Gisting

CLUB PUNTA ARABI er svokallaður "Vacational Club" á ensku eða "Club de Verano" á spænsku enda í eðli sínu lítið þorp (Resort) með smáhýsum (bungalow) eða

Club Punta Arabí Resort

CLUB PUNTA ARABI er svokallaður "Vacational Club" á ensku eða "Club de Verano" á spænsku enda í eðli sínu lítið þorp (Resort) með smáhýsum (bungalow) eða 382 herbergjum, litlum götum og göngustígum, íþróttasvæðum, sundlaug, börum, diskóteki, verslun, móttöku o.fl. þar sem boðið er upp á "allt innifalið"

Staðurinn er einfaldlega hannaður til að taka á móti Ungu fólki á aldrinum 18 – 30 ára en meðalaldurinn á Punta Arabí er 22 ára. "Vacational club" eins og Punta Arabí er ekki með sömu stjörnugjöf og hótel. Þeir geta verið frá einni til þriggja stjörnu og er Club Punta Arabí tveggja stjörnu, eða CV**.

Á Punta Arabí er þétt dagskrá þar sem ýmislegt er í boði af sérvöldum hópi Afþreyingarhópsins (Animation Team) eins og strandblak, körfubolti, borðtennis, fótbolti, sundlaugarleikir, tískusýningar, karíókí kvöld, útvarpsstöð við sundlaugina, diskótek með völdum þemakvöldum s.s. White Nights, Hippy Nights sem og Froðupartí fram eftir nóttu og svona mætti lengi telja. Þá er í boði köfunarskóli (afsláttur fyrir okkar gesti) sem veitir Alþjóðlegt skirteini að námskeiði loknu.

Punta Arabí er þekkt fyrir að bjóða góða þjónustu og var nýverið valinn besti staðurinn á Spáni fyrir ungt fólk af samtökum aðila í ferðaþjónustu. Staðurinn tekur 1.000 manns og honum sinna yfir 100 starfsmenn 24 klst – allt til að tryggja góða þjónustu og að gestir hafi alltaf nóg fyrir stafni, s.s. að fjörið taki aldrei enda! Stundum fá gestir nóg af sólinni og vilja fá útrás í íþróttum. Ef engin íþróttadagskrá er þá stundina er hægt að fá t.d. blakbolta lánaðan hjá skemmtanastjórum og skella upp blakleik :)

Eftirfarandi þjónusta er til staðar: 24 klst vakt í móttöku, loftræsting í almennum rýmum, þvottaaðstaða (gegn vægu gjaldi bæði fyrir þvottavél og þurrkara), internet (1 evra per 15 mín), diskótek, veitingastaðir, barsvæði með afþreyingu, 1 útisundlaug með ferskvatni, 2 sundlaugabarir, snack bar,
veitingastaður og smávöruverslun (bjór, vín, sólarvörn, sælgæti og annað smávægilegt).
 
Þá er ótalin sú staðreynd að hægt er að taka frá smá tíma til að grípa sólargeislana og skella sér á sólbekkina sem eru við sundlaugina eða fara niður á ströndina sem er aðeins nokkur hundruð metra í burtu. Ekkert gjald er fyrir sólbekki en gestir eru beðnir um að taka ekki handklæðin með sér af herbergjum heldur versla þau fyrir óverulega upphæð í næstu smáverslun.

Öll herbergi á Punta Arabí eru með sér baðherbergi með sturtu auk þess sem öll herbergi sem okkar farþegar gista í eru með loftræstingu en aðrir gestir þurfa að greiða fyrir það sérstaklega. Við innritun á herbergin (í smáhýsin) fá gestir blátt aðgangskort sem einnig virkar sem rafrænn lykill. Kortið þarf að sýna þegar mætt er í matsalinn enda staðfesting á því að viðkomandi sé gestur á hótelinu og í "all inclusive" (öllu inniföldu). Þessi bláu kort virka einnig sem debit kort  inn á svæðinu og nýti maður sér það þá fær maður 25% afslátt. Þetta gildir t.d. þegar maður er að versla á barnum fyrir utan "all inclusive" tímann og drykkina. Kortið veitir þó ekki afslátt í súpermarkaðnum en verðin þar eru mjög sanngjörn. Þetta virkar þannig að maður setur pening inn á kortið í gestamóttöku, lágmark 20€. Ef síðan peningur er inn á kortinu við brottför greiðir hótelið ykkur það út.  Okkar mat er að þetta sé góð þjónusta sem allir ættu að nýta sér því þrátt fyrir að maður sé í "all inclusive" þá kaupir maður alltaf eitthvað sem er ekki innifalið, gott dæmi væri t.d. nokkra drykki á Ocean 971 diskótekinu á Punta Arabí.

Til athugunar:
Öryggishólf eru í gestamóttöku og er aðgangur að þeim 24/7. Maður borgar leigugjald pr. sólarhring, 2,5€ (sumarið 2010). Einnig þarf maður að leggja fram tryggingu 10€ sem maður fær endurgreitt þegar maður skilar hólfinu. Lítið er um þjófnað á Punta Arabí en við mælum þó með því að gestir taki sér öryggishólf til að geyma fjármuni, vegabréf o.þ.h. Nokkrir geta deilt sama hólfinu til að spara kostnað. Loftkælingin í herbergjum er sett í gang með fjarstýringu sem afhent er við innritun. Til að fá fjarstýringuna þarf hvert herbergi að reiða fram 20€ í tryggingu. Þegar síðan gestir fara og skila fjarstýringunni er þetta greitt til baka. Til að fá endurgreitt, bæði vegna öryggishólfs og vegna fjarstýringar þarf að passa vel kvittanir þær sem þið fáið í hendur þegar
þið greiðið trygginguna, engin kvittun engin endurgreiðsla við brottför.


Es Canar þar sem Club Punta Arabí er staðsett er cirka 15 mín í leigubíl á helstu staðina t.d. til Amnesia og Privilege sem er 23 km, 28 km til San Antonio, 21 km til Ibiza borgar og 21 km til Pacha. Álíkar vegalengdir gilda ef dvalið er í San Antonio og farið á þessa staði, en þó er styttra þaðan á Es Paradis og Eden. Leigubíll frá Punta Arabi eða frá San Antonio á þessa helstu klúbba kostar cirka 35 evur sem er ásættanlegt verð ef nokkrir eru saman um ferðina. Hægt er að panta sérstaklega minibus frá Punta Arabi á einstaka klúbba, bæði fram og tilbaka sem og aðra leiðina eingöngu. Verð cirka 14 evrur báðar leiðir en lágmarksfjöldi þá 25 manns

Es Canar er þó nær gömlu Ibiza borginni þar sem frægasta diskótek eyjarinnar er og sumum finnst alltaf það besta – Pacha. Einn blaðamaður sem við ræddum við sagði að það væri svipað með Pacha og Eiffelturninn í París – Einfaldlega MUST SEE ! 
Við mælum einnig eindregið með því að gamla Ibiza borgin sé heimsótt bæði að degi til og að nóttu enda mannlífið þar alveg einstakt og umhverfið allt mjög ólíkt því sem er bæði á Es Canar og í San Antonio

Diskórútan gengur svo alla nótina á milli staða og er alveg þrælgaman að nýta sér hennar þjónustu enda hún ávallt hlaðin af ungu, skemmtilegu og djammþyrstum næturtröllum. Diskórútan byrjar sína áætlun um miðnættið og er á ferðinni á hálftíma fresti. Verð í hverja ferð er cirka 6 evrur. Strætó gengur frá Es Canar til Santa Eulalia og þaðan áfram til Ibiza borgar sem og San Antonio en einnig víðar um eyjuna. Verð cirka 5,50 evrur

Gimsteinninn er svo ströndin sjálf sem á ekki sinn líka, gullinn sandurinn, kristaltær og hlýr sjórinn svo langt sem augað eigir. Ibiza er fyrst og fremst staðurinn til þess að sleikja sólina og láta hana baka sig vel yfir daginn og skemmta sér síðan linnulaust þegar næturhúmið skellur á allar nætur

headerheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya