Flýtilyklar
Fróðleiksmoli um Róm
Allar leiðir liggja til Rómar
!
Saga Rómar spannar yfir 2800 ár af borg sem óx úr litlu ítölsku þorpi á 9. öld f.Krist yfir í miðju gríðarmikillar siðmenningar sem réði ríkjum yfir Miðjarahafssvæðinu í margar aldir. Róm varð höfuðstaður Rómversk kaþólskrar kirkju og heimili fullvalda ríkis innan borgarinnar, Vatikansins. Í dag er Róm höfuðborg Ítalíu, alþjóðleg pólitíks og menningarleg miðstöð, stórborg á heimsvísu og er fremst í flokki þeirra borga sem þykja einna hvað fallegastar frá fornum og horfnum heimi.
Róm fyrir utan það að vera einstakur vettvangur mikillar sögu, menningar og lista er einnig borg sem iðar af fjölskrúðugu og litríku mannlífi, sælureitur góðrar matseldar og frábærra vína. Sannkallaður bragðlaukur sem vert er að bíta fast og innilega í - bragðið er mikið og lifir lengi í minningunni. Bon appetit !
Tilvera Rómar er yfirleitt talin hefjast 21 apríl 753 f.Krist og hefur búseta í borginni verið óslitin alla tíð síðan.Róm dregur nafn sitt frá stofnenda hennar Romulus en sagt er að hann og bróðir hans, Remus, hafi verið munaðarleysingjar sem hafi verið fóstraðir af úlfynju. Bræðurnir deildu í lok uppvaxtar síns og tók Romulus líf bróður síns og nefndi borgina eftir sjálfum sér.
Staðsetning Rómar var við ánna Tíber þar sem vað leyfði ferðamönnum að komast yfir ánna án mikillar hindrunar auk þess sem lítil eyja var einnig staðsett á nærlægum stað sem einfaldaði skipskomur að borginni. Borgin var því sjálfkrafa staðsett á krossgötum allra þeirra sem ferðuðust um skagann. Róm byrjaði upphaflega á Palatine hæðum og nálægum hæðum, alls 7 hæðum og óx og dafnaði eftir því sem á leið, oftar en ekki með jákvæðum árangri í hernaði og deilum um landvinninga við nálæg þjóðarbrot. Árið 509 f.Krist er talið að lýðveldið Róm hafi orðið til sem síðan helst óbreytt sem stjórnarform fram að þeim tíma að Oktavíus (Octavian) fóstursonur Júlíusar Cesar bar sigurorð af fyrrum vini og félaga Cesars, Markús Antoníus (Marcus Antonius) árið 31 f.Krist. Eftir það varð Oktavíus yfirlýstur Keisari Rómar og veldis hennar. Tók hann sér nafnið Águstus og var síðar meir tekin í guðatölu líkt og forveri hans Júlíus hafði verið gerður.
Águstus keisari var mikill stjórnmálamaður, skörungur, hugsjónamaður og umfram allt maður framkvæmda. Á stjórnarárum hans óx Róm úr mikilsvirtri borg yfir í heimsborg með íbúafjölda á bilinu 1 - 2 milljónir og sem slík stærsta borg heimsins á þeim tíma. Águstus tryggði að óskir fósturföðurs síns næðu fram að ganga og bætti sjálfur síðan verulega við líkt og með byggingu Forum Agustus (torg Águstusar) og friðaraltarins Ara Pacis. Sagt hefur verið um Águstus að hann hafi komið að Róm sem borg úr múrsteinum en skilið eftir sig borg úr marmara.
Róm hélt áfram hlutverki sínu sem höfuðborg þessa mikla heimsveldis fram að cirka 300 e.Krist þegar höfuðborgin var flutt til Konstantínopel. Flestir myndu samþykkja að hátími Rómar og veldis þeirra hafi verið frá upphafsárum Águstusar fram til 180 e.Krist þegar veldistíma hinna 5 Góðu Keisara lauk með Markús Árelíus (Marcus Aurelius) en þessi tími hefur yfirleitt verið kallaður Pax Romana eða Rómverski Friðurinn.
Nýr glæsitími Rómar telst svo hefjast aftur á Endurreisnartímanum árið 1477 þegar Nicholas V varð páfi en þessi tími náði hámarki á valdatíma Sixtus IV sem er talinn fyrsti Páfa-Konungur en hann lét meðal annars byrja byggingu bókasafns Vatikansins, lét gera við og endurnýja frægar kirkjur eins og Santa Maria del Popolo, hina frægu vatnsbraut Agua Virgo, Spítala Hins Heilaga Anda, lét steinleggja nokkrar götur og bjó til brú yfir ánna Tíber sem enn í dag ber nafn hans og hann lét reisa Sixtínsku kapelluna. Eftirmenn hans héldu áfram þessu mikla uppbyggingarstarfi og náði Julius II páfi þar hæstum hæðum en hann er án efa mest þekktur fyrir að vera helsti stuðningsmaður Michelangelo og sem slíkur sá sem fékk hann til starfa í Rómarborg. Eftirmenn hans af fjölskyldu Medici, Leo X og Clement VII bættu svo við fleirri dýrgripum á sviði lista og mannvirkja í Rómarborg. Á þessu tímabili var byrjað að byggja nýja Péturskirkju á rústum hinnar gömlu, Rafael herbergin voru máluð í Vatikaninu, styttan af Móses leit dagsins ljós og Michelangelo málaði freskunnar á þakið í Sixtínsku kapellunni.
Siðan þá hefur Róm gengið í gegnum fjölbreytta sögu en þó ekki þannig að hún marki mikil spor í ásýnd borgarinnar nema þá einna helst fyrir það að í tilefni aldarmótanna árið 2000 sameinaðist ítalska ríkið og Vatikanið í það verkefni að láta hreinsa, enduruppbyggja og fegra margar af hinum fornu minjum Rómarborgar.
Við vonum að þú njótir þess að ganga um þennan vettvang mikillar sögu, menningar og lista. Ekki gleyma að henda smámynt í Trevi gosbrunninn og óska þess að eiga svo afturkvæmt til borgarinnar Eilífu enda líklegt að þú verðir hugfangin af henni eins og aðrir sem hana sækja heim.
Góða ferð.
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.