Meistaraflokkur

Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic býður nú liðum í Meistaraflokki upp á nýjan og frábæran stað til æfinga í Portúgal árið 2014, á stað sem félagslið frá

Aðeins um ferðina

Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic býður nú liðum í Meistaraflokki upp á nýjan og frábæran stað til æfinga í Portúgal árið 2014, á stað sem félagslið frá ýmsum löndum hafa nýtt sér til undirbúnings. Boðið er upp á frítt uppihald / gisting fyrir einn þjálfara liðsins (flugkostnaður ekki meðtalinn).

Helstu atriði vegna aðstöðunnar eru:

 • Æfingaleikir fara fram á grasvelli sem er 90 X 60 metrar
 • 2 mörk í fullri stærð og 2 mörk í æfingastærð
 • Búningsherbergi fyrir bæði liðin með sturtum, baðherbergjum
 • Vatn í flöskum
 • Göngufjarlægð milli vallar og hótelsins er aðeins 5 - 7 mínúturVerð á mann í tveggja manna herbergi:
Fyrir tímabilið 1 mars til 14 apríl og frá 20 apríl til 30 apríl

7 dagar krónur 106.625
10 dagar krónur 143.750
Innifalið í verði okkar er eftirfarandi:

 • Íslensk fararstjórn
 • Allur akstur á tímabilinu (við komu og brottför + æfingar og leikir)
 • Gisting á Estoril Eden Hótelinu 4 * með morgunmat, hádegismat og kvöldmat
 • Þvottur á æfingafatnaði alla daga (eitt sett á mann per dag)
 • Aðgangur að nuddherbergi
 • Geymsla fyrir búnað
 • Aðgangur að innisundlaug, gufubaði, nuddpotti, tyrknesku baði og líkamsrækt (sjá nánar um hótelið ykkar hér)
 • Æfingaleikir við BESTU lið í efstu og næst efstu deild í Portúgal

ATH. Flugkostnaður frá Íslandi til Portúgals og tilbaka ásamt sköttum og gjöldum er ekki innifalinn í verði þar sem breytilegar dagsetningar og flugleiðir hafa áhrif á verðlagningu. Ferðaskrifstofan útvegar flug eftir óskum liða hverju sinni og gerir sér tilboð í þann hluta af ferðinni.
headerheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya