Ferðalýsing 20 - 30 Maí 2022

 Georgía og Armenía 20. - 30. Maí 2022Perlur Kákasusfjalla, hlið Evrópu að Miðausturlöndum og AsíuForn menning, heillandi mannlíf, hrífandi saga og

Ferðalýsing

 Georgía og Armenía 20. - 30. Maí 2022
Perlur Kákasusfjalla, hlið Evrópu að Miðausturlöndum og Asíu
Forn menning, heillandi mannlíf, hrífandi saga og stórkostleg náttúra




Dagur 1 og 2 20 - 21 Maí Tbilisi
Fljúgum til Riga i Lettlandi kl 15.05 þar sem við lendum um kl 21.45. Áframhaldandi flug er svo til til Tblisi i Georgíu kl 23.05 og þar er áætluð lending kl 04.25 um nóttina 11 september. Frá flugvelli er keyrt beint á hótelið sem verður Hotel Radius en á hóteli verður boðið upp á eitthvað létt fyrir svefninn.

 

Dagur 2 21 Maí Tbilisi City Tour – Mtskheta – Gudauri
Við byrjum daginn á skoðunarferð um höfuðborg Georgíu, Tblisi. Byrjum í Metekhi hverfinu, sem er elsta svæði borgarinnar. Förum síðan með kláf til Narika sem 4. aldar virki en þaðan er frábært útsýni yfir borgina og Mtkvari ánna. Einnig skoðum við Móður Georgíu minnismerkið. Við röltum síðan um gamla bæinn og þar sjáum við m.a. Abanotubani sulfur böðin, en ein þjóðsaga borgarinnar tengist þessum stað. Undir niðri eru hverir sem hita baðið, þetta er sögulegur baðstaður sem sagt. Við skoðum lystigarð borgarinnar og förum sem leið liggur til Anchiskhati kirkjunnar þar sem kraftaverka íkon af Jesú Kristi er geymt. Við skoðum Gabriadze leikhúsið með sínum fallega turni, röltum framhjá fyrrum þinghúsinu, óperu og ballet húsinu svo eitthvað sé nefnt og upplifum tíma og rúm. Hádegismatur í Mtkheta sem er fyrrum höfuðborg Iberia konungsdæmisins á tímabilinu 3. öld fyrir Krist til 5. aldar eftir Krist.



Við heimsækjum Jvari klaustrið sem byggt var á 6. öld og er á heimsminjaskrá Unesco. Við keyrum sem leið liggur til næststærstu kirkju Georgíu, Svetitskhoveli sem er þekktur staður sem grafreitur möntu (mantle) Krists, meistaraverk frá miðöldum og er einnig á heimsminjaskrá Unesco. Kvöldmatur en við gistum í  fjallaþorpinu Gudauri sem er þekktasti skíðastaður Georgíu. Hótelið okkar þar er Gadauri Inn 4* en það er sérstaklega vinsælt á veturna enda staðsetningin paradís fyrir skíðafólk.

Dagur 3 22 Maí Gudauri –Stepantsminda – Ananuri – Tbilisi
Við erum nú stödd í Kákasus fjöllum í gríðarfallegu umhverfi. Við skoðum minnismerki Rússa og  Georgíu sem byggt var árið 1983 til að fagna samvinnu Sovíet Georgíu og Sovíet Rússlands. 

 

Við keyrum svo til fjallaþorpsins Stepantsminda og njótum frábærs útsýnis yfir Kákasus fjöllin, en bærinn hefur verið nefndur sem einn fallegasti smábær í heimi, en staðsetningin er vægast sagt stórkostleg. Þá skoðum við Gergeti Triniti kirkjuna sem jafnframt hefur verið útnefnd sem ein fallegasta kirkja í heimi af tímaritinu Telegraph. Við munum fá kennslu og taka þátt í gerð handverks úr ull upp á gamla mátann í Stepantsmida. Borðum hádegismat og höldum svo sem leið liggur aftur til Tiblisi  en á leiðinni heimsækjum við Ananuri kastalann og virkið. Kastalinn hefur í aldanna rás oft verið þungamiðja mikilla orrusta en síðast árið 1739 var ráðist á hann af Shansheof Ksaniand og kveikt i honum. Við komum við i Dariali Föður klaustrinu, sem var gert upp árið 2005. 
Tækning við vingerðina er komin frá prestum, í þeirra vínkjallara munum  okkar fyrstu kynni af Georgiskru vingerð, við munum fá að smakka á þeirra vínum.
Við gistum svo í Tblisi og borðum kvöldmat þar á einu þekktasta veitingahúsi borgarinnar Mtsvadiauri, þar sem ekki er sparað við nögl. Við gistum síðan á Hotel Radius í Tblisi.

Dagur 4. 23 Maí Tbilisi – Telavi –Tsinandali - Kvareli - Tbilsi
Við förum strax um morguninn til Kakheti svæðisins sem er eitt áhugaverðasta svæði i Georgiu með mikla náttúrufegurð, klaustur, , góðan mat og sagan við hvert fótmál og þar má finna yfir 5000 sögulegar byggingar og  muni . i Kakheti er þekktasta vingerð landins, við förum til Telavi sem er miðpunktur Kakheti héraðs, þaðan er hlutunum stjórnað. Við borðum svo hádegismat í Telavi og förum í vinsmökkun i Shumi vingerðinni. Telavi er borg á stærð við  Akureyri, en hún er staðsett við rætur Tsiv - Gombori fjallgarðsins.  Í bænum má finna tré sem eru 900 ára gömul, sem er eitt af einkennum bæjarins. 

Þvi næst keyrum við þorpsins Tsinandali en þar munum við skoða Aleksander Chavcahvadze safnið. Alexander þessi var þekkt ljóðskáld í Georgíu og var hann sá fyrsti sem sem byrjaði að tappa vín á flösku í Georgíu, í þorpinu Tsinandali, við munum að sjálfsögðu smakka og skoða okkur um í vínkjallaranum.  Safnið er i raun herrasetur sem hefur verið breitt í miðstöð menningar í Georgíu en þar eru haldnar allskonar sýningar og menningarviðburðir. Þetta er í raun húsasamstæða þar sem finna má víngerð, hótel, safn, kaffihús og sem glæsilegur garður umlykur. Chavchavadze fjölskyldan var áhrifamikil í Georgísku samfélagi og spilaði þar stóra rullu.

Við keyrum sem næst til Kvareli til að skoða Gremi sem er glæsilegt mannvirki er samanstendur af turni, varnarvegg og kirkju er byggð var 1565 af Levi konungi af Kakheti og er kirkjan eitt besta dæmið um miðaldar Georgiskan arkitektúr.

Við heimsækjum stað sem heitir hvorki meira né minna en Víngarður no 1.  og þar ræður rikjum  dæmigerð Georgísk fjölskylda , við erum þvi að kynnast heimamönnum. Við munum kynnust þeirra venjum og siðum. Kynnumst brauðgerð og vingerð, borðum dæmigerðan kvöldmat hjá fjölskyldunni.
Gistum áfram á Hotel Radius í Tblisi


Dagur 5. 24 Maí Tbilsi – Sadakhlo – Haghpat Fioletovo – Dilijan
Nú förum við yfir til Armeníu en þar er okkar fyrsta stopp Haghpat klaustrið sem er á heimsminjaskrá UNESCO og var byggt árið 936 af Khosrovanuysh drottningu, eiginkonu Ashot III konungs. Eftir hádegisverð förum við sem leið liggur til Diljan sem er þekktur heilsubær og handverkið er þar rómað. Bærinn er umlukinn skógi, Diljan þjóðgarðinum. Tilvalin staður til að fá sér minjagrip. 

Á leiðinni til Diljan munum við stoppa í smáþorpi er heitir Fioletovo sem er þekkt Molokan þorp en Molokan er rússneskur minnihluti er býr í Armeníu. Okkur er boðið til fjölskyldu þar sem við lendum i te partý, við munum kynnast sögu þeirra  og hefðum. Við gistum í Diljan heimsækjum fjölskyldu, kynnumst þar Armenskum sætundum kölluð Gata og borðum þar hefðbundin Armenskan  kvöldmat.

 

Við endum daginn í Tblisi þar sem við förum á baðstað í gamla bænum, svokallað sulfur bað, en baðmenning i Georgíu á sér mikla og langa hefð, en þeir hafa jarðhita eins og við.  Svo við tökum með okkur sundföt. Heitar sulfur uppsprettur voru uppgötvaðar af Georg konungi fyrir langa löngu og ákvað hann þá að byggja höfuðborgina Tbilis á þeim stað.  Kvöldmatur og gisting á Hotel B W Paradise í Diljan.

Dagur   6 25 Maí   Dilijan – Sevan – Mikayelyan – Selim Pass – Zorats Karer – Goris
Eftir morgunmat förum við meðfram Sevan vatni og áfram til Sevan skaga en þar förum við upp tröppurnar að Sevanavank klaustrinu og njótum frábærs útsýnis yfir vatnið og umhverfisins í kring. Við munum svo kynnast heimamönnum og snæða hádegisverð í heimahúsi en þar er ostabúgarður og mun heimamenn sýna okkur hvernig framleiðslan á sér stað, fáum smá sýnikennslu. Eftir hádegi munum við keyra i suður, en við förum framhjá Selim Caravanserai, sem var staður þar sem kaupmenn stoppuðu m.a. á leið sinni um hinn þekkta Silkiveg. 

Við munum skoða Stonehenge Armeniu sem heitir Zorats Karer eða Karahunj. Þetta eru uppréttir steinar, 223 samtals sem hefur verið raðað upp, en talið er að þeir séu um 3.500 ára gamlir og því eldri en Stonehenge Í Englandi og álíka gamlir og pýramidarnir í Egyptalandi. 
Við endum daginn í einum elsta bæ Armeniu, Goris og borðum þar kvöldmat og gistum á Hotel Goris.


Dagur 7 26 Maí   Goris- Khndzoresk – Tatev - Goris
Við skoðum okkur um í Goris og förum svo til hella þorpsins Khndzoresk sem er all sérstakt og spennandi þorp.  Við göngum eftir hengibrú sem tengir gamla Khndzoresk við nýrri hluta bæjarins. 

Við förum svo og skoðum Tatev klaustrið sem stendur við brún á djúpu gili þar sem áin Vorotan rennur‚ útsýnið stórkostlegt. Lengsta loftbrú, kláfur (aerial tramway) skv. Heimsmetabók Guinnes í heimi  tekur okkur til klaustursins sem byggt var á 9. öld. Við borðum svo hádegisverð stutt frá klaustrinu. Við förum svo aftur til Goris og tökum þátt í gerð jingyalovhats sem er dæmigerður réttur suður Armeníu. Gistum áfram í Goris á  Hotel Goris.
                                                                                                                                                 

 

Dagur 8 27 Maí   Goris – Areni – Noravank - Khor Virap - Yerevan
Við keyrum nú til þorpsins Areni þar sem fyrsti vinkjallarinn var gerður, við erum nú í helsta vínhéraði Armeníu. Við munum kynnast hvernig hefðbundin vínframleiðsta fer fram og smakka á veigunum en bærinn er þekktur fyrir sína vinframleiðslu. Á göngu okkar munum við m.a. sjá Bezoar geitur sem eru villtar og i útrýmingarhættu

Við munum svo fara og skoða Noravank klaustrið frá 13. öld sem byggt var á milli kletta í þröngu gili, þar sem áin Amaghu rennur, þarna er fallegt samspil náttúru og manns. Borðum hádegismat á svæðinu. 

