Aðeins um ferðina

 Georgía og Armenía 20. - 30. Maí 2022Perlur Kákasusfjalla, hlið Evrópu að Miðausturlöndum og AsíuForn menning, heillandi mannlíf, hrífandi saga og

Aðeins um ferðina 20 - 30 Maí 2022

 Georgía og Armenía 20. - 30. Maí 2022
Perlur Kákasusfjalla, hlið Evrópu að Miðausturlöndum og Asíu
Forn menning, heillandi mannlíf, hrífandi saga og stórkostleg náttúra

Georgía er fjöllótt land með mikla náttúrfegurð, fjölbreytta og forna menningu sem rekja má aftur til 12. aldar fyrir Kr. Frá 10. - 13. öld stóð menning Georgíu sem hæst en lenti svo undir yfirráðum Tyrkja og Persa og svo síðar lenti landið undir yfirráðum Sovétríkjanna. Georgísk vín og matarmenning er rómuð. Algengt er að hver fjölskylda hafi sitt eigið vín, en vínræktarhéruðin eru nánast heilagir staðir í augum heimamanna þar sem víngerð er samofin menningu landsins. Georgía  er 69.700 km2 og fólksfjöldi um 3,7 milljónir og þar af búa um 1,5 milljónir i höfuðborginni Tblisi. Georgía liggur að austri að enda Svartahafs, að norðaustan við er Rússland, Azerbadjan er í suðaustri og sunnan megin liggja Armenia og Tyrkland. Við förum akkúrat yfir til Armeníu í okkar yfirreið um Kákasus fjöllinn.

 
Armenía er land mikillar náttúrufegurðar með há fjöll allt að rúmlega 4,000 mtr. að hæð, skóga og ár. Armenía er eitt af elstu menningarlöndum heimsins eða um 3.500 ára og var eitt fyrsta landið sem tók upp Kristni cirka 300 eftir Kr. Höfuðborgin Yerevan telur rúmlega 1 milljón manns og er í um 1.000 metra hæð, en í landinu öllu eru um 3 milljónir manna. Landið er staðsett við jaðar Evrópu ef svo má segja og er hlið Evrópu að Miðausturlöndum og Asíu. Armenía er tæplega 28,000 km2, svo töluvert minna en Ísland, það liggur að suður hluta Kákasus fjallgarðsins. Armenía liggur að Íran í suðri, Azerbaijan í austri og í vestri er Tyrkland og í norðri liggur Georgía eins og að ofan er greint frá. Við kynnumst tveimur spennandi löndum með sína framandi en ólíka menningarheima og mikla náttúrfegurð sem lætur engann ósnortinn. Þá er heillandi saga þjóðanna eitthvað sem kemur á óvart og gaman er að læra á ferðalaginu. Og ekki má gleyma fólkinu sem tekur okkur fagnandi en íbúar beggja landa eru einstaklega gestrisnir.

Verð per mann krónur 359.700 í tveggja manna herbergi. 
Verð per mann krónur 399.900 í eins manns herbergi. 

Innifalið í ferðakostnaði er *:

  • Flug með tösku
  • Hótel með morgunmat
  • Fullt fæði
  • Allur flutningur milli staða
  • Skoðunarferðir
  • Aðgangur þar sem við á skv. ferðalýsingu
  • Íslenskur farastjóri
  • Erlendur farastjóri

  * ATH. Ofangreind verð miða við að fjöldi þátttakenda nái amk. 10 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér að uppreikna verð ferðar sé farþegafjöldi færri vegna rútuaksturs og kostnað við báða fararstjóraheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya