Skotveiši og veišiferšir

Innifališ: Gisting meš morgunmat og kvöldmat, flug, skattur, leišsögumašur, feršir til og frį flugvelli Gist er ķ góšum bjįlkahśsum į fallegu skógivöxnu

Skotveiši og veišiferšir

Innifalið: Gisting með morgunmat og kvöldmat, flug, skattur, leiðsögumaður, ferðir til og frá flugvelli
Gist er í góðum bjálkahúsum á fallegu skógivöxnu svæði. 

Fyrir skotveiðimenn er Eistland mjög spennandi land sem býður upp á veiðar í mjög  skemmtilegu umhverfi. Veiðimenn geta komið með eigin skotvopn sem og leigt viðeigandi búnað sé þess óskað. Hafa þarf samband við embætti sýslumanns vegna þeirra skjala sem hver veiðimaður þarf að hafa með sér í ferðina.

Boðið er upp á veiðiferðir fyrir villisvín, refi, dádýr, elg og úlfa.

Mismunandi reglur gilda um hversu mikið má taka af feng með sér tilbaka af kjöti sem og hvað snýr að húð og horni. Ferðaskrifstofan útvegar þátttakendum viðkomandi upplýsingar fyrir hverja ferð.

Ferðaskrifstofan býður einnig upp á sérhannaðar ferðir fyrir stangveiðimenn sem og þá sem stunda fluguveiði. Framboð mögulegra veiðistaða er breytilegt eftir árstíðum sem og eftir ósk verðandi veiðimanna hvað varðar tegundir.


headerheaderheaderheader
Sķšumśli 29 - 108 Reykjavķk | Strandgata 29, 2 hęš, 600 Akureyri |Sķmi 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar į FacebookStefna ehf Hugbśnašarhśs - Moya