Höldum svo til Khor Virap sem er næsti staður við Ararat fjall. Khor  Virap var upphalega byggt sem fangelsi og þar var fyrsti fanginn Armensk- kaþólski biskupinn Gregor, þegar hann var að reyna að breiða út Kristni i heiðnu Armeníu. Hann var þar i 14 ár áður en hann var frelsaður, en Armenia er meðal fyrstu landa í heiminum til að taka upp Kristni sem rikistrú. Við höldum svo til Yerevan þar sem við borðum kvöldverð og sjáum þjóðdansa. Gistum i Yerevan á Hotel Ani Plaza.  


 

Dagur 9 28 Maí Yerevan
Nú erum við stödd í höfuðborg Armeníu, Yerevan. Eftir morgunmat förum við í skoðunarferð um þessa merku borg. Við munum sjá  það markverðast sem borgin hefur upp á að bjóða; byltingartorgið, steinteppið á þvi miðju, en það er 3.000 ára saga á bak við það. Við komum við i óperu og ballet húsinu. Við virðum fyrir okkur  útsýnið yfir borgina, sjáum þá fjallið Ararat frá toppi Cascade minnismerkisins. Við heimsækjum nútíma  listasafnið Cafesjian, þá skoðum við  minnismerki um þjóðarmorð á Armenu sem gefur okkur betri skilning á þeim þjáningum sem þjóðin hefur orðið fyrir.  

Skoðum Garni Pagan musterið frá 1. öld e.Kr., það eina frá tímum Hellena í Kákasus fjöllum.  Við borðum svo hádegisverð í borginni og fáum smá innsýn i matargerðina á þeim bæ.   

Við heimsækjum Armenska Brandy(Brennivín) fyrirtækið og smökkum hið viðfræga Armenska Brandy
Borðum kvökdmat og gistum i Yrevan á Hotel Ani Plaza

  

Dagur 10 29 Maí Garni - Geghard - Matenadran
Við skoðum síðan eitt fallegasta klaustur í Armeniu, Geghard sem er á heimsminjaskrá Unesco. Það er þjóðsaga um lækningamátt lindar innan veggja klaustursins, en sagan segir að ef þú drekkur vatnið þá læknar það öll þau veikindi sem hrjá þig. Frá Geghard höldum við til Garni Pagan hofsins(1 öld AD), eina Hellenska hofið i Kákasusfjöllum sem er við lýði i dag. Hönnunin er svo kölluð Parthenon en hún byggir stöpplum, hofið hefur 24 stöppla sem tákna 24 tíma dagins.
  
  

Við keyrum síðan að landamærunum við Sadaklo og förum þaðan til Tblis í Georgíu. Förum á hótel þar sem við borðum kvöldmat frekar seint og náum okkur í smá hvíld því við höldum svo af stað snemma á nýjan leik í flug sem leggur af stað klukkan 05:10.



Dagur  11 30 Maí Brottför
Fljúgum til Riga frá Tblisi kl. 05.10 að morgni 30 maí og er áætlað að við lendum þar kl. 08.40 um morguninn. Flugið heim til Íslands er svo áætlað kl. 13.25 og lendum heima kl. 14.20 i Keflavik 30 maí.



 
Verð per mann krónur 359.700 í tveggja manna herbergi. 
Verð per mann krónur 399.900 í eins manns herbergi. 

Innifalið í ferðakostnaði er:

Flug með tösku
Hótel með morgunmat
Fullt fæði
Allur flutningur milli staða
Skoðunarferðir
Aðgangur þar sem við á skv. ferðalýsingu
Íslenskur farastjóri
Erlendur farastjóri


ATH. Ofangreind verð miða við að fjöldi þátttakenda nái amk. 10 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér að uppreikna verð ferðar sé farþegafjöldi færri vegna rútuaksturs og kostnað við báða fararstjóra




           


 






headerheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya