Skotland

hópferðir,hópaferðir,fyrirtækjaferð,útskriftarferð,ferðaskrifstofa,akureyri,ibiza,mexico,portugal,albania,

Edinborg í Skotlandi

KOMDU MEÐ Í SPENNANDI FERÐ TIL EDINBORGAR Í SKOTLANDI

Gerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar. Boðið er upp á flug eingöngu eða pakkaferðir með og án afþreyingar. Flogið er tvisvar í viku allt árið frá Keflavik.


Edinborg

Velkomin til Edinborgar, höfuðborgar Skotlands og jafnframt fallegustu borgar Skotlands og þó viða væri leitað. Borgin biður uppá margt að sjá og gera.  Glæsilegur arkitektur frá fyrri öldum blasir viða við, fallegt umhverfi, úrval kaffi húsa, veitingahúsa og verslana er bjóða góð kjör.  Borgin er staðsett i einstaklega fallegu umhverfi og er hún i miklu  uppáhaldi hjá ljósmyndurum, svo myndræn er hún. Þröng steinilögð strætin, glæsilegar byggingar frá miðöldum og fallegir garðar. Í Holyrood garðinum má finna dautt eldfjall meira að segja  , miðbærinn er á minjaskrá Unesco.



Í Edinborg má finna  fjölda áhugaverðra gallería, safna og  menningar verðmæta,  má þar helst nefna Edinborgar kastala sem er frægasti og mest sótti ferðamanna staður borgarinnar, einnig má nefna Höllina af Holyroodhouse, Konunglegu snekkjuna Britannia, Sæti Arthurs sem er hæsti punktur Holyrood garðsins og Lystigarðurinn  stórkostlegi með fjölda plantna og trjáa. Umhverfis borgina má sjá fagrar skógi vaxnar hæðir og hóla, þar sem fornir vígvellir, kastalar og hefðarsetur blasa hvarvetna við

Þá er borgin fræg fyrir Viski, reimleika, drauga og grafræningja, þetta er borg full af sögum og dulúðleika.

header
Síðumúli 13 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya