Hippamarka­urinn sÝungi

┴ Ibiza fyrir rÚtt r˙mum 30 ßrum ■egar “blˇmab÷rnin” flykktust til Ibiza var sett upp marka­ur me­ řmsar v÷rur sem ■eir voru a­ selja ■ˇtt a­

Hippamarka­urinn sÝungi

Á Ibiza fyrir rétt rúmum 30 árum þegar “blómabörnin” flykktust til Ibiza var sett upp markaður með ýmsar vörur sem þeir voru að selja þótt að sjálfsögðu bæri mest á heimagerðu handverki. Hefur þessi markaður lifað góðu lífi síðan þótt seljendurnir séu flestir orðnir nýjir en auðvitað er alltaf einn og einn af “gamla skólanum” sem viðheldur góðri hefð og selur áfram sínar vörur.

Hippamarkaðurinn eini og sanni – því í samkeppninni hefur hann eignast samkeppnisaðila sem líkir eftir honum – er alltaf haldinn einu sinni í viku, á miðvikudögum. Undanfarin ár hefur hann verið staðsettur í Es Canar eða nánar tiltekið inn á svæði Club Punta Arabí þar sem okkar gestir dvelja.

Það er hreint ótrúlegt að vakna upp á miðvikudagsmorgni og þegar komið er út blasir við gríðarmikið mannhaf en talið er að yfir 20 þúsund manns sæki markaðinn daglega þegar hann er haldinn og yfir 500 söluaðilar eru með bása eða pláss undir sínar vörur. Til marks um vinsældir markaðarins þurfa nýjir söluaðilar að bíða í allt að 2 ár eftir að komast að !

Þarna úir og grúir öllu saman, handverki, skartgripum, fatnaði, skóm, höttum, sjölum, pípum og kveikjurum, teikningum, handklæðum, glervöru og alls konar smávarningi. Verðið er jafn breytilegt og vöruframboðið en auðvitað slá allir til og prútta aðeins um verðið og yfirleitt má reikna með því að hægt sé að lækka vöruverð um allt að 20 % ef vel tekst til. Þó er afslátturinn alltaf háður efniskostnaði og vinnuframlagi og loks því sem mestu skiptir – hvernig viðkomandi söluaðila gengur að selja !

Okkar gestir á Club Punta Arabí þurfa ekki að borga aðgangseyri en gestir alls staðar af Ibiza koma hingað til að upplifa stemmninguna og fjörið sem fylgir þessum mannmikla og lifandi markaði.


headerheaderheaderheader
SÝ­um˙li 29 - 108 ReykjavÝk | Strandgata 29, 2 hŠ­, 600 Akureyri |SÝmi 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar ß FacebookStefna ehf Hugb˙na­arh˙s - Moya