FyrirtŠkja- og hˇpafer­ir

Trans-Atlanitc hefur fari­ me­ fj÷lm÷rg fyrirtŠki, hˇpa- og fÚlagasamt÷k til Tallinn Ý Eistlandi ß mismunandi ßrstÝmum. ═ m÷rgum tilfellum hefur

FyrirtŠkja- og hˇpafer­ir

Trans-Atlanitc hefur farið með fjölmörg fyrirtæki, hópa- og félagasamtök til Tallinn í Eistlandi á mismunandi árstímum. Í mörgum tilfellum hefur viðkomandi tekið alla vélina og farið á þeim tíma sem þeim hentar.

Við höfum séð um allt frá flugi eingöngu upp í nánast allt sem snertir fyrirtækjaferðir. Hótel, fararstjórn, skoðunarferðir, skipulagning árshátíðar eða stór-veislu i glæsilegum húsakynnum frá miðöldum(höllum/köstulum t.d. Vægast sagt ævintýralegt umhverfi), séð um veitingar, hljómsveit og sérsniðnar  ferðir í Tallinn.

Við höfum farið með allt að 3 flugvélar sama dag í slíkar ferðir. Við getum flogið frá Akureyri, Keflavik eða frá Egilsstöðum. Einnig höfum við flogið með farþega í hefðbundnu áætlunarflugi og þá bæði til London Gatwick og Kaupmannahafnar og svo áfram til Tallinn þegar beint flug hefur ekki verið í boði.

Fyrir utan hinar hefðbundnu skoðunarferðir sem sjá má á síðu okkar, þá getum við boðið upp á skemmtilega afþreyingu fyrir hópa svo sem skotfimi og þá erum við að tala um nánast alla flóruna, skammbyssur, riffla og Ak47 sem dæmi. Einnig kappakstur á gömlum rússneskum bílum, go-kart á þar tilgerðum brautum, paint ball liða keppni í skógi vöxnu umhverfi, 4X hjólaferðir í ævintýralegu umhverfi, lazertag keppni og ekki síst raunveruleg  kynni af rússneskum fangelsum.

Miðaldaborgin Tallinn er tilvalin fyrir árshátíð, afmælisferð eða hvað sem er. Við höfum sérhæft okkur í löndunum við  Eistrasaltið  og  vitum hversu mikla möguleika það svæði hefur uppá að bjóða.Nýttu þér áralanga reynslu okkar og þekkingu eftir að hafa þjónustað þúsundir farþega frá Íslandi í Eistlandi.


headerheaderheaderheader
SÝ­um˙li 29 - 108 ReykjavÝk | Strandgata 29, 2 hŠ­, 600 Akureyri |SÝmi 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar ß FacebookStefna ehf Hugb˙na­arh˙s - Moya