Skošunarferšir

Feršaskrifstofan bżšur upp į nokkrar skošunarferšir į mešan dvališ er į Costa Brava svęšinu, ķ bęnum Calella. Comte de Valltordera Mišaldasżning og

Skošunarferšir

Ferðaskrifstofan býður upp á nokkrar skoðunarferðir á meðan dvalið er á Costa Brava svæðinu, í bænum Calella.


Miðaldasýning og Flamenco sýning ásamt kvöldverði

Einstaklega skemmtileg sýning sem gefur gestum kost á því að sjá burtreiðar á hestum milli tveggja riddara, skylmingar og bardaga og margt flr. Gestum er skipt í lið sem hvetja áfram sína menn og taka allt að 8 riddarar þátt í þessum burtreiðum. Boðið er upp á mat samhliða sýningunni sem samanstendur af grænmetissúpu, kjúkling, bakaðri kartöflu og rjómaís. Boðið er upp á rósavín, rautt og hvítt borðvín ásamt vatni. Eftir sýningu er smá hlé en svo hefst töfrandi Flamego tónlistar- og danssýning.

Gestir eru sóttir á hótel tímanlega og ekið á sýninguna sem hefst um 21:00 og svo aftur á hótel að henni lokinni sem er um miðnættið.
Nauðsynlegt er að skrá sig tímanlega í ferðina.


Vatnagarðurinn Waterworld Lloret
140.000 fermetrar af skemmtun og áskorunum !

Í stuttri fjarlægð frá okkar friðsæla strandbæ, Calella, er frábær vatnagarður sem hentar öllum aldurshópum og er öruggt að allir finna eitthvað við sitt hæfi á þessum stað. 

Skiptir þá engu hvort áhuginn sé fyrir því að geta sólað sig, buslað í tjörnum og farið í rennibrautir (fyrir litla fólkið), skellt sér í litla gúmmíbáta og farið á mikilli ferð í lokuðum göngum nú eða virkilega láta reyna á taugarnar og kíkt í heimsókn á Extreame Fjallið þar sem hár og miklar brautir bíða með spennandi nöfn eins og Storm og Kamikaze.

Sjáðu yfirlitið og brautarfyrikomulagið hérna
Læstir skápar eru fáanlegir til að geyma fatnað, poka og margt flr. Vinsamlegast spyrjið eftir þeim í afgreiðslu.

Í skemmtigarðinum er hægt að njóta ýmissa veitinga, allt frá einföldu snakki til betri veitingastaða sem fjölbreytta matseðla.


Activ Natura - Skemmtigarðurinn
Ekki langt frá okkar hóteli í Calella er að finna frábærann stað þar sem boðið er upp á þríþætta afþreyingu; akstur á fjórhjólum, klifur og ferð hátt uppi í skóginum og loks Laser bardaga. 

Flestir þekkja Paint Ball sem er stríðsleikur með litabyssum sem kalla á hlífðarfatnað og geta leitt til áverka ef illa fer. Laser hernaðurinn er hins vegar þannig gerður að skotið er með geisla úr eigin byssu á andstæðinginn en hann ber skynjunarbúnað sem nemur skotin og telur jafnframt skotin sem rata rétta leið. Við ákveðin fjölda skota sem viðkomandi verður fyrir dettur hann úr leik nema hann komist af sjálfsdáðum til sjúkraliða og fái nýja hleðslu eða hann fær hjálpina á vígvellinum.
Barist er annars vegar í skóginum sjálfum og hins vegar í sérútbúnu borgar / götu umhverfi og til að hafa áhrifin sem mest er spilað í gegnum hátalara ýmis hljóð sem tilheyra þessu eins og þyrlur, fallbyssur, öskur og margt flr. Kíktu hérna til að sjá aðeins meira um leikinn

Hægt er fyrir Útskriftarhópa að tryggja veitingar á staðnum og ef hópurinn er í stærri kantinum þá hefur hann staðinn í heild sinni út af fyrir sig.

Aðeins geta 12 keyrt á fjórhjólum hverju sinni og hverju sinni geta að hámarki verið 25 manns að reyna á leikni sína líkt og Tarsan með því að ferðast um trjáloftinu. Á meðan geta tveir hópar verið í gangi á báðum svæðum í Laser stríði.


header
Sķšumśli 29 - 108 Reykjavķk | Strandgata 29, 2 hęš, 600 Akureyri |Sķmi 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar į FacebookStefna ehf Hugbśnašarhśs - Moya