Flýtilyklar
Skoðunarferðir og almenn afþreying

ATH. Öll verð eru birt með fyrirvara um breytingar þjónustuaðila
Sigling til Formentera með Katamaran seglbát
Innifalið: Rúta báðar leiðir, sigling, leiðsögn, drykkir og matur
Verð: 95 evrur *
Báturinn tekur 100 manns og er þjóðernið um borð blandað nema ef við erum með sérferð fyrir okkur, fer eftir eftirspurninni. Þetta er
vinsælasta skoðunarferðin okkar. Við getum tekið hana sem morgunferð og heim um eftirmiðdaginn eða byrjað um eftirmiðdaginn og komið heim um
kvöldið.
Farið er í rútu til Ibiza þaðan sem báturinn fer. Þessi ferð er með öllu inniföldu og þurfa farþegar því í
raun ekki að taka neinn aukapening með sér nema þeir vilji kaupa eitthvað þegar farið er í land á Formentera. Siglingin sjálf til Formentera
með þessum báti tekur ca. 1,5 klst.
Formentera er litla systir Ibiza og sér sveitarfélag. Eyjan er rúmir 80 km2 og þar búa að staðaldri ca. 10 þús. manns. Eyjan hefur alltaf
verið þekkt fyrir að þar búi mikið af listamönnum. Það er líka alltaf meiri slaki á fólkinu á Formentera, svona almennt,
heldur en á Ibiza, „Laid back beach life x 2“. Þegar um borð er komið geta farþegar gengið að drykkjum, bæðu óáfengum og
áfengum. Frammi í bátnum eru net sem vinsælt er að liggja og njóta sólarinnar og hafgolunnar. Gott er að ná fljótlega plássi
þarna þar sem allir farþegarnir komast ekki fyrir þarna. Fljótalega eftir að lagt er af stað gerir kafteinninn ekta góða Sangríu
(þjóðardrykkur Spánverja, rauðvín blandað saman við kryddaða líkjöra, romm, gos og ávexti o.fl.) handa farþegum. Um leið og
siglingin hefst byrjar leiðsögumaðurinn um borð að útskýra það sem fyrir augu ber á nokkrum tungumálum, þar af alltaf á ensku.
Þegar komið er til Formentera ákveður skipstjórinn hvar skal stoppa, fer eftir vindum og sjó. Fyrsti kostur er alltaf hin frábæra strönd Iletas
sem á sér vart hliðstæðu í Miðjarðarhafinu. Sjórinn er svo tær að það minnir mann helst á sundlaug. Ef ekki er hægt
að stoppa við Iletas velur skipstjórinn aðra strönd í nágrenninu. Kastað er akkeri og byrjað að ferja fólkið á ströndina
með Zodiac (gúmmíbát). Þeir sem vilja ekki kíkja á ströndina slaka bara á um borð í bátnum en vinsælt er að stinga
sér í tæran sjóinn og synda í kringum bátinn og þeir allra hörðustu synda í land :)
Gert er ráð fyrir ca. tveggja tíma stoppi og á meðan er hluti áhafnarinnar að undirbúa grillmat handa farþegum sem borðaður er um borð
í bátnum. Grillmatur, kjúklingabringur, svínakjöt, kartöflusalat, ítalskt salat, ferskt salat og brauð (allir verið mjög
ánægðir með matinn hingað til).
Eftir matinn er bara „chill“ og fólk heldur áfram að leika sér í sjónum og síðan er haldið til baka. Komið er aftur til Ibiza um
17.00 og þá bíða rútur á hafnarbakkanum til að flytja okkur til baka upp á hótel. Ef um eftirmiðdagsferð er að ræða erum
við að koma til hafnar um kl. 22.00 og um 23.00 upp á hótel.
Hafa í huga fyrir ferð:
Frá því að báturinn leggur af stað þar til borðað er líða nokkrir klukkutímar
því er mikilvægt að fólk borði morgunmat áður en lagt er af stað ef um morgunferð er að ræða og hádegismat ef við erum
að fara í eftirmiðdagsferðina.
Taka með sér sundföt, handklæði og sólarvörn. Hafgolan getur blekkt mann þegar hún kælir mann niður í sólbaðinu
út á sjó.
