Egyptaland

hópferšir,hópaferšir,fyrirtękjaferš,śtskriftarferš,feršaskrifstofa,akureyri,ibiza,mexico,portugal,albania,

Ašeins um feršina

Í Hurghada er dvalið á 4-5 stjörnu hótelum og boðið bæði upp á Allt Innifalið (All Inclusive) ferðapakka þar sem eftirfarandi er innifalið: morgunmatur, hádegismatur og kvöldverður (ýmist hlaðborð eða af seðli), gosdrykkir, djús, kaffi, té og ís og kökur fyrir krakkana. Valdir áfengir drykkir eru í boði og er breytilegt eftir hótelum. Öll herbergi sem okkar farþegar fá úthlutað eru með loftræstingu.

Í Kairó er dvalið á 4-5 stjörnu hótelum þar sem eingöngu er boðið upp á morgunverð.

Farþegar eru hvattir til að kynna sér Skoðunarferðirnar bæði í Hurghada og í Kairó sem í boði eru og panta þær samhliða skráningu í ferðina sjálfa. Hægt er að skrá sig einnig í einstakar ferðir eftir á. Vinsamlegast athugið að ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til þess að fella niður einstakar ferðir sé ekki næg þátttaka sem og að bæta við nýjum skoðunarferðum sem verða þá kynntar sérstaklega til farþega með rafrænum hætti.

Fararstjórn er íslensk en að auki fylgir í flestum ferðum (háð þátttöku í hverri ferð) einnig enskumælandi leiðsögumaður.

Sjá nánari lýsingu á þessari ferð hér til hliðar.

Vakin er athygli á því að ef um hópa er að ræða getur ferðaskrifstofan breytt þeirri ferðatilhögun sem hér er auglýst og sett upp sérferð með viðkomu og stoppi á þeim stöðum í Egyptalandi sem óskað er eftir sem og útvegað önnur hótel eða gististaði séu séróskir um slíkt.
headerheaderheaderheader
Sķšumśli 13 - 108 Reykjavķk | Strandgata 29, 2 hęš, 600 Akureyri |Sķmi 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar į FacebookStefna ehf Hugbśnašarhśs - Moya