Skoðunarferðir

Skoðunarferð um Granada og Alhambra Granada   er ein fallegasta borg  Spánar og þó viða væri  væri leitað. Granada var  síðasta vígi arabiska

Skoðunarferðir

Skoðunarferð um Granada og Alhambra

Granada   er ein fallegasta borg  Spánar og þó viða væri  væri leitað. Granada var  síðasta vígi arabiska konungsdæmisins og gætir þar enn all mikilla áhrifa arabiskrar  byggingalistar þar. Þar má  m.a. sjá eina glæsilegustu byggingu heims Alhambra höllina sem var áður fyrr heimili Sutlans af Andalusiu, öll byggingin og garðurinn eru eitt listaverk.  Í dag er þetta vinsælasta bygging Spánar, milljónir ferðmanna koma ár hvert þangað. Þá munum við skoða aðrar glæstar byggingar eins og Kapelluna, San Jeronimo klaustrið  og Dómkirkjuna svo eitthvað sé nefnt.  Við  munum rölta um þessa einstaklega fallegu borg og láta okkur líða aftur í tima og rúmi.
 
Kl 11.00
Lengd: Hálfur dagur
Innfalið: Rúta, aðgangur að Alhambra höllinni, Dómkirkjunni, Kapellunni og íslenskur fararstjóri


ATHUGA  þessa ferð þarf  vanalega að panta  með 2ja mánaða fyrirvara til að vera viss um að komast inn Alhambra höllina. Svo þeir sem hafa áhuga endilega láta vita strax.
 

Alpujarras fjallasvæðið

Alpujarras er staðsett milli fjallgarðanna Sierra Nevada, Lújar og Gádor og nær alveg niður að Miðjarðarhafinu frá Mulhacén. Svæði er þekkt fyrir gríðar fallega náttúru, þar má sjá fjallstinda, gljúfur, gil, dali og falleg lítil þorp. Svæðið var byggt af Rómverjum til forna, en á frá 8 öld og i hundruðir ára var það undir yfirráðum Mára sem settu sinn svip á byggingalistina, þá komu þeir sér upp áveitukerfi, maturinn er þar enn undir áhrifum þeirra. Þaðan kemur líka nafnið. Einanagrað og með erfitt aðgengi I gegnum aldirnar hefur þetta bratta landssvæði veruð að miklu leiti ósnert. Það er eins og Alpujarra svæðið hafi stoppað í tíma. Þorpin í Alpujarra með sin hvitkölkuðu hús hafa dreifst um hliðar svæðisins innan um skógi vaxið svæðið. Fegurð þessarra þorpa eru eitt af meginaðdráttarafli þess. Lanjarón með öll sín spa, er frægt  fyrir langlífi og góða heilsu íbua þess er hliðið að undrum Alpujarra svæðisins. Trévelez er hæst staðsetta þorp í Evrópu og þekkt fyrir sina sultugerð, annað þorp er Poquera sem er einna vinsælt ferðamanna þorp, þá ma nefna Pamponeira, Bubion og Capileira. Frá þessum þorpum koma sögur jafnt af galdranornum, ilmandi oliutrjám og silung með sultu. Við munum borða í einum af þessum þorpum.  Margir rithöfundar hafa heillast af þessu svæði og sett þau í bækur sína, mánefna Pedro Antonio de Alarcón, Gerland Brennan og  Federico Garcia Lorca. Dansar, hátíðir og gamlir siðir hafa haldist þarna í árhundruði. Hátíðir Mára og Kristinna manna eru enn viðhaldið víða á svæðinu. Ein sú frægasta og sú sem haldist hefur lengst óbreytt er Trovos frá Alpujarra. Næst við Alpujarra er Lecrín dalurinn þar má sjá  mikil appelsínu og sítrónu svæði, sem gefa fra sér sterka lykt. Stórkostleg náttúra og gömul spænsk mennig frá fyrri tíð mun þvi verða á vegi okkar.

Kl 9.30
Lengd: Dagsferð
Innfalið: Rúta og íslenskur fararstjóri

headerheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya