Flýtilyklar
Tallinn - Í hjarta Eystrarsaltsins
Gerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar.
Boðið er upp á flug eingöngu eða pakkaferðir með og án afþreyingar.
Tallinn sem er ein allra fallegasta borg Evrópu hefur breyst í nútíma borg með alþjóðlegu yfirbragði á síðustu 10 árum. Þrátt fyrir það eru íbúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum og er hann sá hluti borgarinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar, byggingar frá 11.-15. öld sem hefur tekist að varðveita ótrúlega vel. Hefur eistlendingum tekist að varðveita í raun allan gamla bæjarhlutann eins og hann leggur sig með því að reisa vegg í kringum hann. Þú ferð úr 21. öldinni beint aftur í miðaldir í sömu borginni. Getur rölt um sömu götur, milli sömu kirkna, annarra bygginga og torga og fólk gerði fyrir hundruðum árum síðan og látið hugann reika. Þar sem Tallinn er best varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
Miðaldarstemning í Tallinn er engu öðru lík. Söfn, dómkirkjur,
borgarhlið, borgarveggir, klaustur, borgarturnar og stórfenglegur arkitektúr, allt á sama stað. Má nefna Torgið í gamla bænum, St Olav´s
kirkju, St. Catherine götu, Maiden turninn, Toompea kastalann, Saint Mary dómkirkjuna og Ráðhúsið. Allt eru þetta ótrúlega fallegar
byggingar frá fyrri tímum. Í gamla borgarhlutanum er hægt að fylgjast með listamönnum og handverksmönnum að störfum, ekki
ósvipað og gert var fyrr á öldum.
Nýjasta tískufatnaðinn má finna í Tallinn og það á ódýru verði. Sama má segja um ilmvatn, handverk og fleiri vörur.
Mikið af þessum verslunum má finna í gamla bænum. Það er því hægt er því að gera mjög góð kaup
í Tallinn.
Tallinn er borg sem fangar mann, borg sem skilur eitthvað eftir, löngu eftir að farið er þaðan.
Eistland að sumri er ekki síðri en að hausti eða vori. Þar má finna einstaklega fallegar hvítar strendur og hægt er að synda í
sjónum, enda getur hitastigið farið yfir 30 gráður. Má nefna að heilsuhótelin (Spahótel) í Eistlandi eru mjög þekkt og
bjóða upp á frábæra þjónustu á góðu verði en þau eru víða staðsett niður við ströndina.
Þá er spennandi að ferðast um sveitir Eistlands þar sem víða eru fögur sveitaþorp sem enn halda í ævagamlar hefðir. Þar
hefur tíminn svo sannarlega staðið í stað síðastliðin hundruð ár.
Áfangastaðir
- 3 landa sýn - Eistland, Lettland og Litháen
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Baltic Golf - 3 landa golfferð
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Belgrad
- Bratislava - Slóvakía
- Costa Brava - Calella
- Dominíska lýðveldið
- Eistland -Tallinn
- Ítalía - Róm
- Indland - Kerala
- Japan - Matur & Menning
- Kína og Tíbet
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Lettland - Riga
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Norður Korea
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tanzania
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
- Útskriftarferð IBIZA
- Útskriftarferð KRÓATÍA
Leit
Ferðir í boði


til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.