Klúbbarnir og næturlífið

Ibiza er ÓUMFLÝJANLEGA hin einna og sanna Mekka dansins og tónlistarinnar í Evrópu. Ef þú ert partý- og djammljón ertu á réttum stað !  Ibiza státar af

Klúbbarnir og næturlífið

Ibiza er ÓUMFLÝJANLEGA hin einna og sanna Mekka dansins og tónlistarinnar í Evrópu. Ef þú ert partý- og djammljón ertu á réttum stað !  Ibiza státar af sumum stærstu og bestu næturklúbbum í heiminum sem árlega draga til sín margar þekktar stjörnur, hina ríku og frægu, hina ungu og tískulegu, þá fallegu en einnig hina undarlegu og skrítnu, rólega fólkið, en fyrst og fremst partýljónin !

Við hvetjum þig eindregið til þess að skoða smábrot af hinu óviðjafnanlega djammi og næturlífi sem einkennir Ibiza yfir sumarið með því að velja Video síðuna hérna til hliðar. Góða skemmtun

Til að komast á milli er ekkert mál að nota sér þjónustu Diskórútunnar sem keyrir á milli klúbbana allar nætur eða taka leigubíl sem er alls ekki dýrt dýrt ef þið eruð nokkur saman í ferðinni !  Varðandi klæðaburð eru engar sérstakar reglur í gangi en sumir staðir banna sundfatnað – Mættu á staðinn í útfærslu sem slær í gegn – Þú gætir nefnilega fengið frítt inn á staðinn fyrir vikið.


Privilege Stærsti næturklúbbur heimsins, hvorki meira né minna samkvæmt heimsmetabók Guinness Book of Records, með pláss fyrir allt að 10,000 manns í einu. Einn þekktasti klúbburinn á Ibiza eyju og sá mest áberandi. Skemmtanir fela meðal annars í sér cirkus atriði, ljósbláar sýningar, skrautgarð innandyra og risastóra sundlaug. Staðsettur mitt á milli Ibiza borgar og San Rafael.Barasta að sleppa sér þarna – stanslaust !

El DivinoNútímalegur klúbbur á einum fallegasta staðnum við höfnina í Ibiza borg. Gríðarlega vinsæll og þekktur meðal ríkra og frægra snekkjueigenda við höfnina. Við hin sem þangað sækjum komum aðra leið að klúbbnum

Pacha Eini klúbburinn á Ibiza sem er opinn allt árið. Fyrsti Pacha klúbburinn opnaði á Ibiza 1973, annar í röðinni og nú eru yfir 70 Pacha víða um heiminn. Hann er svo stór að þú getur hæglega týnst inn í honum – sem sumir hafa lent í !  15 barir, opinn útigarður með útsýni yfir Ibiza borg, með veitingastað og Sushi bar. Perfecto !

Space Þetta var fyrsti eftir-lokun klúbburinn sem varð til, en hefur þurft að aðlaga sig aðeins að breyttum reglum um opnunartíma. Hann er staðsettur á Playa d'en Boss rétt við Ibiza borg og er alltaf fantaheitur allt sumarið. Keep it Up!

Es Paradis Yfirþyrmandi píramyndalöguð bygging með útsýni yfir San Antonio flóa. Með 9 bari og dansgólf sem breytist stundum í vatnspartý. Hot and wet – No problemo Senores!

Amnesia Staðsett einnig á leiðinni milli Ibiza og San Rafael, þetta er frábær staður sem setur upp ótrúlega flott party. Búðu þig undir eitt besta lazer showið sem þú hefur upplifað sem og þurrísvélina sem dælir skýjum inn á staðinn í gegnum op í dansgólfinu. Magnað fyrirbæri – Takk fyrir !

Eden  Hét áður Kaos og er einn af nýjustu klúbbunum á Ibiza eyju. Staðsettur við sjávarsíðuna inn í miðbæ San Antonio. Staðurinn tekur 5,000 manns og er þekktastur fyrir froðupartýin sem eru yfirþyrmandi. Kannski er bara gott að skella sér í bað !


Þetta eru stærstu klúbbarnir. Ekki er mögulegt að útlista hér alla þá hundruði dansklúbba, bari og tónlistarklúbba sem hafa saman skapað orðstír Ibiza eyju sem heimsins besta klúbbaparadísar. Bara á West End götunni í San Antonio eru yfir 150 barir og klúbbar.

Á að ræða þetta eitthvað frekar ?

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya