ánægjuleg og ég mæli með henni!

Úff, bara farið að langa aftur.

Bestu kveðjur,
Veigar Pálsson
 

Útskriftarferð Verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, júní - júlí 2009

Ákveðið var að halda til Ibiza sumarið 2009 til að fagna útskrift úr B.Sc námi í verkfræði. Í heildina vorum við 17 manns. Allt frá byrjun ferlisins hafði maður það á tilfinningunni að við værum í góðum höndum sem reyndist svona líka rétt. Allt frá undirbúningi, pöntun miða og miðlun upplýsinga til ferðalanga, til utanumhalds á staðnum gerði það að verkum að ferðin heppnaðist einkar vel í alla staði.

Það voru engin vandamál þegar kom að miðapöntunum og greiðslu og voru fulltrúar Trans-Atlantic þolinmóðir og skilningsríkir. Við fengum allar upplýsingar um hótelið og ferðalagið, auk allra ferðagagna mjög tímanlega.

Flugið var eins og við var búist, lággjaldarflugfélög með ágætis flugvélum og var millilent í London á leiðinni svo flugferðirnar voru í styttri kantinum. Þegar komið var til Ibiza beið okkar fararstjóri sem fylgdi okkur upp í rútu sem ók beinustu leið á hótelið sem við gistum á.

Við gistum á fínu hóteli að nafni Hotel Hawaii. Innifalið í verðinu var fullt fæði, hlaðborð þrisvar sinnum á dag þar sem hægt var að velja úr ótal réttum svo allir gátu fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Einnig voru fríir drykkir á barnum fram yfir miðnætti sem fólk nýtti sér óspart. Starfsfólkið á hótelinu var allt af vilja gert og voru mjög hjálpsöm. Eini gallinn á hótelinu var að þetta var hugsað sem fjölskylduhótel og þar af leiðandi var mikið af fjölskyldufólki og barnaskemmtunum sem hentaði okkur ekki. Maður fór þó að meta hótelið sitt með tímanum og í lok ferðar vorum við fegin að hafa verið á þessu hóteli en ekki á einhverju unglingahóteli þar sem farið var ránshendi um herbergi gesta og fleira í þeim dúr.

Lang stærsti plúsinn við ferðina var án efa fararstjórnin. Við vorum með tvo virkilega góða fararstjóra, þau Sigurjón og Nadiu, sem vildu allt fyrir okkur gera. Auk þess að vera virkilega skemmtilegur félagsskapur þá þekktu þau eyjuna mjög vel og skipulögðu frábærar skoðunarferðir, pöntuðu borð á veitingastöðum fyrir okkur, redduðu okkur miðum á diskótek og voru alltaf til í að hjálpa okkur og koma okkur í samband við rétta fólkið ef okkur vantaði eitthvað.

Í heildina þá var þetta virkilega góð og skemmtileg ferð sem mun lifa lengi í minningunni og Trans-Atlantic og þeirra fólk átti stóran þátt í því að gera ferðina að því sem hún var.

Fyrir hönd útskriftarferðahóps verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík 2009,
Snorri Sigurðsson
headerheaderheaderheader
SÝ­um˙li 29 - 108 ReykjavÝk | Strandgata 29, 2 hŠ­, 600 Akureyri |SÝmi 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar ß FacebookStefna ehf Hugb˙na­arh˙s - Moya