Sólarlagið í San Antoni
Innifalið: Rúta báðar leiðir og leiðsögn
Verð: 30 evrur *
San Antonio er einn aðalferðamannastaður Ibiza. Þar má finna skemmtilegar andstæður í afþreyingu. Göngustígurinn með klettaströndinni, sem snýr í hávestur, er vinsæll yfir sumarið hjá gestum eyjarinnar. Þar eru nokkur fræg veitingahús sem byggja afkomu sína á vinsældum sólarlagsins. Frægast er Café del Mar sem var stofnað í byrjun áttunda áratugarins og ruddi brautina. Vinsælast í dag er aftur á móti Café Mambo sem er við hliðina á Café del Mar. Á Café Mambo er mikið fjör á hverju kvöldi, bæði í kringum sólarlagið og ekki síður í kringum upphitunarpartý frægra plötusnúða, s.s. Erick Morillo, David Guetta, Swedish House Mafia, Roger Sanchez, svo einhverjir séu nefndir. Við förum á staðinn í rútu og miðum við að vera komin klukkutíma fyrir sólsetur ca. kl. 20:00 Við njótum stemmningarinnar þarna fram eftir kvöldi en röltum svo með ströndinni niður að höfninni í San Antonio og dettum þar inni í hið fræga West End svæði. Stemmningin í West End er töluvert frábrugðin hinni yfirveguðu svölu stemmningu í kringum Café Mambo. West End samanstendur af nokkrum göngugötum og minnir stemmningin þar töluvert á góða sumarnótt um helgi í 101 Reykjavík. Einnig er þarna stutt í tvö ágæt diskótek, Es Paradis og Eden ásamt götulífi og annarri afþreyingu. Farið er til baka á fyrirfram ákveðnum tíma eftir miðnætti. Hisst er við ákveðið kaffihús sem allir finna og röltum saman niður á rútustoppustöðina þar sem rúta bíður okkar.
Hafa í huga fyrir ferð:
Njóta vel en passa sig á gylliboðum í West End og bara yfirhöfuð fara varlega og halda haus :)
Kvöldferð til Ibizaborgar
Innifalið: Rúta báðar leiðir og leiðsögn
Verð: 30 evrur *
Aðalborg Ibiza heitir Ibiza líkt og eyjan. Við förum þangað í rútu og skellum okkur inn í mannlífið. Við byrjum á að kíkja aðeins inn í Dalt Vila hverfið, sem er elsti borgarhlutinn og er innan þriggja kílólmetra virkisveggja sem reistir voru á snemma á 16 öld. Við röltum um þröngar götur þar sem sagan drýpur af hverjum steini. Við höldum svo niður í gamla hverfið við höfnina, La Marina, þar sem fullt er af verslunum og veitingastöðum. Eftir góðan göngutúr er gefinn frjáls tími sem farþegar geta nýtt til að versla eða bara njóta fjölskrúðugs mannlífs sem á sér vart hliðstæðu. Farið er til baka á fyrirfram ákveðnum tíma eftir miðnætti. Hisst er við ákveðið kaffihús sem allir finna og röltum saman niður á rútustoppustöðina þar sem rúta bíður okkar.
Hafa í huga fyrir ferð:
Njóta vel en hafa í huga að verð veitingastaðanna er afar mismunandi eftir hvar þeir eru í borginni.
Opnunartími verslana er frekar frjálslegur, sumar eru jafnvel opnar fram yfir miðnætti.
Sjósport hjá César
Innifalið: Þetta er göngutúr í boði húsins :)
Verð: 0 evrur *
Það verður enginn svikinn af heimsókn til Césars. Hann er með allt sjósport á strönd sem er í göngufæri við Club Punta Arabí. Við höfum haft það fyrir reglu að kíkja á þennan mikla meistara eftir kynningarfundinn á fyrsta degi. César er fæddur og uppalinn á Ibiza og hefur skemmtilegan og líflegan persónuleika. Við fáum hann til að segja okkur allt frá „local“ drykknum Hierbas ásamt því sem hann gefur okkur að smakka þennan leyndardómsfulla eyjalíkjör sem meðal annars er búinn til úr fjallagrösum. Margir kíkja svo aftur í heimsókn til Césars í fríinu sínu enda mjög gott og skemmtilegt „chill out“ :)
Hafa í huga fyrir ferð:
Hafa með sér sundföt og sólarvörn. Upplýsingar um verð í sjósportið eru hjá
fararstjórum.
Klúbbarnir á Ibiza
Innifalið: Rúta önnur leiðin og útvegun klúbbamiða
Verð: Mismuandi evrur eftir klúbbum og kvöldum
Eyjan skartar nokkrum frægstu diskótekum í heiminum. Fararstjórar verða ykkur innan handar með að velja þá klúbba og þau kvöld
sem þykja mest spennandi á meðan heimsókn ykkar stendur. Fararstjórar munu einnig selja ykkur miða á ódýrara verði en greiða þarf
í hurð. Það eru fjögur diskótek á Ibiza sem standa upp úr. Þau eru:
i. Pachá (frægast)
ii. Amnesia
iii. Privilege (stærsti klúbburi í heimi, max 14 þúsund gestir)
iv. Space
Það fer síðan eftir því hver er spurður þegar spurt er „hvaða klúbbur er bestur, flottastur?“
Eitt hafa þeir þó allir sameiginlegt, þeir eru dýrir. Ekki óalgengt að miðinn kosti frá 30 – 60 evrum, fer eftir hvaða
plötusnúðar eru að spila. Dýrt er líka að drekka inn á þessum stöðum. Algengt verð á gos eða bjór í
flösku er um 10€. Sterkt áfengi í gosi er um 17€. Það er því mikilvægt að velja vel hvenær maður vill heimsækja hvað
klúbb. Ekkert eitt kvöld er eins. Allir þessir klúbbar hafa sín þemakvöld og bestu kvöldin geta verið mánudags – eða
þriðjudagskvöld.
Á eftir þessum fjórum fyrrnefndu diskótekum eru staðir eins og Eden og Es Paradis í San Antonio. Ekki eins flott og ekki eins dýr og hinir fjórir
en það munar samt ekki miklu, þá sérstaklega á barnum. Stelpur fá oft frítt inn á þessa staði og einnig er oft boðið
frítt inn til kl. 01.00 Það er þó skammgóður vermir ef fólk ætlar sér að drekka á barnum því verðin þar
eru mjög há.
Við metum þetta þannig að fólk eigi tvímælalaust að kíkja á þessa klúbba en vanda valið og vera meðvitað um
verðlagið en auðvitað mótmælir því enginn að það er rosalega flott að komast á viðburð með David Guetta eðaTiesto sem hafa verið fastagestir á Ibiza með sína músik undanfarin ár.
Önnur afþreying og skoðunarferðir
Þegar litið er til afþreyingar þá er gott að byrja á að kynna sér hvað hótelið sem þið eruð á er að
bjóða upp á. Til dæmis er Club Punta Arabí með dagskrá frá morgni til kvölds. Dagskráin er skemmtileg blanda af
íþróttum og djammi þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Vinsælt er líka að leigja sér Vespu eða fjórhjól og fara í sína eigin skoðunarferð. Á Ibiza er fleiri tugir af ströndum,
bæðum litlum og stórum. Margir litlir skemmtilegir bæir eru líka þess virði að heimsækja, svo eitthvað sé nefnt. Áður en lagt
er upp í svona ferð er gott að tala við fararstjóra og láta þá merkja inn á kort athyglisverða staði.
Á Ibiza er enginn stór skemmtigarður, eyjan er meira eins og einn stór skemmtigarður. Þeir sem hafa gaman af því að fara
ívatnsrennibrautargarð geta kíkt í heimsókn í Aguamar. Aguamar er ekki stærsti vatnsrennibrautagarður Spánar en alveg þess
virði að kíkja á.
Farþegar okkar hafa líka skemmt sér vel í Paint Ball garðinum á Ibiza sem er tvímælalaust einn sá flottasti í Evrópu. Ef
það er áhugi fyrir Paint Ball þá setjum við upp slíka ferð.
Go Kart hefur líka verið vinsælt, sértstaklega hjá strákunum og hart hefur verið tekist á á brautinni. Ef það er
áhugi á að halda Go Kart mót þá skellum við því inn í dagskrána hjá okkur. Bæði hægt að leigja 200cc og
400cc bíla.
Jeppasafarí er ein af dagsferðum sem við bjóðum upp á en hefur ekki fest sig í sessi hjá okkur enda dýr ferð og farþegar
okkar hafa tekið siglinguna fram yfir sem að okkar mati er rétt forgangsröðun.
TOGA Partý. Ferðaskrifstofan getur haft milligöngu um uppsetningu og framkvæmd á sérstöku TOGA kvöldi fyrir skólahópa þar
sem hópurinn hefur strandsvæði hótelsins sem einkaströnd eina góða kvöldstund. Þá er strandsvæðið lýst upp með
viðeigandi ljósum, hljóðbúnaður og DJ komið fyrir ásamt starfsfólki sem sér um matargerð og drykki. Verðlag vegna
kvöldstundarinnar ræðst af fjölda þátttakenda og fyrirkomulagi kvöldsins skv. óskum hópsins.
* ATH. Öll uppgefin verð eru skv. fyrirliggjandi verðskrá og geta breyst án fyrirvara af hálfu seljenda erlendis en ferðaskrifstofan staðfestir verð jafnóðum og bókanir eru gerðar og haldast verð þá óbreytt fram að dagsetningu hverrar ferðar.
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði

til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.