Hotel Hafnia

Heimilisfang: 4-10 Áarvegur, FO-110 Tórshavn Símanúmer: + 298 313233 / Fax: 298 315250   Hótel Hafnia er 4 stjörnu hótel sem er staðsett í miðju minnstu

Hotel Hafnia ****

Heimilisfang: 4-10 Áarvegur, FO-110 Tórshavn
Símanúmer: + 298 313233 / Fax: 298 315250

 

Hótel Hafnia er 4 stjörnu hótel sem er staðsett í miðju minnstu höfuðborgar heimsins á Færeyjum, í göngu fjarlægð frá höfninni og hinum sögulegu stöðum borgarinnar.

Í göngufjarlægð frá hótelinu er að finna úrval heillandi staða til að skoða, góðar búðir, upplýsingamiðstöð ferðamanna og nýtt og spennandi næturlíf.

Hótel Hafnia býður upp á 38 eins manns herbergi, 18 tveggja manna herbergi og 1 svítu. Hægt er að fá aukarúm inn á herbergi gerist þess þörf. Öll herbergin eru búin loftræstingu, gervihnattarsjónvarpsrásum, útvarpi, hárþurrku, mini-bar og síma auk þess sem sér baðherbergi eru á hverju herbergi.

Veitingastaður hótelsins er á jarðhæð með útsýni yfir aðalgötuna. Staðurinn býður upp á alþjóðlega rétti auk sérrétta sem sóttir eru í hefðir heimamanna og venjur. Mælt er með því að borð séu pöntuð með fyrirvara.

Kafe Kaspar sem er kaffihús hótelsins er einnig á jarðhæðinni og býður upp á hádegismat, beyglur, salat, súpur, heita smárétti, kökur og úrval kaffidrykkja.

Þá má ekki gleyma ótrúlegu útsýni sem hótelgestir geta notið af þaki hótelsins á lygnum kvöldum með þeir njóta kyrrðarinnar eftir ánægjulega kvöldstund.


headerheader
Síðumúli 13 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya