Aðeins um ferðina

hópferðir,hópaferðir,fyrirtækjaferð,útskriftarferð,ferðaskrifstofa,akureyri,ibiza,mexico,portugal,albania,

Gdansk - Pólland

Hin glæsilega Hansaborg

Gerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar. Flogið er  allt 
Gerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar. Flogið er allt árið, tvisvar í viku. Boðið er upp á flug eingöngu eða pakkaferðir með og án afþreyingar.

Varðandi fyrirspurnir sendið okkur tölvupóst á info@transatlantic.is

Gdansk er ein elsta og fallegasta borg Póllands og þó viða væri leitað, en aldur

borgarinnar má rekja eitt þúsund ár aftur i tímann eða svo eða allt til ársins 997 þegar St. Adalbert biskup af Pragkom i heimsókn. Borgin liggur að sjó er staðsett við Gdansk flóa sem er við Eistrasaltið. Gdansk er vinsæl ferðamannaborg sökum sögu sinnar og glæsilegs arkitektúrs.
Þessi glaðlega borg á mikilli velgengni að þakka sinni þúsund ára Pólsk-Þýskri sögu. Þar voru Hansakaupmenn all fyrirferða miklir fyrr á öldum. Arkitekur gamla bæjarins ber þess glögg merki. Þar má m.a. finna stærstu Gotnesku kirkju i heiminum sem hlaðin er úr múrsteinum. Þegar veldi Hansa kaupmann stóð sem hæst i Gdansk þá var velta borgarinnar meiri en velta A-Indíafélagsins i London, sem var ansi mikil á þeim tíma. Þetta er heimaborg Lech Walesa, þess heimsþekkta verkalýðsleiðtoga, þar sem Samstöðu hreyfingin varð til er markaði endalok Kommúnismans i A-Evrópu.



Á velmerktar árum Gdansk sem byggðist á viðskiptum var borgin ein sú ríkasta i Evrópu, mátti þar finna mismundi menningu og þjóðerni, þar bjuggu allir í sátt og samlindi. Þá voru menning, listir og vísindi í hávegum höfð. Í dag má sjá verk framúrskarandi listamanna borgarinnar víðsvegar um borgina í söfnum, kirkjum og galleríum. Verk þeirra má rekja gegnum aldirnar. 

Borgin er einstaklega falleg og bíður uppá margt fyrir ferðamanninn. Hún er í dag þekkt sem mikil menningarborg, eru þar haldnar fjölmargar alþjóðlegar menningarhátíðir t.d. á sviði leik og tónlistar. Þar má finna fallega garða, útimarkaði, þröngar litlar steinilagðar götur og sögulegar byggingar . Þá eru við borgina fallegar sand strendur sem eru mjög vinsælar.

Alltaf er gaman að rölta um fallegar gamlar borgir og láta hugann reika afur í tíma og rúmi. Gdansk en engin undantekning i þeim efnum. Fallegustu göturnar i borginni nefnast Dluga og Dlugi, saman eru þær þekktar sem Trakt Królewski eða Konunglegi vegurinn. Þar bjó ríka fólkið og nánast hvert hús hefur sína sögu að segja. Önnur kennileiti   má nefna ,svo sem Neptune brunninn, Borgarstjórnar húsið(town hall), Gylta húsið(The Golden House) sem er talið eitt það fallegasta i borginni, Kranann yfir Motlav ánna, Konunglegu Kapelluna, Oliva dómkirkjuna, Gdansk Vitann, Amber safnið og Wisloujscie virkið.

Góðir og spennandi veitingastaðir og kaffihús er viða að finna og þá er hægt að gera góð kaup í verslunum eða mörkuðum borgarinnar. Gdansk er einstök borg sem skilur mikið eftir, hún er augnayndi fyrir þá sem þangað koma.


header
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya