Aðeins um Hurghada

Hurghada sem var stofnað sem lítill fiskibær snemma á 20. öldinni er fremur nýr sælureitur sem byggður hefur verið upp á sl. árum og nýtur æ meiri

Aðeins um Hurghada

Hurghada sem var stofnað sem lítill fiskibær snemma á 20. öldinni er fremur nýr sælureitur sem byggður hefur verið upp á sl. árum og nýtur æ meiri ásóknar erlendra ferðamanna sakir þess að hótel- og gistisvæðið er tengt eldri byggð. Hurghada er jafnframt sá dvalarstaður við Rauða Hafið sem er fremsta miðstöð allrar þeirrar afþreyingar sem tengist vatni; seglbrétti, sigling, djúpsjávarveiði, sund en umfram allt köfun og snorklun. Sjórinn býður upp á ótrúlega liti, úrval sjávarlífs og einhver fallegustu kóralrif heims er að finna á þessum stað

Hurghada skiptist í 3 hluta; Dahar (gamli borgarhlutinn), Sakalla (nýji borgarhlutinn) og Village Road (hótel- og gistisvæðið). Þeir sem vilja kynnast og upplifa austræna dulúð sækja fremur í Dahar hlutann þar sem meðal annars er hægt að upplifa götumarkaði og forvitnilegar litlar búðir sem eru vanar að selja heimamönnum fremur en ferðamönnum. Í Sakalla hlutanum finna ferðamenn allt sem þeir venjulega leita eftir s.s. barir, diskótek, gjafavöruverslanir, Duty-Free búðir, kaffihús, bankar, læknisþjónusta og flr. Village Road hlutinn þar sem okkar gestir dvelja er rólegasti hlutinn af þessum þremur og jafnframt sá hreinlegasti. Þar er flest allt að finna einnig sem hinir tveir borgarhlutirnir bjóða upp á en þó meira útfærðir til að henta ferðamönnum

Leigubílar eða farþegaflutningur er ekkert vandamál í Hurghada. Minibus og leigubílar eru víða sem flauta á ferðamenn í gríð og erg til að lokka þá í viðskipti og flutninga. Tvær gerðir eru af minibus eða strætó – prívat reknir og almennir sem kallast Mahsoss. Til að vita hvor er hvað er best að segja við bílstjórann áður en farið er um borð: “Mahsoss” ? Ef þetta reynist vera slíkt þá þarftu ekki að spyrja eftir verðinu heldur aðeins segja Hvert þú vilt fara. Þegar farartækið er yfirgefið læturðu bílstjórann eða hans aðstoðarmann hafa 1 til 2 egypsk pund. Ef þú kýst að nota prívat rekna fararskjóta skaltu ávallt fyrirfram semja við bílstjórann um verðið

Gjaldmiðilinn í Egyptalandi er Egypskt Pund (LE) sem skiptist í 100 Piasters hvert pund. 

Þegar er verið að versla í Egyptlandi er til þess ætlast að viðskiptavinurinn prútti um verðið. Almennt má segja að öll uppgefin verð séu cirka einum þriðja ódýrari en söluaðilinn gefur upp í byrjun. Best er að láta lítinn áhuga í ljós og bíða eftir því að hann fari strax að bjóða lækkun.
Fyrir þá sem leiðist að prútta er að finna nokkrar verslanir í Hurghada (gjafavöru-verslanir) sem eru kallaðar Ramstore þar sem verðin eru heilt yfir föst og vel merkt. Stærsta verslunin (Supermarket) heitir Abu Ashara en nokkrir svona markaðir eru í Hurghada, sá stærsti í Sakalla hlutanum

Veðurfar í Hurghada er 99 % sumar og sól !  Ekki gleyma að taka með sólgleraugun og að hylja höfuðið eins mikið og hægt er til að forðast sólsting. Sumarið telst byrja í Maí og tegjast fram í seinni partinn í Nóvember og í byrjun Desember. Heitustu mánuðurnir eru Júlí, Ágúst og September þar sem meðalhitinn er í kringum 40 gráður Celsius. Í Október og Nóvember er almenna reglan sú að lofthiti sé á bilinu 25 – 28 gráður Celsius á daginn og 18 – 26 á nóttinni. Sjávarhitinn er þá í kringum 23 – 25 gráður Celsius

Egyptaland er land múslima og Islams. Konur eru hvattar, utan okkar hótel- og gistisvæðis, að klæða sig hóflega til að njóta virðingar samfélagsins. Stutt pils eða sundfatnaður utan okkar svæðis er ekki ákjósanlegur

Allar aðrar upplýsingar um Hurghada og næsta nágrenni veitir svo fararstjóri okkar þegar þú kemur utan á fyrsta kynningarfundi. Fararstjóri mun í ferðinni vera til viðtals alla daga á fyrirfram föstum tíma en þess utan ávallt nærtækur símleiðis og mun starfsfólk í afgreiðslu hótela- og gististaða hringja í hann fyrir þig sé þess óskað

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya