Flýtilyklar
Skoðunarferðir um Edinborg og nágrenni
Skoðunarferð um Edinborg
Tími: Hálfur dagur
Brottfaratími: 8:30
Innifalið: Rúta, aðgangur i Edinborgar kastala og íslensk og ensk fararstjórn
Skoðunarferð um Edinborg höfuðborgar Skotlands. Borgin skiptist í gamla og nýja bæinn en báðir bæjarhlutar hafa verið yfirlýstir sem verndað svæði síðan 1995 ( World Heritage Site).
Edinborg er glæsileg borg með mikla sögu og stórkostlegar byggingar frá fyrri öldum en þar ber þar hæst að nefna Edinborgar kastala sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar og er ekki aðeins tákn borgarinnar heldur fyrir sögu Skotlands. Hann er staðsettur á kletti og gnæfir yfir borgina i 80 metra hæð. Sést hann í margra kílómetra fjarlægð frá öllum áttum. Þetta er alvöru kastali sem hefur munað tímana tvenna. Á eftir Turninum i London er hann mest sótti ferðamannastaður Stóra Bretlands.
Við munum ganga frá kastalanum niður i gamla bæjarhlutann sem hefur á að skipa einhverjum glæsilegustu byggingum Stóra Bretlands og þó víðar væri leitað. Förum framhjá Royal Mile, skoðum St.Giles dómkirkjuna sem er stórkostleg og ævaforn eða frá 1120.
Einnig sjáum við hús Skoska þingsins sem hefur vakið miklar deilur, sumir elska þetta hús en aðrir hata það. Byggingastilinn á að tákna einingu milli fólksins , menningarinnar, landsins og borgarinnar
Þá munum við skoða kirkjugarðinn við Canogate Kirk, þar er grafinn frægasta skáld skota Robert Ferguson. Einnig munum við m.a. sjá Holyrood höllina.
Rosslin þorp, Rosslyn Kapellan / Da Vincy lykillinn. Sveitasæla og Viskí
Tími: Dagsferð
Brottfaratími: 8:30
Innifalið: Rúta, aðgangur í Rosslyn kapellu, aðgangr að Glenkinchie brugghúsi, Whyski smökkun og íslensk og ensk fararstjórn
Við stefnum suður af Edinborg til hins sögulega þorps Rosslin. 1303 gegndi það mikilvægu hlutverki, en þar fór fram fyrsti bardaginn í sjálfsæðisbaráttu Skota.
Í dag er Rosslin aðallega þekkt fyrir tvennt, hina gríðar fögru Rosslyn kapellu og tengist hún Musterisriddurum (Knights Templar) og hinum heilaga kaleik (Holy Grail) sterkum böndum. Kapellan gegndi stóru hlutverki í sögu Dan Brown, The Da Vincy Code (sem mynd var gerð eftir með Tom Hanks). Við munum skoða kapelluna nánar. Eftir að myndin kom út er kapellan orðin einn vinsælasti ferðamannastaður Skotlands. Þá er fyrsta klónaða lambið fætt i Rosslin.
Frá Rosslin keyrum við um fagrar sveitir Skotlands og förum til Glenkinchie brugghússins sem er frægt fyrir viskí framleiðslu og aðsetur Edinborgar viskísins, en Skotland er eins og flestir vita heimsþekkt fyrir sina Viskí framleiðslu. Brugghúsið er staðsett i fallegu sveitahéraði er nefnist East Lothian og er það hlaðið múrsteinahús. Við munum fara um verksmiðjuna og sjá hvernig framleiðslan fer fram á þessum þekkta drykk. Þá gefst okkur kostur á að smakka 12 ára gamalt Glenkinchie Malt Viskí. Að þessu loknu er haldið aftur til Edinborgar
Stirlingshire og Stirling Kastali
Tími: Hálfur dagur
Brottfaratími: 8:30
Innifalið: Rúta, aðgangur í Stirling kastala og íslensk og ensk fararstjórn
Við keyrum suður af Edinborg og höldum inná hálendið. Við munum sjá hina glæsilegu Forth Railway brú. sem er mikið verkfræðiundur. Við munun ferðast til Stirling þar sem við munum sjá hin glæsilega Stirling kastala. Hann stendur hátt á eldfjalla kletti. Kastalinn er ein af sögulegum byggingum Skotlands sem hefur orðið táknræn fyrir landið. Á leiðinni munum við sjá Renaissance konunglegu höll James konungs V og hina glæstu Royal kapellu.
Þegar við keyrum i gegnum Stirlingshire munum við sjá eitt fallegasta landslag sem Skotlands hefur upp á að bjóða. Við munum einnig sjá staðinn þar sem bardaginn við Bannockburn átti sér stað, þar sem Skotar sigruðu Englendinga i sjálfstæðisbaráttu sinni 1314.
Við munum síðan njóta útsýnisins tilbaka til Edinborgar
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest