Hotel St. Olav

Hotel St. Olav****Heimilisfang: Lai 5, Tallinn 10123Hótelið er staðsett í hjarta gamla bæjarhlutans og í aðeins 2 mínútna göngufjarlægð frá sjálfu

Hotel St. Olav ****

Hotel St. Olav****
Heimilisfang: Lai 5, Tallinn 10123

Hótelið er staðsett í hjarta gamla bæjarhlutans og í aðeins 2 mínútna göngufjarlægð frá sjálfu torgi miðbæjarins. Byggingin sem hótelið er í er frá 15. öld og geymir litríka og fróðlega sögu liðinna alda. Hótelið er þekkt fyrir að sameina nútímaþægindi og þjónustu kröfuharðra viðskiptavina með sögulegum sjarma og hlýleika og er skilgreint sem 3 - 4 stjörnu hótel

Á hótelinu er að finna 90 virkilega fallega hönnuð herbergi þ.á.m. deluxe svítur, junior svítur með og án sauna. Á öllum herbergjum er að finna internetaðgang þráðlaust, síma, mini bar, hita í gólfum auk þess sem baðherbergin eru ýmist með sturtu eða baðkari, baðslopp og inniskóm. Innrétting herbergjanna sækir mikið í steinahleðslur, bjálka og burðarbita, hlýlegar flísar auk þess sem húsgögn eru gamaldags og hlýleg

Hótelið dregur nafn sitt af kirkju heilags Ólafs sem reist var á 13. öld og hefur í gegnum aldirnar orðið að þekktasta kennileiti borgarinnar. Nafn og tileinkun kirkjunnar á rætur sínar að rekja til norska konungsins Ólafs Haraldssonar

Við hlið hótelsins er að finna fornan varnarvegg sem reistur var á sínum tíma til að verja klaustur byggt á 13. öld sem var tileinkað Erkienglingum Mikael en einstakir varnarturnar veggsins draga nöfn sín frá klaustrinu og starfsemi þess eins og Systraturninn. Götuheitið Lai þýðir breiður eða breitt en við þessa sömu götu er að finna Museum of Applied Art, Museum of Natural History og Mueseum of Health en fyrir þá sem finnast sætindi góð er Kalev sælgætisverksmiðjan rétt hjá þar sem hægt er að kaupa sér marzipan sem svíkur engan

Á hótelinu er að finna veitingastað sem er þekktur fyrir Rússneska sérrétti en einnig er hægt að fá hefðbundna evrópska rétti á mjög sanngjörnu verði. Þá er veitingastaðurinn í gömlum klassískum stíl með kristalljósakrónum í lofti og harðviði á gólfum. Við hótelið er svo B & W Lounge (Black & White) sem er bar með útiaðstöðu og kjallarastemmningu innandyra



headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya